Óvenju mikil drulla og ryk í Hvalfjarðargöngum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. janúar 2019 19:30 Nokkuð hefur borið á því að efni vegna framkvæmda sé flutt um Hvalfjarðargöng, án þess að breitt sé yfir farminn líkt og kveðið er á um í lögum. Þetta hefur orsakað meiri drullu og ryk í göngunum að undanförnu. Nagladekk eru þó stærsti sökudólgurinn þegar kemur að svifryksmengun, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Að undanförnu hefur Vegagerðin fengið nokkrar tilkynningar um að óvenju mikið ryk og drulla sé í Hvalfjarðargöngum. Vegagerðin tók við rekstri Hvalfjarðarganga af Speli í lok september en G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir ólíklegt að skítinn megi rekja til breytinganna. „Við höfum þrifið oftar núna í haust heldur en var gert og við höfum svona einhvern grun um að það sé aðeins meria af þessu en verið hefur," segir Pétur. Ekki er heldur hægt að fullyrða um það hvort aukin umferð um göngin sé sökudólgurinn. Umferðin hefur aðeins aukist lítillega síðan gjaldtöku var hætt í haust en erfitt að segja til um það að svo stöddu hvort aukningin sé til komin vegna þess að frítt sé að keyra um göngin, eða hvort um venjulegar sveiflur sé að ræða. Ein kenning þykir líklegri en aðrar. „Það eru meiri flutningar á efni. Í einhverjum tilvikum hefur ekki verið breytt yfir bílana. Síðan er tíðarfarið þannig að við teljum líka að á þessum bílum, sem hafa verið fleiri heldur en venjulega, að þá sé meiri drulla á hjólunum og berist þannig inn í göngin, þorni og verði að þessum mikla skít,“ segir Pétur og vísar þar til efnistöku úr tiltekinni námu skammt frá. „Til þess að bregðast við þessu þá höfum við haft samband við hlutaðeigandi og þeir lofa því að það verði breitt yfir farminn alltaf, enda er það lagaskilda. Síðan erum við einfaldlega að skoða það með þeim að það verði farið í það að þvo dekkin á bílumum þegar þeir fara út úr námunni sem þetta snýst um þannig að þessi drulla berist ekki inn í göngin.“ Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Nokkuð hefur borið á því að efni vegna framkvæmda sé flutt um Hvalfjarðargöng, án þess að breitt sé yfir farminn líkt og kveðið er á um í lögum. Þetta hefur orsakað meiri drullu og ryk í göngunum að undanförnu. Nagladekk eru þó stærsti sökudólgurinn þegar kemur að svifryksmengun, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Að undanförnu hefur Vegagerðin fengið nokkrar tilkynningar um að óvenju mikið ryk og drulla sé í Hvalfjarðargöngum. Vegagerðin tók við rekstri Hvalfjarðarganga af Speli í lok september en G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir ólíklegt að skítinn megi rekja til breytinganna. „Við höfum þrifið oftar núna í haust heldur en var gert og við höfum svona einhvern grun um að það sé aðeins meria af þessu en verið hefur," segir Pétur. Ekki er heldur hægt að fullyrða um það hvort aukin umferð um göngin sé sökudólgurinn. Umferðin hefur aðeins aukist lítillega síðan gjaldtöku var hætt í haust en erfitt að segja til um það að svo stöddu hvort aukningin sé til komin vegna þess að frítt sé að keyra um göngin, eða hvort um venjulegar sveiflur sé að ræða. Ein kenning þykir líklegri en aðrar. „Það eru meiri flutningar á efni. Í einhverjum tilvikum hefur ekki verið breytt yfir bílana. Síðan er tíðarfarið þannig að við teljum líka að á þessum bílum, sem hafa verið fleiri heldur en venjulega, að þá sé meiri drulla á hjólunum og berist þannig inn í göngin, þorni og verði að þessum mikla skít,“ segir Pétur og vísar þar til efnistöku úr tiltekinni námu skammt frá. „Til þess að bregðast við þessu þá höfum við haft samband við hlutaðeigandi og þeir lofa því að það verði breitt yfir farminn alltaf, enda er það lagaskilda. Síðan erum við einfaldlega að skoða það með þeim að það verði farið í það að þvo dekkin á bílumum þegar þeir fara út úr námunni sem þetta snýst um þannig að þessi drulla berist ekki inn í göngin.“
Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent