Segist þreytt á strengjabrúðutali borgarstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2019 10:30 Hildur Björnsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún sést hér með kollegum sínum, Mörtu Guðjónsdóttur og Eyþóri Arnalds. fréttablaðið/sigtryggur ari Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins. Hildur tilkynnti borgarstjóra í gær að hún ætlaði að víkja úr þriggja manna hópi sem ætlað er að rýna í niðurstöður skýrslu Innri endurskoðunar um braggamálið og vinna tillögur að úrbótum. Áður hafði hún skorað á Dag að víkja þar sem hún taldi veru hans í hópnum minnka trúverðugleika hópsins. Innri endurskoðun skilaði í desember skýrslu um braggamálið, endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. Þar var fátt jákvætt að finna. Farið var á svig við lög og innkaupareglur auk þess sem eftirliti, verkferlum og ábyrgð var ábótavant. Raunkostnaður við byggingu braggans nam 425 milljónum króna en upphafleg kostnaðaráætlun var 158 milljónir króna. Þann 20. desember var skipaður þriggja manna rýnihópur. Í honum tóku sæti borgarstjóri, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi Viðreisnar auk Hildar. Tveimur dögum síðar krafðist Hildur að borgarstjóri viki úr hópnum.Telur borgarstjóra hafa vanrækt skyldur sínar „Niðurstöður Braggaskýrslunnar draga upp dökka mynd. Nú er unnið að fjórum skýrslum til viðbótar – fjögur framúrkeyrsluverkefni til viðbótar. Hvert málið rekur annað. Stjórnsýslan hefur brugðist. Borgarstjóri vanrækti skyldur sínar og lög voru brotin. Skýrslan tekur af allan vafa,“ sagði Hildur á Facebook fyrir jól. Borgarstjóri svaraði Hildi í gær og sagðist ekki ætla úr hópnum. Hann bæri ábyrgð á að rétt yrði brugðist við skýrslunni. „Það er einmitt sagt og nefnt sérstaklega að okkur beri að tryggja að upplýsingagjöfin sé nægjanlega mikil og tíð þannig að hægt sé að taka á þessu. Það er einmitt eitt af þeim verkefnum sem við förum núna í. Að þær reglulegu upplýsingar og skýrslur sem við fáum séu nægjanlega skýrar til þess að hægt sé að grípa inn í í tíma. Að framúrkeyrsla eins og í þessu tilfelli komi ekki inn á okkar borð eftir á.“ Hann telur trúverðugleika hópsins engu minni þótt braggamálið hafi komið upp á hans vakt sem borgarstjóri. „Nei, það hefur verið reynt að gera það að einhverju pólitísku upphlaupsmáli. Ég held að það tengist frekar því að þetta óvenjulega skref sem Hildur tók að taka þátt í þessari vinnu mæltist illa fyrir í ákveðnum hluta baklands Sjálfstæðisflokksins, þeim sem vilja keyra harðlínu í öllum málum. Vilja ekki neitt samstarf milli meirihluta og minnihluta. Í mínum huga er það gamaldagspólitík þar sem maður nær minni árangri.“ Hildur segist aldrei hafa vikið sér undan því að vinna með meirihlutanum eða hverjum sem er. Það sé ástæðan fyrir því að hún tók sæti í hópnum. Æskilegt hefði verið að Dagur stigi út og hlutlaus aðili, til dæmis frá Innri endurskoðun, kæmi inn. Engin ástæða væri til að hafa pólitískan meirihluta í hópnum.Segir Dag gera lítið úr konum Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir borgarstjóra gera lítið úr konum með viðbrögðum sínum. Það geri Samfylkingarmenn þegar þeir séu komnir út í horn. Hildur sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hún þyrfti að sitja undir orðum borgarstjóra að henni væri stjórnað af baklandi Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég sit undir slíkum ásökunum frá honum að ég sé einmitt einhver strengjabrúða. Hvað segir maður við svona? Þetta er auðvitað ótrúlegt. Kannski er það margur heldur mig sig. Ég veit ekki hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá Samfylkingunni. En ég hef ekki kynnst neinu slíku í Sjálfstæðisflokknum.“ Allt frá því henni var boðið að taka annað sæti á lista flokksins í borginni án bakgrunns í stjórnmálum eða flokknum hafi hún fundið fyrir því að fólk vilji að í henni heyrist. „Aldrei nokkurn tímann hefur nokkur reynt að stjórna mér, enda myndi það ekki takast.“ Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins. Hildur tilkynnti borgarstjóra í gær að hún ætlaði að víkja úr þriggja manna hópi sem ætlað er að rýna í niðurstöður skýrslu Innri endurskoðunar um braggamálið og vinna tillögur að úrbótum. Áður hafði hún skorað á Dag að víkja þar sem hún taldi veru hans í hópnum minnka trúverðugleika hópsins. Innri endurskoðun skilaði í desember skýrslu um braggamálið, endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. Þar var fátt jákvætt að finna. Farið var á svig við lög og innkaupareglur auk þess sem eftirliti, verkferlum og ábyrgð var ábótavant. Raunkostnaður við byggingu braggans nam 425 milljónum króna en upphafleg kostnaðaráætlun var 158 milljónir króna. Þann 20. desember var skipaður þriggja manna rýnihópur. Í honum tóku sæti borgarstjóri, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi Viðreisnar auk Hildar. Tveimur dögum síðar krafðist Hildur að borgarstjóri viki úr hópnum.Telur borgarstjóra hafa vanrækt skyldur sínar „Niðurstöður Braggaskýrslunnar draga upp dökka mynd. Nú er unnið að fjórum skýrslum til viðbótar – fjögur framúrkeyrsluverkefni til viðbótar. Hvert málið rekur annað. Stjórnsýslan hefur brugðist. Borgarstjóri vanrækti skyldur sínar og lög voru brotin. Skýrslan tekur af allan vafa,“ sagði Hildur á Facebook fyrir jól. Borgarstjóri svaraði Hildi í gær og sagðist ekki ætla úr hópnum. Hann bæri ábyrgð á að rétt yrði brugðist við skýrslunni. „Það er einmitt sagt og nefnt sérstaklega að okkur beri að tryggja að upplýsingagjöfin sé nægjanlega mikil og tíð þannig að hægt sé að taka á þessu. Það er einmitt eitt af þeim verkefnum sem við förum núna í. Að þær reglulegu upplýsingar og skýrslur sem við fáum séu nægjanlega skýrar til þess að hægt sé að grípa inn í í tíma. Að framúrkeyrsla eins og í þessu tilfelli komi ekki inn á okkar borð eftir á.“ Hann telur trúverðugleika hópsins engu minni þótt braggamálið hafi komið upp á hans vakt sem borgarstjóri. „Nei, það hefur verið reynt að gera það að einhverju pólitísku upphlaupsmáli. Ég held að það tengist frekar því að þetta óvenjulega skref sem Hildur tók að taka þátt í þessari vinnu mæltist illa fyrir í ákveðnum hluta baklands Sjálfstæðisflokksins, þeim sem vilja keyra harðlínu í öllum málum. Vilja ekki neitt samstarf milli meirihluta og minnihluta. Í mínum huga er það gamaldagspólitík þar sem maður nær minni árangri.“ Hildur segist aldrei hafa vikið sér undan því að vinna með meirihlutanum eða hverjum sem er. Það sé ástæðan fyrir því að hún tók sæti í hópnum. Æskilegt hefði verið að Dagur stigi út og hlutlaus aðili, til dæmis frá Innri endurskoðun, kæmi inn. Engin ástæða væri til að hafa pólitískan meirihluta í hópnum.Segir Dag gera lítið úr konum Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir borgarstjóra gera lítið úr konum með viðbrögðum sínum. Það geri Samfylkingarmenn þegar þeir séu komnir út í horn. Hildur sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hún þyrfti að sitja undir orðum borgarstjóra að henni væri stjórnað af baklandi Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég sit undir slíkum ásökunum frá honum að ég sé einmitt einhver strengjabrúða. Hvað segir maður við svona? Þetta er auðvitað ótrúlegt. Kannski er það margur heldur mig sig. Ég veit ekki hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá Samfylkingunni. En ég hef ekki kynnst neinu slíku í Sjálfstæðisflokknum.“ Allt frá því henni var boðið að taka annað sæti á lista flokksins í borginni án bakgrunns í stjórnmálum eða flokknum hafi hún fundið fyrir því að fólk vilji að í henni heyrist. „Aldrei nokkurn tímann hefur nokkur reynt að stjórna mér, enda myndi það ekki takast.“
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira