Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. janúar 2019 18:30 Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. Ríkissjóður á 98,2 prósent hlutafjár í Landsbankanum og 100 prósent hlutafjár í Íslandsbanka. Fjármála- og efnahagsráðherra er heimilt að selja Íslandsbanka og allt að 70 prósent hlut í Landsbankanum að fenginni heimild í fjárlögum og tillögu frá Bankasýslu ríkisins samkvæmt lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: „Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun.“ Þar segir einnig að hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið á Íslandi verði lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar áður en stefnumarkandi ákvarðanir verða teknar um fjármálakerfið. Hvítbókin var kynnt 10. desember síðastliðinn. Höfundar hennar leggja til að bankarnir verði seldir en þar segir: „Það ætti því að kanna möguleika á að selja Íslandsbanka til erlends banka að hluta eða öllu leyti.“ Síðan leggja höfundar hvítbókarinnar til að hafinn verði undirbúningur á sölu á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum einnig. Það má því segja að það liggi bæði fyrir pólitísk yfirlýsing um að losa um eignarhald ríkisins á bönkunum og leiðarvísir í formi hvítbókarinnar. Því má spyrja hvar standa þessi áform og hvenær má reikna með að ríkið selji Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum? Hvítbókin hefur ekki verið lögð fyrir Alþingi og því hefur engin umræða farið fram á þeim vettvangi um efni hennar. Eins og er rakið hér framar hyggst ríkisstjórnin ekki taka neinar stefnumarkandi ákvarðanir um fjármálakerfið fyrr en hvítbókin hefur verið lögð fram á Alþingi. Ekkert hefur verið verið fjallað um sölu bankanna á fundum ríkisstjórnarinnar miðað við dagskrá ríkisstjórnarfunda sem er aðgengileg á netinu. Þess skal þó getið að dagskrá ríkisstjórnarfunda er að sjálfsögðu ekki tæmandi yfirlit um efni þeirra. Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að taka næstu skref við sölu bankanna. „Maður hefur það á tilfinningunni að tíminn sé réttur að hefja allavega undirbúning á þessu söluferli þannig að við séum ekki að draga þetta á langinn og hrædd við að taka þessar stóru ákvarðanir. Sem manni finnst stundum í samfélaginu að stjórnmálamenn séu hræddir við. Við þurfum bara að halda vel á spöðunum þarna og klára dæmið,“ segir Ásta. Ekki hefur fengist svar við því hvort undirbúningsvinna sé hafin í fjármála- og efnahagsráðuneytinu vegna sölu bankanna. Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. Ríkissjóður á 98,2 prósent hlutafjár í Landsbankanum og 100 prósent hlutafjár í Íslandsbanka. Fjármála- og efnahagsráðherra er heimilt að selja Íslandsbanka og allt að 70 prósent hlut í Landsbankanum að fenginni heimild í fjárlögum og tillögu frá Bankasýslu ríkisins samkvæmt lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: „Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun.“ Þar segir einnig að hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið á Íslandi verði lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar áður en stefnumarkandi ákvarðanir verða teknar um fjármálakerfið. Hvítbókin var kynnt 10. desember síðastliðinn. Höfundar hennar leggja til að bankarnir verði seldir en þar segir: „Það ætti því að kanna möguleika á að selja Íslandsbanka til erlends banka að hluta eða öllu leyti.“ Síðan leggja höfundar hvítbókarinnar til að hafinn verði undirbúningur á sölu á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum einnig. Það má því segja að það liggi bæði fyrir pólitísk yfirlýsing um að losa um eignarhald ríkisins á bönkunum og leiðarvísir í formi hvítbókarinnar. Því má spyrja hvar standa þessi áform og hvenær má reikna með að ríkið selji Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum? Hvítbókin hefur ekki verið lögð fyrir Alþingi og því hefur engin umræða farið fram á þeim vettvangi um efni hennar. Eins og er rakið hér framar hyggst ríkisstjórnin ekki taka neinar stefnumarkandi ákvarðanir um fjármálakerfið fyrr en hvítbókin hefur verið lögð fram á Alþingi. Ekkert hefur verið verið fjallað um sölu bankanna á fundum ríkisstjórnarinnar miðað við dagskrá ríkisstjórnarfunda sem er aðgengileg á netinu. Þess skal þó getið að dagskrá ríkisstjórnarfunda er að sjálfsögðu ekki tæmandi yfirlit um efni þeirra. Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að taka næstu skref við sölu bankanna. „Maður hefur það á tilfinningunni að tíminn sé réttur að hefja allavega undirbúning á þessu söluferli þannig að við séum ekki að draga þetta á langinn og hrædd við að taka þessar stóru ákvarðanir. Sem manni finnst stundum í samfélaginu að stjórnmálamenn séu hræddir við. Við þurfum bara að halda vel á spöðunum þarna og klára dæmið,“ segir Ásta. Ekki hefur fengist svar við því hvort undirbúningsvinna sé hafin í fjármála- og efnahagsráðuneytinu vegna sölu bankanna.
Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira