Ekki verið fleiri nýliðar á stórmóti í fjórtán ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2019 10:00 Ýmir Örn Gíslason og Gísli Kristjánsson. Ýmir var með á EM í fyrra en Gísli er á sínu fyrsta stórmóti. Mynd/HSÍ Heimsmeistaramótið í Þýskalandi og Danmörku í ár kemst í hóp með HM 2005 og EM 2000 sem þau stórmót þar sem íslenska handboltalandsliðið hefur teflt fram flestum nýliðum á þessari öld. Sex úr sautján manna HM-hópi Guðmundar Guðmundssonar eru á leiðinni á sitt fyrsta stórmót og tveir til viðbótar hafa aðeins verið einu sinni áður með á stórmóti. Meðalaldur íslensku nýliðanna í ár er líka aðeins 20,7 ár. Haukur Þrastarson er sautjándi maður og sá langyngsti af þeim en hann verður ekki átján ára fyrr en í apríl. Gísli Kristjánsson er einnig undir tvítugu (19 ára), Teitur Örn Einarsson hélt upp á tvítugsafmælið sitt í september síðastliðnum og er Elvar Örn Jónsson er 21 árs gamall. Elsti nýliðinn í íslenska hópnum er síðan hinn 24 ára Sigvaldi Björn Guðjónsson en hann er einu ári eldri en Daníel Þór Ingason. Sigvaldi og Daníel eru þeir einu af þessum sex nýliðum sem voru fæddir þegar Ísland hélt heimsmeistarakeppnina í maí 1995. Tveir aðrir ungir leikmenn eru líka bara á leiðinni á sitt annað stórmót en það eru markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson og línumaðurinn Ýmir Örn Gíslason. Báðir voru þeir með á EM í Króatíu fyrir ári síðan. Ágúst Elí er 23 ára en Ýmir aðeins 21 árs. Þetta eru flestir nýliðar í stórmótahópi íslenska landsliðsins síðan að Viggó Sigurðsson fór með sjö nýliða á HM í Túnis árið 2005. Viggó var þá að taka við landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni og þá urðu stór kynslóðarskipti. Sex leikmenn sem spiluðu á sínu fyrsta stórmóti í Túnis fyrir fjórtán árum síðan áttu síðan eftir að vinna silfur og/eða brons með landsliðinu á ÓL 2008 og EM 2010. Það eru þeir Alexander Petersson, Arnór Atlason, Hreiðar Levy Guðmundsson, Ingimundur Ingimundarson, Logi Geirsson og Vignir Svavarsson (bara brons). Sjöundi nýliðinn var síðan Einar Hólmgeirsson sem var mjög óheppinn með meiðsli á sínum ferli. Á fyrsta stórmóti aldarinnar, Evrópumótinu í Króatíu 2000, þá fengu sex leikmenn að spreyta sig á stórmóti í fyrsta sinn. Íslenska landsliðið var þá með á stórmóti í fyrsta sinn í þrjú ár eða síðan á HM í Kumamoto 1997. Meðal nýliðanna var Guðjón Valur Sigurðsson en hinir voru þeir Magnús Sigurðsson, Magnús Már Þórðarson, Njörður Árnason, Rúnar Sigtryggsson og Serbastian Alexandersson. Guðmundur er nú að taka við íslenska landsliðinu í þriðja sinn en þetta er fyrsta stórmótið eftir að hann tók aftur við. Þegar hann tók fyrst við fór hann með fjóra nýliða á sitt fyrsta stórmót (EM 2002 í Svíþjóð) og fjórum árum síðar, þegar hann tók aftur við, fór hann með tvo nýliða á fyrsta mótið sem voru Ólympíuleikarnir í Peking 2008.Flestir stórmótanýliðar á stórmótum Íslands 2000-2019 7 - HM í Túnis 2005 (Viggó Sigurðsson þjálfaði liðið)6 - HM í Þýskalandi og Danmörku 2019 (Guðmundur Guðmundsson) 6 - EM í Króatíu 2000 (Þorbjörn Jensson) 5 - HM á Spáni 2013 (Aron Kristjánsson) 5 - HM í Frakklandi 2001 (Þorbjörn Jensson) 4 - HM í Frakklandi 2017 (Geir Sveinsson) 4 - EM í Sviss 2006 (Viggó Sigurðsson) 4 - EM í Svíþjóð 2002 (Guðmundur Guðmundsson) HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Heimsmeistaramótið í Þýskalandi og Danmörku í ár kemst í hóp með HM 2005 og EM 2000 sem þau stórmót þar sem íslenska handboltalandsliðið hefur teflt fram flestum nýliðum á þessari öld. Sex úr sautján manna HM-hópi Guðmundar Guðmundssonar eru á leiðinni á sitt fyrsta stórmót og tveir til viðbótar hafa aðeins verið einu sinni áður með á stórmóti. Meðalaldur íslensku nýliðanna í ár er líka aðeins 20,7 ár. Haukur Þrastarson er sautjándi maður og sá langyngsti af þeim en hann verður ekki átján ára fyrr en í apríl. Gísli Kristjánsson er einnig undir tvítugu (19 ára), Teitur Örn Einarsson hélt upp á tvítugsafmælið sitt í september síðastliðnum og er Elvar Örn Jónsson er 21 árs gamall. Elsti nýliðinn í íslenska hópnum er síðan hinn 24 ára Sigvaldi Björn Guðjónsson en hann er einu ári eldri en Daníel Þór Ingason. Sigvaldi og Daníel eru þeir einu af þessum sex nýliðum sem voru fæddir þegar Ísland hélt heimsmeistarakeppnina í maí 1995. Tveir aðrir ungir leikmenn eru líka bara á leiðinni á sitt annað stórmót en það eru markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson og línumaðurinn Ýmir Örn Gíslason. Báðir voru þeir með á EM í Króatíu fyrir ári síðan. Ágúst Elí er 23 ára en Ýmir aðeins 21 árs. Þetta eru flestir nýliðar í stórmótahópi íslenska landsliðsins síðan að Viggó Sigurðsson fór með sjö nýliða á HM í Túnis árið 2005. Viggó var þá að taka við landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni og þá urðu stór kynslóðarskipti. Sex leikmenn sem spiluðu á sínu fyrsta stórmóti í Túnis fyrir fjórtán árum síðan áttu síðan eftir að vinna silfur og/eða brons með landsliðinu á ÓL 2008 og EM 2010. Það eru þeir Alexander Petersson, Arnór Atlason, Hreiðar Levy Guðmundsson, Ingimundur Ingimundarson, Logi Geirsson og Vignir Svavarsson (bara brons). Sjöundi nýliðinn var síðan Einar Hólmgeirsson sem var mjög óheppinn með meiðsli á sínum ferli. Á fyrsta stórmóti aldarinnar, Evrópumótinu í Króatíu 2000, þá fengu sex leikmenn að spreyta sig á stórmóti í fyrsta sinn. Íslenska landsliðið var þá með á stórmóti í fyrsta sinn í þrjú ár eða síðan á HM í Kumamoto 1997. Meðal nýliðanna var Guðjón Valur Sigurðsson en hinir voru þeir Magnús Sigurðsson, Magnús Már Þórðarson, Njörður Árnason, Rúnar Sigtryggsson og Serbastian Alexandersson. Guðmundur er nú að taka við íslenska landsliðinu í þriðja sinn en þetta er fyrsta stórmótið eftir að hann tók aftur við. Þegar hann tók fyrst við fór hann með fjóra nýliða á sitt fyrsta stórmót (EM 2002 í Svíþjóð) og fjórum árum síðar, þegar hann tók aftur við, fór hann með tvo nýliða á fyrsta mótið sem voru Ólympíuleikarnir í Peking 2008.Flestir stórmótanýliðar á stórmótum Íslands 2000-2019 7 - HM í Túnis 2005 (Viggó Sigurðsson þjálfaði liðið)6 - HM í Þýskalandi og Danmörku 2019 (Guðmundur Guðmundsson) 6 - EM í Króatíu 2000 (Þorbjörn Jensson) 5 - HM á Spáni 2013 (Aron Kristjánsson) 5 - HM í Frakklandi 2001 (Þorbjörn Jensson) 4 - HM í Frakklandi 2017 (Geir Sveinsson) 4 - EM í Sviss 2006 (Viggó Sigurðsson) 4 - EM í Svíþjóð 2002 (Guðmundur Guðmundsson)
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni