Svara kalli Vesturbæinga um gangbrautarvörslu og íbúafund Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2019 16:22 Gönguljósin við gatnamót Hringbrautar og Meistaravalla. Vísir/Hvati Ákveðið hefur verið að setja upp gangbrautarvörslu fyrir skólabörn við gönguljós yfir Hringbraut við Meistaravelli. Samráðsfundur verður haldinn í næstu viku og verður auglýstur síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.Eins og Vísir greindi frá í morgun varð slys á götuljósunum á níunda tímanum í morgun. Þrettán ára stúlka á leið í Hagaskóla slasaðist lítillega. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ágreiningur uppi hvaða litur hafi verið á ljósunum þegar slysið varð.Uppi varð fótur og vit í Facebook-hópnum Vesturbærinn. Íbúar kröfðust þess að fá fund með borgarstjóra, Vegagerðinni, ráðherra, lögreglustjóra tengdum aðilum. Auk þess stóð til að efna til mótmæla í fyrramálið á gönguljósunum og um leið standa vaktina á ljósunum frá átta til hálf níu. Í tilkynningu frá borginni segir að gæslan hefjist við upphaf hvers skóladags og er áætlað að hún standi fram á vor. Slys hafi átt sér stað á Hringbrautinni við gangbrautarljósin og sé öryggi gangandi vegfarenda þar ábótavant.Sjúkrabíll frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins flutti þrettán ára stúlku á slysadeild í morgun. Meiðsli hennar voru minniháttar skv. upplýsingum frá lögreglu.Vísir/TumiVerður að lækka hámarkshraðann Einnig hafi verið ákveðið að boða til samráðsfundar með Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Vegagerðinni sem er veghaldari Hringbrautar, Samgöngustofu og íbúasamtökum hverfisins ásamt samgönguskrifstofu Reykjavíkurborgar. Er því komið til móts við kröfur íbúa um bæði gangbrautavörslu og íbúafund. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir umferðaröryggi gangandi vegfarenda algjört forgangsmál hjá borgaryfirvöldum. „Það verður að lækka hámarkshraðann í götunni og bæta öryggi gangandi vegfarenda við allar gönguþveranir. Það skilar okkur mestum árangri ásamt því að bæta lýsinguna í götunni. Það verður einfaldlega ekki unað lengur við núverandi ástand, öryggi barna er ofar öllu.“Sigurborg Ósk Haraldsdóttir pírati er formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Lækka hámarkshraða Í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg er bent á skýrslu umhverfis- og skipulagssviðs um hraðaminnkandi aðgerðir vestan Kringlumýrarbrautar sem kom út í janúar fyrir tveimur árum. Þar er meðal annars lagt til að hraðamörk verði lækkuð um 10 km/klst í tveimur áföngum. Um er að ræða götur vestan Kringlumýrarbrautar þar sem hraðamörk eru 50 eða 60 km/klst. Auk verði 30 km/klst fjölgað og núverandi svæði stækkuð. Þar koma einnig fram tillögur um að gönguleiðir þvert á umferðargötur með 40 eða 50 km/klst. hámarkshraða, t.d. á Hringbraut við Framnesveg og Hofsvallagötu verði upphækkaðar og merktar með skýrari hætti. Fundurinn mun fara fram í næstu viku og verður tími og staðsetning auglýst síðar. Borgarstjórn Lögreglumál Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Ákveðið hefur verið að setja upp gangbrautarvörslu fyrir skólabörn við gönguljós yfir Hringbraut við Meistaravelli. Samráðsfundur verður haldinn í næstu viku og verður auglýstur síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.Eins og Vísir greindi frá í morgun varð slys á götuljósunum á níunda tímanum í morgun. Þrettán ára stúlka á leið í Hagaskóla slasaðist lítillega. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ágreiningur uppi hvaða litur hafi verið á ljósunum þegar slysið varð.Uppi varð fótur og vit í Facebook-hópnum Vesturbærinn. Íbúar kröfðust þess að fá fund með borgarstjóra, Vegagerðinni, ráðherra, lögreglustjóra tengdum aðilum. Auk þess stóð til að efna til mótmæla í fyrramálið á gönguljósunum og um leið standa vaktina á ljósunum frá átta til hálf níu. Í tilkynningu frá borginni segir að gæslan hefjist við upphaf hvers skóladags og er áætlað að hún standi fram á vor. Slys hafi átt sér stað á Hringbrautinni við gangbrautarljósin og sé öryggi gangandi vegfarenda þar ábótavant.Sjúkrabíll frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins flutti þrettán ára stúlku á slysadeild í morgun. Meiðsli hennar voru minniháttar skv. upplýsingum frá lögreglu.Vísir/TumiVerður að lækka hámarkshraðann Einnig hafi verið ákveðið að boða til samráðsfundar með Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Vegagerðinni sem er veghaldari Hringbrautar, Samgöngustofu og íbúasamtökum hverfisins ásamt samgönguskrifstofu Reykjavíkurborgar. Er því komið til móts við kröfur íbúa um bæði gangbrautavörslu og íbúafund. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir umferðaröryggi gangandi vegfarenda algjört forgangsmál hjá borgaryfirvöldum. „Það verður að lækka hámarkshraðann í götunni og bæta öryggi gangandi vegfarenda við allar gönguþveranir. Það skilar okkur mestum árangri ásamt því að bæta lýsinguna í götunni. Það verður einfaldlega ekki unað lengur við núverandi ástand, öryggi barna er ofar öllu.“Sigurborg Ósk Haraldsdóttir pírati er formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Lækka hámarkshraða Í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg er bent á skýrslu umhverfis- og skipulagssviðs um hraðaminnkandi aðgerðir vestan Kringlumýrarbrautar sem kom út í janúar fyrir tveimur árum. Þar er meðal annars lagt til að hraðamörk verði lækkuð um 10 km/klst í tveimur áföngum. Um er að ræða götur vestan Kringlumýrarbrautar þar sem hraðamörk eru 50 eða 60 km/klst. Auk verði 30 km/klst fjölgað og núverandi svæði stækkuð. Þar koma einnig fram tillögur um að gönguleiðir þvert á umferðargötur með 40 eða 50 km/klst. hámarkshraða, t.d. á Hringbraut við Framnesveg og Hofsvallagötu verði upphækkaðar og merktar með skýrari hætti. Fundurinn mun fara fram í næstu viku og verður tími og staðsetning auglýst síðar.
Borgarstjórn Lögreglumál Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent