Telur skyndifriðlýsingu byggða á misskilningi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 9. janúar 2019 14:18 Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf. vonast til að friðlýsingin verði dregin til baka. Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., telur þetta byggt á misskilningi og með öllu ólögmæta aðgerð. Minjastofnun Íslands ákvað í gær að grípa til skyndifriðunar á þeim hluta byggingarreits Lindarvatns ehf. á Landsímareitnum þar sem Víkurkirkjugarður stóð til ársins 1838. Mun hún gilda í sex vikur og Minjastofnun fara þess á leit við ráðherra að friðlýsa svæðið til frambúðar. Lindarvatn ehf. hefur undanfarið unnið að því að reisa hótel á byggingarreitnum en Minjastofnun er ósátt við fyrirhugaðan inngang að hótelinu sem snýr að austasta hluta hins forna Víkurkirkjugarðs. Er það mat Minjastofnunar að garðurinn teljist til fornminja og sem minjastaður sem tengist siðum og venjum. Felur ákvörðunin í sér að friðlýsingarsvæðið verði stækkað en Minjastofnun segir á vef sínum að samskipti hafi gengið illa við lóðarhafa og því er farin þessi leið. Jóhannes segist þurfa að hliðra til í verkáætlun en vari friðlýsingin í sex vikur muni hljótast fjárhagslegt tjón af. „Við brugðumst við með því að senda frá okkur í gærkvöldi mótmæli til Minjastofnunar geng þessari ákvörðun. Staðreyndin er sú að á þessu skyndifriðlýsta svæði eru engar minjar. Þarna er bara möl. Þetta kemur okkur mjög á óvart vegna þess forstöðumaður og fulltrúar Minjastofnunar voru þarna á þessu svæði fyrir nokkrum vikum þar sem þau ræddu við fornleiðafræðing. Þeim er því kunnugt um að það eru engar minjar á svæðinu,“ segir hann. Hann telur þetta ekki lögmæt og skilyrði ekki fyrir hendi. Aðspurður hvort Lindarvatn hafi í hyggjur að skoða breytingar varðandi inngang hótelsins segir hann enn óvíst hvernig brugðist verði við. „Er eðlilegt að stofnun á sviði minjaverndar taki sér skipulagsvald, Þá á ég við vald yfir hönnun og skipulagi sem er ekki á þeirra sviði, með því að beita þvingunum? Okkur finnst það mjög óeðlilegt en auðvitað er ekkert útilokað að við gerum það. Ef það verður nauðsynleg niðurstaða. En að því sögðu þá er þetta ekki stjórnsýsla sem maður býst við að sjá í réttarríki. Eins og komið hefur fram þá kann að vera að þetta sé bara einhver misskilningur og minjastofnun eigi eftir að draga þessa yfirlýsingu sína til baka,“ segir Jóhannes. Fornminjar Víkurgarður Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., telur þetta byggt á misskilningi og með öllu ólögmæta aðgerð. Minjastofnun Íslands ákvað í gær að grípa til skyndifriðunar á þeim hluta byggingarreits Lindarvatns ehf. á Landsímareitnum þar sem Víkurkirkjugarður stóð til ársins 1838. Mun hún gilda í sex vikur og Minjastofnun fara þess á leit við ráðherra að friðlýsa svæðið til frambúðar. Lindarvatn ehf. hefur undanfarið unnið að því að reisa hótel á byggingarreitnum en Minjastofnun er ósátt við fyrirhugaðan inngang að hótelinu sem snýr að austasta hluta hins forna Víkurkirkjugarðs. Er það mat Minjastofnunar að garðurinn teljist til fornminja og sem minjastaður sem tengist siðum og venjum. Felur ákvörðunin í sér að friðlýsingarsvæðið verði stækkað en Minjastofnun segir á vef sínum að samskipti hafi gengið illa við lóðarhafa og því er farin þessi leið. Jóhannes segist þurfa að hliðra til í verkáætlun en vari friðlýsingin í sex vikur muni hljótast fjárhagslegt tjón af. „Við brugðumst við með því að senda frá okkur í gærkvöldi mótmæli til Minjastofnunar geng þessari ákvörðun. Staðreyndin er sú að á þessu skyndifriðlýsta svæði eru engar minjar. Þarna er bara möl. Þetta kemur okkur mjög á óvart vegna þess forstöðumaður og fulltrúar Minjastofnunar voru þarna á þessu svæði fyrir nokkrum vikum þar sem þau ræddu við fornleiðafræðing. Þeim er því kunnugt um að það eru engar minjar á svæðinu,“ segir hann. Hann telur þetta ekki lögmæt og skilyrði ekki fyrir hendi. Aðspurður hvort Lindarvatn hafi í hyggjur að skoða breytingar varðandi inngang hótelsins segir hann enn óvíst hvernig brugðist verði við. „Er eðlilegt að stofnun á sviði minjaverndar taki sér skipulagsvald, Þá á ég við vald yfir hönnun og skipulagi sem er ekki á þeirra sviði, með því að beita þvingunum? Okkur finnst það mjög óeðlilegt en auðvitað er ekkert útilokað að við gerum það. Ef það verður nauðsynleg niðurstaða. En að því sögðu þá er þetta ekki stjórnsýsla sem maður býst við að sjá í réttarríki. Eins og komið hefur fram þá kann að vera að þetta sé bara einhver misskilningur og minjastofnun eigi eftir að draga þessa yfirlýsingu sína til baka,“ segir Jóhannes.
Fornminjar Víkurgarður Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira