Bakslag hjá Guðjóni Val á æfingu í dag og HM úr sögunni: „Mikil blóðtaka fyrir okkur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2019 15:20 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/EPA Íslenska handboltalandsliðið er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót án Guðjón Vals Sigurðssonar síðan að liðið fór á HM í Kumamoto árið 1997. Guðjón Valur átti að fara á HM en það kom í ljós í dag að hann er ekki leikfær. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari þurfti að breyta HM-hópnum rétt fyrir að hann var tilkynntur. Guðmundur segir að það hafi gengið á ýmsu, vegna meiðsla og veikinda. Hann segist hafa aldrei lent í öðru eins. Hann hafi þurft að gera tvær breytingar nú stuttu fyrir fundinn. „Hnémeiðsli hafa verið að plaga hann,“ segir Guðmundur um meiðsli Guðjóns Vals. „Það sást ekkert stórvægilegt við skoðun í gær og Guðjón Valur mætti á æfingu og allt gekk vel. En þá kom aftur bakslag í dag. Þá var ekkert annað að gera en að hann fengi sína meðhöndlun og svo sjáum við til,“ sagði Guðmundur. Guðmundur útilokar það heldur ekki að Guðjón Valur Sigurðsson komi inn í liðið á miðju móti. Það má gera þrjár breytingar á hópnum á meðan mótinu stendur. Mega eiga sér stað hvenær sem er. „Við höldum öllu opnu. Það veit enginn hvernig staðan er á meiðslunum, en það er þó ekki útilokað,“ sagði Guðmundur. Það fer ekkert á milli mála að það er áfall fyrir íslenska landsliðið að missa fyrirliðann rétt fyrir mót. „Það er alltaf skellur þegar einn besti leikmaður liðsins getur ekki tekið þátt. Hann er einn besti hornamaður heims og var að spila afar vel á mótinu í Noregi. Guðjón hefur spilað frábærlega með sínu félagsliði og þetta er mikil blóðtaka fyrir okkur. Sem betur fer eigum við tvo frábæra hornamenn í þessari stöðu til að taka við,“ sagði Guðmundur en í vinstra horninu verða þeir Bjarki Már Elísson og Stefán Rafn Sigurmannsson. Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, fór meiddur af velli á móti Hollandi í æfingamótinu í Noregi, og strax komu upp áhyggjur um að hann gæti jafnvel misst af HM í Þýskalandi og Danmörku. Guðjón Valur er að glíma við hnémeiðsli og viðurkenndi að hann hafi verið að glíma við þau í nokkurn tíma. „Mér var bara rosalega illt og ég er að vonast til að ná að losna við þennan verk,“ sagði Guðjón Valur í viðtali við RÚV eftir Noregsmótið. Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið með íslenska landsliðinu á öllum stórmótum þess á öldinni eða öllum stórmótum Íslands frá og með EM í Króatíu 2000. HM í Króatíu fyrir ári síðan var hans 21. stórmót með íslenska landsliðinu en Guðjón Valur hefur alls leikið 131 leik fyrir Ísland á stórmótum (HM, EM eða Ólympíuleikum). Leikur Guðjóns Vals á móti Hollandi var hans 353. fyrir íslenska landsliðið en hann hefur skorað í þeim 1845 mörk sem er heimsmet. 1845 mörk þýða að hann hefur skorað 5,2 mörk að meðaltali í leik með íslenska landsliðinu. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót án Guðjón Vals Sigurðssonar síðan að liðið fór á HM í Kumamoto árið 1997. Guðjón Valur átti að fara á HM en það kom í ljós í dag að hann er ekki leikfær. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari þurfti að breyta HM-hópnum rétt fyrir að hann var tilkynntur. Guðmundur segir að það hafi gengið á ýmsu, vegna meiðsla og veikinda. Hann segist hafa aldrei lent í öðru eins. Hann hafi þurft að gera tvær breytingar nú stuttu fyrir fundinn. „Hnémeiðsli hafa verið að plaga hann,“ segir Guðmundur um meiðsli Guðjóns Vals. „Það sást ekkert stórvægilegt við skoðun í gær og Guðjón Valur mætti á æfingu og allt gekk vel. En þá kom aftur bakslag í dag. Þá var ekkert annað að gera en að hann fengi sína meðhöndlun og svo sjáum við til,“ sagði Guðmundur. Guðmundur útilokar það heldur ekki að Guðjón Valur Sigurðsson komi inn í liðið á miðju móti. Það má gera þrjár breytingar á hópnum á meðan mótinu stendur. Mega eiga sér stað hvenær sem er. „Við höldum öllu opnu. Það veit enginn hvernig staðan er á meiðslunum, en það er þó ekki útilokað,“ sagði Guðmundur. Það fer ekkert á milli mála að það er áfall fyrir íslenska landsliðið að missa fyrirliðann rétt fyrir mót. „Það er alltaf skellur þegar einn besti leikmaður liðsins getur ekki tekið þátt. Hann er einn besti hornamaður heims og var að spila afar vel á mótinu í Noregi. Guðjón hefur spilað frábærlega með sínu félagsliði og þetta er mikil blóðtaka fyrir okkur. Sem betur fer eigum við tvo frábæra hornamenn í þessari stöðu til að taka við,“ sagði Guðmundur en í vinstra horninu verða þeir Bjarki Már Elísson og Stefán Rafn Sigurmannsson. Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, fór meiddur af velli á móti Hollandi í æfingamótinu í Noregi, og strax komu upp áhyggjur um að hann gæti jafnvel misst af HM í Þýskalandi og Danmörku. Guðjón Valur er að glíma við hnémeiðsli og viðurkenndi að hann hafi verið að glíma við þau í nokkurn tíma. „Mér var bara rosalega illt og ég er að vonast til að ná að losna við þennan verk,“ sagði Guðjón Valur í viðtali við RÚV eftir Noregsmótið. Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið með íslenska landsliðinu á öllum stórmótum þess á öldinni eða öllum stórmótum Íslands frá og með EM í Króatíu 2000. HM í Króatíu fyrir ári síðan var hans 21. stórmót með íslenska landsliðinu en Guðjón Valur hefur alls leikið 131 leik fyrir Ísland á stórmótum (HM, EM eða Ólympíuleikum). Leikur Guðjóns Vals á móti Hollandi var hans 353. fyrir íslenska landsliðið en hann hefur skorað í þeim 1845 mörk sem er heimsmet. 1845 mörk þýða að hann hefur skorað 5,2 mörk að meðaltali í leik með íslenska landsliðinu.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira