The Rock gaf mömmu sinni hús í jólagjöf Sylvía Hall skrifar 31. desember 2018 09:08 The Rock og móðir hans á góðri stundu. Getty/Michael Tran Leikarinn Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock, kom móður sinni allrækilega á óvart um jólin. Í jólagjöf móður hans leyndist „gullmiði“ sem var nokkurskonar ávísun á nýtt hús. Ata Johnson, móðir leikarans, brast í grát þegar hún las á miðann. Í myndbandi sem leikarinn birti á Instagram-síðu sinni skrifar hann að það hafi verið afar góð tilfinning að gefa móður sinni þessa veglegu gjöf. „Alla mína barnæsku bjuggum við í litlum íbúðum víð og dreif um landið. Við lifðum eins og flökkufólk, vorum sífellt á flakki og fluttumst á milli ríkja. Fyrsta heimilið sem foreldrar mínir bjuggu á var það sem ég keypti fyrir þau árið 1999,“ skrifar leikarinn. View this post on InstagramA post shared by therock (@therock) on Dec 29, 2018 at 1:59pm PST Hann segir hlutina hafa flækst fimm árum seinna þegar foreldrar hans skildu en hann hafi alltaf gert það sem í hans valdi stóð til þess að létta undir með þeim og séð til þess að þau hefðu húsaskjól og bíla. „Þetta hús er þó mjög sérstakt og tímasetningin líka,“ bætir leikarinn við og segir „gullna miðann“ gera móður sinni kleift að velja sér hvaða hús sem er, hvar á landinu sem er. Hann segir að lokum að þeir sem eigi góða móður fái betra tækifæri í lífinu til þess að vera góð manneskja. Hann hafi verið svo heppinn að geta gert hluti sem þessa að veruleika fyrir móður sína. Jól Tengdar fréttir The Rock kom áhættuleikara sínum á óvart og gaf honum bíl Leikarinn Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock, kom áhættuleikaranum sínum heldur betur á óvart á mánudaginn þegar hann gaf honum glænýjan bíl. 1. ágúst 2018 13:45 Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn Sjá meira
Leikarinn Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock, kom móður sinni allrækilega á óvart um jólin. Í jólagjöf móður hans leyndist „gullmiði“ sem var nokkurskonar ávísun á nýtt hús. Ata Johnson, móðir leikarans, brast í grát þegar hún las á miðann. Í myndbandi sem leikarinn birti á Instagram-síðu sinni skrifar hann að það hafi verið afar góð tilfinning að gefa móður sinni þessa veglegu gjöf. „Alla mína barnæsku bjuggum við í litlum íbúðum víð og dreif um landið. Við lifðum eins og flökkufólk, vorum sífellt á flakki og fluttumst á milli ríkja. Fyrsta heimilið sem foreldrar mínir bjuggu á var það sem ég keypti fyrir þau árið 1999,“ skrifar leikarinn. View this post on InstagramA post shared by therock (@therock) on Dec 29, 2018 at 1:59pm PST Hann segir hlutina hafa flækst fimm árum seinna þegar foreldrar hans skildu en hann hafi alltaf gert það sem í hans valdi stóð til þess að létta undir með þeim og séð til þess að þau hefðu húsaskjól og bíla. „Þetta hús er þó mjög sérstakt og tímasetningin líka,“ bætir leikarinn við og segir „gullna miðann“ gera móður sinni kleift að velja sér hvaða hús sem er, hvar á landinu sem er. Hann segir að lokum að þeir sem eigi góða móður fái betra tækifæri í lífinu til þess að vera góð manneskja. Hann hafi verið svo heppinn að geta gert hluti sem þessa að veruleika fyrir móður sína.
Jól Tengdar fréttir The Rock kom áhættuleikara sínum á óvart og gaf honum bíl Leikarinn Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock, kom áhættuleikaranum sínum heldur betur á óvart á mánudaginn þegar hann gaf honum glænýjan bíl. 1. ágúst 2018 13:45 Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn Sjá meira
The Rock kom áhættuleikara sínum á óvart og gaf honum bíl Leikarinn Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock, kom áhættuleikaranum sínum heldur betur á óvart á mánudaginn þegar hann gaf honum glænýjan bíl. 1. ágúst 2018 13:45
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið