Telur skyndifriðlýsingu byggða á misskilningi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 9. janúar 2019 14:18 Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf. vonast til að friðlýsingin verði dregin til baka. Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., telur þetta byggt á misskilningi og með öllu ólögmæta aðgerð. Minjastofnun Íslands ákvað í gær að grípa til skyndifriðunar á þeim hluta byggingarreits Lindarvatns ehf. á Landsímareitnum þar sem Víkurkirkjugarður stóð til ársins 1838. Mun hún gilda í sex vikur og Minjastofnun fara þess á leit við ráðherra að friðlýsa svæðið til frambúðar. Lindarvatn ehf. hefur undanfarið unnið að því að reisa hótel á byggingarreitnum en Minjastofnun er ósátt við fyrirhugaðan inngang að hótelinu sem snýr að austasta hluta hins forna Víkurkirkjugarðs. Er það mat Minjastofnunar að garðurinn teljist til fornminja og sem minjastaður sem tengist siðum og venjum. Felur ákvörðunin í sér að friðlýsingarsvæðið verði stækkað en Minjastofnun segir á vef sínum að samskipti hafi gengið illa við lóðarhafa og því er farin þessi leið. Jóhannes segist þurfa að hliðra til í verkáætlun en vari friðlýsingin í sex vikur muni hljótast fjárhagslegt tjón af. „Við brugðumst við með því að senda frá okkur í gærkvöldi mótmæli til Minjastofnunar geng þessari ákvörðun. Staðreyndin er sú að á þessu skyndifriðlýsta svæði eru engar minjar. Þarna er bara möl. Þetta kemur okkur mjög á óvart vegna þess forstöðumaður og fulltrúar Minjastofnunar voru þarna á þessu svæði fyrir nokkrum vikum þar sem þau ræddu við fornleiðafræðing. Þeim er því kunnugt um að það eru engar minjar á svæðinu,“ segir hann. Hann telur þetta ekki lögmæt og skilyrði ekki fyrir hendi. Aðspurður hvort Lindarvatn hafi í hyggjur að skoða breytingar varðandi inngang hótelsins segir hann enn óvíst hvernig brugðist verði við. „Er eðlilegt að stofnun á sviði minjaverndar taki sér skipulagsvald, Þá á ég við vald yfir hönnun og skipulagi sem er ekki á þeirra sviði, með því að beita þvingunum? Okkur finnst það mjög óeðlilegt en auðvitað er ekkert útilokað að við gerum það. Ef það verður nauðsynleg niðurstaða. En að því sögðu þá er þetta ekki stjórnsýsla sem maður býst við að sjá í réttarríki. Eins og komið hefur fram þá kann að vera að þetta sé bara einhver misskilningur og minjastofnun eigi eftir að draga þessa yfirlýsingu sína til baka,“ segir Jóhannes. Fornminjar Víkurgarður Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., telur þetta byggt á misskilningi og með öllu ólögmæta aðgerð. Minjastofnun Íslands ákvað í gær að grípa til skyndifriðunar á þeim hluta byggingarreits Lindarvatns ehf. á Landsímareitnum þar sem Víkurkirkjugarður stóð til ársins 1838. Mun hún gilda í sex vikur og Minjastofnun fara þess á leit við ráðherra að friðlýsa svæðið til frambúðar. Lindarvatn ehf. hefur undanfarið unnið að því að reisa hótel á byggingarreitnum en Minjastofnun er ósátt við fyrirhugaðan inngang að hótelinu sem snýr að austasta hluta hins forna Víkurkirkjugarðs. Er það mat Minjastofnunar að garðurinn teljist til fornminja og sem minjastaður sem tengist siðum og venjum. Felur ákvörðunin í sér að friðlýsingarsvæðið verði stækkað en Minjastofnun segir á vef sínum að samskipti hafi gengið illa við lóðarhafa og því er farin þessi leið. Jóhannes segist þurfa að hliðra til í verkáætlun en vari friðlýsingin í sex vikur muni hljótast fjárhagslegt tjón af. „Við brugðumst við með því að senda frá okkur í gærkvöldi mótmæli til Minjastofnunar geng þessari ákvörðun. Staðreyndin er sú að á þessu skyndifriðlýsta svæði eru engar minjar. Þarna er bara möl. Þetta kemur okkur mjög á óvart vegna þess forstöðumaður og fulltrúar Minjastofnunar voru þarna á þessu svæði fyrir nokkrum vikum þar sem þau ræddu við fornleiðafræðing. Þeim er því kunnugt um að það eru engar minjar á svæðinu,“ segir hann. Hann telur þetta ekki lögmæt og skilyrði ekki fyrir hendi. Aðspurður hvort Lindarvatn hafi í hyggjur að skoða breytingar varðandi inngang hótelsins segir hann enn óvíst hvernig brugðist verði við. „Er eðlilegt að stofnun á sviði minjaverndar taki sér skipulagsvald, Þá á ég við vald yfir hönnun og skipulagi sem er ekki á þeirra sviði, með því að beita þvingunum? Okkur finnst það mjög óeðlilegt en auðvitað er ekkert útilokað að við gerum það. Ef það verður nauðsynleg niðurstaða. En að því sögðu þá er þetta ekki stjórnsýsla sem maður býst við að sjá í réttarríki. Eins og komið hefur fram þá kann að vera að þetta sé bara einhver misskilningur og minjastofnun eigi eftir að draga þessa yfirlýsingu sína til baka,“ segir Jóhannes.
Fornminjar Víkurgarður Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira