Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 9. janúar 2019 14:30 Guðmundur Guðmundsson þurfti að taka stórar ákvarðanir í gær. vísir/epa Þrír leikmenn sem ekki voru valdir í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins í handbolta enduðu í sjálfum HM-hópnum sem var valinn í gær og hélt af stað til München í morgun þar sem ballið byrjar á föstudaginn gegn Króatíu. Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson og markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson fengu meiri von eftir höfnunina um miðjan desember þegar þeir fóru með til Noregs á æfingamótið en Teitur Örn Einarsson fór ekki einu sinni með þangað. Hann var á endanum valinn fram yfir Rúnar Kárason. Strákarnir slökuðu á í Saga Lounge í Leifsstöð í morgun þar sem mátti enn greina smá spennu hjá sumum. Menn höfðu lítið sofið og rotuðust flestir í flugvélinni á leið til München og náðu þar kærkomnum blundi.Teitur Örn Einarsson kom óvænt inn í HM-hópinn.Mynd/Facebook-síða HSÍSvakaleg spenna „Ég svaf svona klukkutíma í nótt,“ sagði Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson sem var líklega óvæntasta nafnið í hópnum en þessi skotfasta skytta er á mála hjá Kristianstad í Svíþjóð og er þar að spila í Meistaradeildinni. Markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson var búinn að gíra sig inn á að vera í fríi á Íslandi þegar Noregskallið kom og í framhaldinu boð um að fara á HM 2019 fyrir Aron Rafn Eðvarðsson sem er tæpur vegna meiðsla. „Þetta var rosaleg æfing í gær. Spennan var svakaleg. Maður vildi helst ekki að Gummi myndi tala við mann því það þýddi að maður væri ekki að fara á mótið. Ég er eiginlega enn í sjokki,“ sagði Ágúst Elí sem fór á sitt fyrsta stórmót í fyrra er íslenska liðið komst ekki upp úr riðli á EM 2018 í Króatíu.Ágúst Elí Björgvinsson var eiginlega enn þá að jafna sig í morgun.vísir/tomSkynja spennuna Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er eldri en tvævetur í bransanum og hann greindi spennuna líkt og leikmennirnir. Mikið hefur gengið á í undirbúningnum; meiðsli og veikindi, og því hefur aldrei verið 100 prósent ljóst hvernig hópurinn yrði. „Við þurftum að hafa svolítið stóran hóp vegna alls þess sem hefur verið í gangi en það þýddi að andrúmsroftið var rafmagnað á æfingunni,“ sagði Guðmundur. Landsliðsþjálfarinn var svo uppgefinn á meiðslunum og valkvíðanum vegna þeirra að hann viðurkenndi að hann lét það vera að láta liðið spila á fullan völl í gær. Hann tók ekki áhættu á fleiri meiðslum, korter í mót. „Það var erfitt að velja þessa sextán plús einn. Þetta er líka erfitt fyrir okkur þjálfarana. Við skynjum alveg að menn eru spenntir og vilja vera hluti af þessum hópi. Þetta er samt bara hluti af pakkanum og líklega leiðinlegasti hlutinn af okkar starfi,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins lækkar á fjórða stórmótinu í röð Ísland hefur líklega aldrei teflt fram yngra handboltalandsliði á stórmóti en á HM 2019. Liðið í ár er sem dæmi þremur árum yngra að meðaltali en liðið sem fór á Evrópumótið í Króatíu fyrir aðeins ári síðan. 9. janúar 2019 11:30 Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46 Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00 Keilan hitti strákana á leiðinni til München Strákarnir okkar eru á leið á HM þar sem þeir hefja leik eftir tvo daga. 9. janúar 2019 07:00 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Sjá meira
Þrír leikmenn sem ekki voru valdir í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins í handbolta enduðu í sjálfum HM-hópnum sem var valinn í gær og hélt af stað til München í morgun þar sem ballið byrjar á föstudaginn gegn Króatíu. Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson og markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson fengu meiri von eftir höfnunina um miðjan desember þegar þeir fóru með til Noregs á æfingamótið en Teitur Örn Einarsson fór ekki einu sinni með þangað. Hann var á endanum valinn fram yfir Rúnar Kárason. Strákarnir slökuðu á í Saga Lounge í Leifsstöð í morgun þar sem mátti enn greina smá spennu hjá sumum. Menn höfðu lítið sofið og rotuðust flestir í flugvélinni á leið til München og náðu þar kærkomnum blundi.Teitur Örn Einarsson kom óvænt inn í HM-hópinn.Mynd/Facebook-síða HSÍSvakaleg spenna „Ég svaf svona klukkutíma í nótt,“ sagði Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson sem var líklega óvæntasta nafnið í hópnum en þessi skotfasta skytta er á mála hjá Kristianstad í Svíþjóð og er þar að spila í Meistaradeildinni. Markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson var búinn að gíra sig inn á að vera í fríi á Íslandi þegar Noregskallið kom og í framhaldinu boð um að fara á HM 2019 fyrir Aron Rafn Eðvarðsson sem er tæpur vegna meiðsla. „Þetta var rosaleg æfing í gær. Spennan var svakaleg. Maður vildi helst ekki að Gummi myndi tala við mann því það þýddi að maður væri ekki að fara á mótið. Ég er eiginlega enn í sjokki,“ sagði Ágúst Elí sem fór á sitt fyrsta stórmót í fyrra er íslenska liðið komst ekki upp úr riðli á EM 2018 í Króatíu.Ágúst Elí Björgvinsson var eiginlega enn þá að jafna sig í morgun.vísir/tomSkynja spennuna Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er eldri en tvævetur í bransanum og hann greindi spennuna líkt og leikmennirnir. Mikið hefur gengið á í undirbúningnum; meiðsli og veikindi, og því hefur aldrei verið 100 prósent ljóst hvernig hópurinn yrði. „Við þurftum að hafa svolítið stóran hóp vegna alls þess sem hefur verið í gangi en það þýddi að andrúmsroftið var rafmagnað á æfingunni,“ sagði Guðmundur. Landsliðsþjálfarinn var svo uppgefinn á meiðslunum og valkvíðanum vegna þeirra að hann viðurkenndi að hann lét það vera að láta liðið spila á fullan völl í gær. Hann tók ekki áhættu á fleiri meiðslum, korter í mót. „Það var erfitt að velja þessa sextán plús einn. Þetta er líka erfitt fyrir okkur þjálfarana. Við skynjum alveg að menn eru spenntir og vilja vera hluti af þessum hópi. Þetta er samt bara hluti af pakkanum og líklega leiðinlegasti hlutinn af okkar starfi,“ sagði Guðmundur Guðmundsson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins lækkar á fjórða stórmótinu í röð Ísland hefur líklega aldrei teflt fram yngra handboltalandsliði á stórmóti en á HM 2019. Liðið í ár er sem dæmi þremur árum yngra að meðaltali en liðið sem fór á Evrópumótið í Króatíu fyrir aðeins ári síðan. 9. janúar 2019 11:30 Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46 Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00 Keilan hitti strákana á leiðinni til München Strákarnir okkar eru á leið á HM þar sem þeir hefja leik eftir tvo daga. 9. janúar 2019 07:00 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Sjá meira
Meðalaldur íslenska landsliðsins lækkar á fjórða stórmótinu í röð Ísland hefur líklega aldrei teflt fram yngra handboltalandsliði á stórmóti en á HM 2019. Liðið í ár er sem dæmi þremur árum yngra að meðaltali en liðið sem fór á Evrópumótið í Króatíu fyrir aðeins ári síðan. 9. janúar 2019 11:30
Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46
Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00
Keilan hitti strákana á leiðinni til München Strákarnir okkar eru á leið á HM þar sem þeir hefja leik eftir tvo daga. 9. janúar 2019 07:00