Vildi sýna list langafa Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. desember 2018 09:00 Sigríður Svana Pétursdóttir gerir myndum langafa síns Guðmundar Viborg hátt undir höfði á heimili sínu. Fréttablaðið/Ernir „Mig langaði svo að vita meira um manninn sem málaði myndirnar sem fundust á háaloftinu heima. Þetta byrjaði þannig,“ segir Sigríður Svana Pétursdóttir, sagnfræðingur og höfundur bókarinnar Myndir á háalofti. Þar lýsir hún viðburðaríkri ævi langafa síns, Vestfirðingsins Guðmundar Viborg Jónatanssonar gullsmiðs sem síðustu ár sín bjó í kjallara hússins Hólavelli við Suðurgötu í Reykjavík, í skjóli dóttur sinnar og tengdasonar. Þegar Sigríður Svana var um fermingu flutti hún að Hólavelli sjálf og í formála bókarinnar lýsir hún því sem ævintýri, því háaloftið hafi geymt svo margt forvitnilegt, meðal annars bunka af olíumálverkum eftir langafa hennar. Hún kveðst hafa vitað um muni sem hann hafði skorið út og smíðað úr gulli og silfri en málverkin hafi verið ný fyrir henni og stungið nokkuð í stúf við annað.Mynd úr bókinni af Guðmundi Viborg. Hana tók Ingimundur fiðla einhvern tíma á árunum 1910-1920. Mynd/SkógasafnÞess má geta að bókin geymir fjölda mynda bæði af smíðisgripum Guðmundar og málverkum. „Ég vildi sýna hversu mikill listamaður hann var,“ segir Sigríður Svana. „Hann lét ekkert hindra sig í listsköpuninni þó hann væri ómenntaður í henni fyrir utan nokkra mánuði sem hann var hjá Sumarliða Sumarliðasyni í Æðey að læra tökin á gullsmíðinni. Sú kunnátta entist honum út ævina.“ Þó Sigríður Svana hafi fundið kassa með skrifum langafa síns segir hún hafa verið ótrúlega snúið að afla heimilda um manninn sjálfan sem var þó uppi til 1936. „Það voru ekki margir til frásagnar um langafa, svo ég þurfti að grafa nánast allt upp. Bókin varð því til eftir mikið grúsk og yfirlegu á Þjóðskjala- og Landsbókasafni, þar sem ég fann mörg bréf sem nýttust mér.“Sigríður Svana segir bæði Guðmund sjálfan og Helgu Bjarnadóttur, konu hans, hafa skrifað Torfa Bjarnasyni í Ólafsdal en bréfasafn hans geymi um ellefu þúsund bréf og sé eitt það stærsta á landinu. „Það er í raun ótrúlegt hversu margir skrifuðu Torfa, hvaðanæva, um sín mál, hvort sem þau snerust um að koma rollum milli bæja eða leysa hjónabandsvanda. Torfi var hálfbróðir Helgu og vinur hjónanna beggja, þau leituðu til hans því eitthvað skorti upp á hamingjuna,“ lýsir Sigríður Svana og segir þau hjónin hafa skilið. „Gufuskipinu sem langafi var vélstjóri á var lagt, stórgrósserinn sagði bara: „Þetta skip siglir ekki meira.“ Þar með var langafi orðinn atvinnulaus en fékk vinnu hjá baróninum á Hvítárvöllum og fór þangað. Helga átti að koma á eftir með börnin en af því varð ekki.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
„Mig langaði svo að vita meira um manninn sem málaði myndirnar sem fundust á háaloftinu heima. Þetta byrjaði þannig,“ segir Sigríður Svana Pétursdóttir, sagnfræðingur og höfundur bókarinnar Myndir á háalofti. Þar lýsir hún viðburðaríkri ævi langafa síns, Vestfirðingsins Guðmundar Viborg Jónatanssonar gullsmiðs sem síðustu ár sín bjó í kjallara hússins Hólavelli við Suðurgötu í Reykjavík, í skjóli dóttur sinnar og tengdasonar. Þegar Sigríður Svana var um fermingu flutti hún að Hólavelli sjálf og í formála bókarinnar lýsir hún því sem ævintýri, því háaloftið hafi geymt svo margt forvitnilegt, meðal annars bunka af olíumálverkum eftir langafa hennar. Hún kveðst hafa vitað um muni sem hann hafði skorið út og smíðað úr gulli og silfri en málverkin hafi verið ný fyrir henni og stungið nokkuð í stúf við annað.Mynd úr bókinni af Guðmundi Viborg. Hana tók Ingimundur fiðla einhvern tíma á árunum 1910-1920. Mynd/SkógasafnÞess má geta að bókin geymir fjölda mynda bæði af smíðisgripum Guðmundar og málverkum. „Ég vildi sýna hversu mikill listamaður hann var,“ segir Sigríður Svana. „Hann lét ekkert hindra sig í listsköpuninni þó hann væri ómenntaður í henni fyrir utan nokkra mánuði sem hann var hjá Sumarliða Sumarliðasyni í Æðey að læra tökin á gullsmíðinni. Sú kunnátta entist honum út ævina.“ Þó Sigríður Svana hafi fundið kassa með skrifum langafa síns segir hún hafa verið ótrúlega snúið að afla heimilda um manninn sjálfan sem var þó uppi til 1936. „Það voru ekki margir til frásagnar um langafa, svo ég þurfti að grafa nánast allt upp. Bókin varð því til eftir mikið grúsk og yfirlegu á Þjóðskjala- og Landsbókasafni, þar sem ég fann mörg bréf sem nýttust mér.“Sigríður Svana segir bæði Guðmund sjálfan og Helgu Bjarnadóttur, konu hans, hafa skrifað Torfa Bjarnasyni í Ólafsdal en bréfasafn hans geymi um ellefu þúsund bréf og sé eitt það stærsta á landinu. „Það er í raun ótrúlegt hversu margir skrifuðu Torfa, hvaðanæva, um sín mál, hvort sem þau snerust um að koma rollum milli bæja eða leysa hjónabandsvanda. Torfi var hálfbróðir Helgu og vinur hjónanna beggja, þau leituðu til hans því eitthvað skorti upp á hamingjuna,“ lýsir Sigríður Svana og segir þau hjónin hafa skilið. „Gufuskipinu sem langafi var vélstjóri á var lagt, stórgrósserinn sagði bara: „Þetta skip siglir ekki meira.“ Þar með var langafi orðinn atvinnulaus en fékk vinnu hjá baróninum á Hvítárvöllum og fór þangað. Helga átti að koma á eftir með börnin en af því varð ekki.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira