Ólafur Jóhann reiknar ekki með fleiri stórum fjölmiðlasamrunum Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. desember 2018 20:15 Ólafur Jóhann Ólafsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner segist ekki reikna með frekari samrunum á milli stórra fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækja á næstunni eftir stórar sameiningar sem hafa gengið í gegn á síðustu mánuðum. Ólafur Jóhann lét af störfum hjá Time Warner fyrr á þessu ári en er enn búsettur vestanhafs. Í júní á þessu ári gaf alríkisdómstóll í Washington grænt ljós á 85 milljarða dollara samruna fjarskiptarisans AT&T og fjölmiðlasamsteypunnar Time Warner. Á árinu 2019 mun samruni Disney og Fox líklega ganga í gegn og þá er talið líklegt að CBS muni renna saman við afþreyingarfyrirtækið Viacom. Ólafur Jóhann Ólafsson var aðstoðarforstjóri Time Warner og starfaði hjá fyrirtækinu í 19 ár.Áttu von á frekari samrunum milli stórra fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækja á næstunni nú þegar samruni AT&T og Time Warner er genginn í gegn?„Ég efast um það. Ekki á næstunni. Önnur fjarskiptafyrirtæki munu núna fylgjast vel með AT&T og hvernig þeim vegnar og hvort þetta gengur upp hjá þeim. Þessi stóru fyrirtæki, þau eru í rauninni öll horfin af markaði. Það sem er líklegast að gerist á næstunni er að CBS renni saman við Viacom. Ráðandi hluthafar eru þeir sömu í báðum fyrirtækjum. Það er auðvitað miklu minna í sniðum. En ég held að í bili muni ekkert stórvægilegt gerast á þessum markaði,“ segir Ólafur Jóhann. Ólafur Jóhann lét af störfum hjá Time Warner, sem í dag heitir Warner Media, eftir samrunann við AT&T en er enn búsettur í New York. „Ég hef ráðið mínum tíma meira en áður sem hefur verið skemmtilegt. Ég mun alltaf sinna ritstörfum en hvað ég geri annað samhliða þeim veit ég ekki. Ég er svona að skoða eitt og annað. Það getur verið að það verði ekkert, svo getur verið að það verði eitthvað meira. Ég ætla að gera það sem ég hef venjulega ráðlagt mönnum í minni stöðu og það er að vera ekki að flýta sér neitt.“ Fjölmiðlar Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Ólafur Jóhann Ólafsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner segist ekki reikna með frekari samrunum á milli stórra fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækja á næstunni eftir stórar sameiningar sem hafa gengið í gegn á síðustu mánuðum. Ólafur Jóhann lét af störfum hjá Time Warner fyrr á þessu ári en er enn búsettur vestanhafs. Í júní á þessu ári gaf alríkisdómstóll í Washington grænt ljós á 85 milljarða dollara samruna fjarskiptarisans AT&T og fjölmiðlasamsteypunnar Time Warner. Á árinu 2019 mun samruni Disney og Fox líklega ganga í gegn og þá er talið líklegt að CBS muni renna saman við afþreyingarfyrirtækið Viacom. Ólafur Jóhann Ólafsson var aðstoðarforstjóri Time Warner og starfaði hjá fyrirtækinu í 19 ár.Áttu von á frekari samrunum milli stórra fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækja á næstunni nú þegar samruni AT&T og Time Warner er genginn í gegn?„Ég efast um það. Ekki á næstunni. Önnur fjarskiptafyrirtæki munu núna fylgjast vel með AT&T og hvernig þeim vegnar og hvort þetta gengur upp hjá þeim. Þessi stóru fyrirtæki, þau eru í rauninni öll horfin af markaði. Það sem er líklegast að gerist á næstunni er að CBS renni saman við Viacom. Ráðandi hluthafar eru þeir sömu í báðum fyrirtækjum. Það er auðvitað miklu minna í sniðum. En ég held að í bili muni ekkert stórvægilegt gerast á þessum markaði,“ segir Ólafur Jóhann. Ólafur Jóhann lét af störfum hjá Time Warner, sem í dag heitir Warner Media, eftir samrunann við AT&T en er enn búsettur í New York. „Ég hef ráðið mínum tíma meira en áður sem hefur verið skemmtilegt. Ég mun alltaf sinna ritstörfum en hvað ég geri annað samhliða þeim veit ég ekki. Ég er svona að skoða eitt og annað. Það getur verið að það verði ekkert, svo getur verið að það verði eitthvað meira. Ég ætla að gera það sem ég hef venjulega ráðlagt mönnum í minni stöðu og það er að vera ekki að flýta sér neitt.“
Fjölmiðlar Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun