Akranesbæ synjað um fleiri hjúkrunarrými: „Við erum með fólk sem vill koma í þessi hjúkrunarrými“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. janúar 2019 20:00 Heilbrigðisráðherra hefur synjað beiðni Akranesbæjar um fjölgun hjúkrunarrýma á dvalarheimilinu Höfða þrátt fyrir brýna þörf, að sögn stjórnarformanns Höfða. Hún segir mikla óánægju innan bæjarstjórnar enda hafi hjúkrunarrýmum fækkað um átta á nokkrum árum á sama tíma og íbúum fjölgar. Árið 2016 hófust bréfaskrif hjúkrunarforstjóra hjúkrunarheimilisins Höfða á Akranesi til Velferðarráðuneytisins um brýna þörf á fleiri hjúkrunarrýmum. Þar var gerð grein fyrir þeirri fækkun sem hefur orðið á hjúkrunarrýmum en þeim hefur fækkað úr 78 í 70 frá 2014. „Þeim hefur fækkað um átta á meðan samfélagið Akranes hefur verið að stækka gríðarlega hratt á þessum árum. Í tvö ár, á meðan við höfum haft þrjá heilbrigðisráðherra, þá var erindinu ekki svarað. Það gerist ekki fyrr en bæjarstjórn skerst í leikinn og þrýstir á ráðherra með ályktun þar sem er verið að knýja á um svör hvort við fáum að fjölga hjúkrunarrýmum,“ segir Elsa Lára og bætir við að þetta séu ólíðandi vinnubrögð og að þannig eigi stjórnsýslan ekki að virka. Í dag eru rekin fjögur biðrými á Höfða en þau voru sett á fót til að taka á fráflæðisvanda Landspítalans en þau eiga að falla niður í haust. Stjórn Höfða og bæjarstjórn báðu um að þessi rými yrðu í það minnsta gerð varanleg en í svarbréfi ráðherra sem barst á dögunum er því synjað á þeim forsendum að ekki séð gert ráð fyrir rýmunum í fjárlögum ársins og að á Vesturlandi sé staðan nokkuð góð. Elsa Lára segir að staðan sé allt önnur. „Þörfin er brýn. Nú hafa sambönd sveitarfélaga á Vesturlandi verið að vinna að velferðarstefnu og þar sést þörfin greinilega. Við erum með fjögur rými sem eru til staðar, það rennur út í haust, við erum með fólk sem vill koma í þessi rými,“ segir Elsa Lára en henni þykir fráleitt að Höfði fái ekki að bæta við varanlegum rýmum sem eru nú þegar til staðar. „Ef við nýtum þau pláss sem eru auð þá kostað það ríkið tólf milljónir á ári en ef við erum að byggja rými þá kostar það okkur 36,5 milljónir á ári,“ segir Elsa og vísað til þess að nú liggi fyrir að byggja eigi 270 ný hjúkrunarrými. Akranes Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur synjað beiðni Akranesbæjar um fjölgun hjúkrunarrýma á dvalarheimilinu Höfða þrátt fyrir brýna þörf, að sögn stjórnarformanns Höfða. Hún segir mikla óánægju innan bæjarstjórnar enda hafi hjúkrunarrýmum fækkað um átta á nokkrum árum á sama tíma og íbúum fjölgar. Árið 2016 hófust bréfaskrif hjúkrunarforstjóra hjúkrunarheimilisins Höfða á Akranesi til Velferðarráðuneytisins um brýna þörf á fleiri hjúkrunarrýmum. Þar var gerð grein fyrir þeirri fækkun sem hefur orðið á hjúkrunarrýmum en þeim hefur fækkað úr 78 í 70 frá 2014. „Þeim hefur fækkað um átta á meðan samfélagið Akranes hefur verið að stækka gríðarlega hratt á þessum árum. Í tvö ár, á meðan við höfum haft þrjá heilbrigðisráðherra, þá var erindinu ekki svarað. Það gerist ekki fyrr en bæjarstjórn skerst í leikinn og þrýstir á ráðherra með ályktun þar sem er verið að knýja á um svör hvort við fáum að fjölga hjúkrunarrýmum,“ segir Elsa Lára og bætir við að þetta séu ólíðandi vinnubrögð og að þannig eigi stjórnsýslan ekki að virka. Í dag eru rekin fjögur biðrými á Höfða en þau voru sett á fót til að taka á fráflæðisvanda Landspítalans en þau eiga að falla niður í haust. Stjórn Höfða og bæjarstjórn báðu um að þessi rými yrðu í það minnsta gerð varanleg en í svarbréfi ráðherra sem barst á dögunum er því synjað á þeim forsendum að ekki séð gert ráð fyrir rýmunum í fjárlögum ársins og að á Vesturlandi sé staðan nokkuð góð. Elsa Lára segir að staðan sé allt önnur. „Þörfin er brýn. Nú hafa sambönd sveitarfélaga á Vesturlandi verið að vinna að velferðarstefnu og þar sést þörfin greinilega. Við erum með fjögur rými sem eru til staðar, það rennur út í haust, við erum með fólk sem vill koma í þessi rými,“ segir Elsa Lára en henni þykir fráleitt að Höfði fái ekki að bæta við varanlegum rýmum sem eru nú þegar til staðar. „Ef við nýtum þau pláss sem eru auð þá kostað það ríkið tólf milljónir á ári en ef við erum að byggja rými þá kostar það okkur 36,5 milljónir á ári,“ segir Elsa og vísað til þess að nú liggi fyrir að byggja eigi 270 ný hjúkrunarrými.
Akranes Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira