Rússar varaðir við því að andkristur kunni að búa í snjalltækjum Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2019 09:10 Kirill, erkibiskup rétttrúnaðarkirkjunnar, og Pútín forseti eru mestu mátar. Vísir/EPA Erkibiskup rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar segir að notkun fólks á snjallsímum og nútímatækni geti leitt til komu andkrists sem muni stjórna öllu mannkyninu í gegnum alnetið. Gagnrýnendur kirkjunnar og ríkisstjórnar Vladímírs Pútín forseta saka biskupinn um að reyna að ljá ritskoðunarstefnu stjórnvalda lögmæti.Breska ríkisútvarpið segir að rússneskir samfélagsmiðlanotendur hafi tekið orðum Kirill erkibiskups með háði og efasemdum. Sumir þeirra hafa einnig sakað biskupinn um að ganga erinda ríkisstjórnar Pútín en þeir eru nánir bandamenn. Í ávarpi á ríkissjónvarpsstöð sagði Kirill að snjallsímanotendur þyrftu að fara varlega þegar þeir notuðu „alnet tækja“ vegna þess að það veitti tækfæri til að ná stjórn á mannkyninu. „Andkristur er manneskjan sem verður yfir alnetinu og stýrir öllu mannkyninu,“ sagði Kirill. Í hvert sinn sem fólk kveikti á símanum, hvort sem kveikt væri á staðsetningarbúnaði eða ekki, gæti einhver fylgst með því, komist að áhugamálum þess og hvað það óttast. Sú stund muni renna upp að einhver muni nota allar þær upplýsingar og færa þeim sama völd. „Slíkt vald á einni hendi boðar komu andkrists,“ sagði Kirill sem vildi þó ekki meina að hann eða kirkjan væri andsnúin tækniþróun og vísindum. Andkristur er hugtak sem komið er úr Biblíu kristinna manna. Í spádómum hennar er sagt frá manni sem andæfir Jesú kristi og tekur sæti hans. Aðgangur Rússa að netinu er takmarkaður og Pútín forseti er sagður vilja búa til sérstakt rússneskt net. Margir prestar rétttrúnaðarkirkjunnar eru dyggir stuðningsmenn þjóðernisstefnu forsetans. Rússland Trúmál Tækni Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Erkibiskup rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar segir að notkun fólks á snjallsímum og nútímatækni geti leitt til komu andkrists sem muni stjórna öllu mannkyninu í gegnum alnetið. Gagnrýnendur kirkjunnar og ríkisstjórnar Vladímírs Pútín forseta saka biskupinn um að reyna að ljá ritskoðunarstefnu stjórnvalda lögmæti.Breska ríkisútvarpið segir að rússneskir samfélagsmiðlanotendur hafi tekið orðum Kirill erkibiskups með háði og efasemdum. Sumir þeirra hafa einnig sakað biskupinn um að ganga erinda ríkisstjórnar Pútín en þeir eru nánir bandamenn. Í ávarpi á ríkissjónvarpsstöð sagði Kirill að snjallsímanotendur þyrftu að fara varlega þegar þeir notuðu „alnet tækja“ vegna þess að það veitti tækfæri til að ná stjórn á mannkyninu. „Andkristur er manneskjan sem verður yfir alnetinu og stýrir öllu mannkyninu,“ sagði Kirill. Í hvert sinn sem fólk kveikti á símanum, hvort sem kveikt væri á staðsetningarbúnaði eða ekki, gæti einhver fylgst með því, komist að áhugamálum þess og hvað það óttast. Sú stund muni renna upp að einhver muni nota allar þær upplýsingar og færa þeim sama völd. „Slíkt vald á einni hendi boðar komu andkrists,“ sagði Kirill sem vildi þó ekki meina að hann eða kirkjan væri andsnúin tækniþróun og vísindum. Andkristur er hugtak sem komið er úr Biblíu kristinna manna. Í spádómum hennar er sagt frá manni sem andæfir Jesú kristi og tekur sæti hans. Aðgangur Rússa að netinu er takmarkaður og Pútín forseti er sagður vilja búa til sérstakt rússneskt net. Margir prestar rétttrúnaðarkirkjunnar eru dyggir stuðningsmenn þjóðernisstefnu forsetans.
Rússland Trúmál Tækni Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira