Hvergerðingum brugðið vegna snarps jarðskjálfta Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. desember 2018 20:37 Íbúum í Hveragerði var mjög brugðið þegar jarðskjálftinn reið yfir í nótt þó þeir séu vanir ýmsu þegar jarðskjálftar eru annars vegar. Bæjarstjórinn útilokar ekki að um manngerðan skjálfta hafi verið að ræða vegna niðurdælingar á vatni á Hellisheiði. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti nokkra íbúa í Hveragerði í dag. Lífið gekk sinn vanagang í Hveragerði í dag eins og aðra daga þrátt fyrir jarðskjálftann í nótt sem vakti margra Sunnlendinga af værum blundi, og aðra íbúa í næsta nágrenni. Það voru þó ekki allir farnir að sofa í Hveragerði rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. „Ég var vakandi, Hvergerðingar voru margir hverjir að koma heim af hinu árlega Sölvaballi. Þetta var auðvitað eins og mjög þungur bíll keyrði á húsið,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. „Eins og allaf gerist þegar maður upplifir jarðskjálfta þá dettur manni helst til hugar „Hvað verður hann stór? Er hann nálægt okkur eða fjarri okkur? Er hann stærstur hér eða stærri annars staðar?““ Aldís útilokar ekki að skjálftinn hafi verið manngerður vegna niðurdælingar á jarðhitavatni um borholur á Hellisheiði. Við erum vön bæði þessu sem við köllum náttúrulegum skjálftum, allt frá hverakeppum upp í þessa stóru. En svo erum við líka vön þessum manngerðu skjálftum, við vitum náttúrulegar ekki enn þá af hvorri tegundinni þetta er þó að mér sýnist Veðurstofan gera ráð fyrir að þetta sé af eðlilegum orsökum. Hvergerðingum og nærsveitamönnum var eðlilega mjög brugðið við skjálftann í nótt. „Mér fannst þetta vera lengi. Mér fannst rúmið hristast og húsið með. Enda var ég búin að heyra aðeins í hundunum mínum. Ég er með tvo hunda og þeir voru búnir að vera eitthvað órólegir,“ segir Anna Guðrún Halldórsdóttir, íbúi í Hveragerði.Var þetta óþægileg tilfinning?„Já maður veit aldrei hversu mikið þetta verður.“ „Maður hefur nú fundið þá marga miklu stærri, en hann hristist svolítið,“ segir Tómas Hassing, íbúi í Hveragerði.Hvernig lýsti hann sér?„Þetta var bara ekkert högg, hann bara hristist.“ „Ég vaknaði bara upp við þetta og það lék allt á reiðiskjálfi. Ég hugsaði bara til dætra minna sem voru sofandi inni í herbergjunum sínum og fór svo bara strax að fjarlægja allt úr gluggakistum ef það skyldi koma annar,“ segir Helga Dögg Snorradóttir, Hvergerðingur.Var þetta óþægileg tilfinning? „Já, maður veit aldrei hvenær þetta endar og hvað þetta verður mikið. Það er svona óvissan.“ Eldgos og jarðhræringar Hveragerði Tengdar fréttir Um þrjátíu eftirskjálftar og hátt í fjögur hundruð tilkynningar Hátt í fjögur hundruð tilkynningar frá nánast öllu suðvesturhorni landsins hafa borist Veðurstofu Íslands vegna snarps jarðskjálfta sem varð á Hellisheiði laust fyrir klukkan þrjú í nótt. 30. desember 2018 11:54 Öflugur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu Fannst greinilega víða um borg. 30. desember 2018 03:02 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Íbúum í Hveragerði var mjög brugðið þegar jarðskjálftinn reið yfir í nótt þó þeir séu vanir ýmsu þegar jarðskjálftar eru annars vegar. Bæjarstjórinn útilokar ekki að um manngerðan skjálfta hafi verið að ræða vegna niðurdælingar á vatni á Hellisheiði. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti nokkra íbúa í Hveragerði í dag. Lífið gekk sinn vanagang í Hveragerði í dag eins og aðra daga þrátt fyrir jarðskjálftann í nótt sem vakti margra Sunnlendinga af værum blundi, og aðra íbúa í næsta nágrenni. Það voru þó ekki allir farnir að sofa í Hveragerði rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. „Ég var vakandi, Hvergerðingar voru margir hverjir að koma heim af hinu árlega Sölvaballi. Þetta var auðvitað eins og mjög þungur bíll keyrði á húsið,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. „Eins og allaf gerist þegar maður upplifir jarðskjálfta þá dettur manni helst til hugar „Hvað verður hann stór? Er hann nálægt okkur eða fjarri okkur? Er hann stærstur hér eða stærri annars staðar?““ Aldís útilokar ekki að skjálftinn hafi verið manngerður vegna niðurdælingar á jarðhitavatni um borholur á Hellisheiði. Við erum vön bæði þessu sem við köllum náttúrulegum skjálftum, allt frá hverakeppum upp í þessa stóru. En svo erum við líka vön þessum manngerðu skjálftum, við vitum náttúrulegar ekki enn þá af hvorri tegundinni þetta er þó að mér sýnist Veðurstofan gera ráð fyrir að þetta sé af eðlilegum orsökum. Hvergerðingum og nærsveitamönnum var eðlilega mjög brugðið við skjálftann í nótt. „Mér fannst þetta vera lengi. Mér fannst rúmið hristast og húsið með. Enda var ég búin að heyra aðeins í hundunum mínum. Ég er með tvo hunda og þeir voru búnir að vera eitthvað órólegir,“ segir Anna Guðrún Halldórsdóttir, íbúi í Hveragerði.Var þetta óþægileg tilfinning?„Já maður veit aldrei hversu mikið þetta verður.“ „Maður hefur nú fundið þá marga miklu stærri, en hann hristist svolítið,“ segir Tómas Hassing, íbúi í Hveragerði.Hvernig lýsti hann sér?„Þetta var bara ekkert högg, hann bara hristist.“ „Ég vaknaði bara upp við þetta og það lék allt á reiðiskjálfi. Ég hugsaði bara til dætra minna sem voru sofandi inni í herbergjunum sínum og fór svo bara strax að fjarlægja allt úr gluggakistum ef það skyldi koma annar,“ segir Helga Dögg Snorradóttir, Hvergerðingur.Var þetta óþægileg tilfinning? „Já, maður veit aldrei hvenær þetta endar og hvað þetta verður mikið. Það er svona óvissan.“
Eldgos og jarðhræringar Hveragerði Tengdar fréttir Um þrjátíu eftirskjálftar og hátt í fjögur hundruð tilkynningar Hátt í fjögur hundruð tilkynningar frá nánast öllu suðvesturhorni landsins hafa borist Veðurstofu Íslands vegna snarps jarðskjálfta sem varð á Hellisheiði laust fyrir klukkan þrjú í nótt. 30. desember 2018 11:54 Öflugur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu Fannst greinilega víða um borg. 30. desember 2018 03:02 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Um þrjátíu eftirskjálftar og hátt í fjögur hundruð tilkynningar Hátt í fjögur hundruð tilkynningar frá nánast öllu suðvesturhorni landsins hafa borist Veðurstofu Íslands vegna snarps jarðskjálfta sem varð á Hellisheiði laust fyrir klukkan þrjú í nótt. 30. desember 2018 11:54