Rigning og rok á jólum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. desember 2018 07:30 Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur. Fréttablaðið/GVA „Eins og spárnar líta út núna verður örugglega betra veður á Tenerífe og Flórída en hér,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, aðspurð um jólaveðrið í ár. Birta lætur þess þó getið að hún hafi ekki kynnt sér spár syðra yfir hátíðirnar en þúsundir Íslendinga verja jólum í sól og blíðu á Tenerife, í Flórída og á Kanaríeyjum. „Suðlægar áttir, rigning um vestanvert landið og hiti á bilinu tvö til sjö stig. Þau gögn sem við erum með núna benda til þess að þetta verði jólaveðrið, en hversu mikla rigningu og mikinn vind við fáum er hins vegar óráðið á þessari stundu,“ segir Birta en tekur fram að spárnar séu frekar óstöðugar en bendi þó allar í áttina að suðlægum áttum og rigningu. Sjálf er Birta ekki með skreytingar úti við og hefur ekki áhyggjur af inniseríunum sínum að svo stöddu. „Það er of snemmt að spá um það núna hversu mikil rigningin verður og hversu hvasst en ef verstu spárnar rætast þá gæti ýmislegt farið að fjúka,“ segir Birta en telur þó alls ekki raunhæft að vara við slíku á þessari stundu vegna þess hve óstöðugar spárnar eru. „Ég myndi ekki fara að naglfesta seríurnar mínar innanhúss fyrr en í fyrsta lagi á Þorláksmessu.“ Sé litið á björtu hliðarnar segir Birta að veðrið um helgina verði nokkuð fallegt gangi spár eftir og hiti um frostmark um mestallt land. Landsmenn ættu því ekki að þurfa að þola rok og rigningu á hápunkti jólastressins. Ekki fari að þykkna upp fyrr en á aðfangadag og búast megi við þungbúnu veðri bæði á aðfangadag og jóladag með rigningu sérstaklega um vestanvert landið. Helst sé von til þess að það haldist þurrt um austanvert landið en enginn jólasnjór er í kortunum sama í hvaða landshorn er litið. Birta hefur ekki kannað hversu langt menn þurfi að ferðast til þess að komast í besta jólaveðrið. „Það fer náttúrulega eftir því hvort þú vilt hita og blíðu eða kulda og jólasnjó. Ef þú vilt fá snjó og hægan vind, ég veit ekki, kannski Síbería? Það er oft hæðasvæði þar yfir á veturna og mjög kalt.“ Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira
„Eins og spárnar líta út núna verður örugglega betra veður á Tenerífe og Flórída en hér,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, aðspurð um jólaveðrið í ár. Birta lætur þess þó getið að hún hafi ekki kynnt sér spár syðra yfir hátíðirnar en þúsundir Íslendinga verja jólum í sól og blíðu á Tenerife, í Flórída og á Kanaríeyjum. „Suðlægar áttir, rigning um vestanvert landið og hiti á bilinu tvö til sjö stig. Þau gögn sem við erum með núna benda til þess að þetta verði jólaveðrið, en hversu mikla rigningu og mikinn vind við fáum er hins vegar óráðið á þessari stundu,“ segir Birta en tekur fram að spárnar séu frekar óstöðugar en bendi þó allar í áttina að suðlægum áttum og rigningu. Sjálf er Birta ekki með skreytingar úti við og hefur ekki áhyggjur af inniseríunum sínum að svo stöddu. „Það er of snemmt að spá um það núna hversu mikil rigningin verður og hversu hvasst en ef verstu spárnar rætast þá gæti ýmislegt farið að fjúka,“ segir Birta en telur þó alls ekki raunhæft að vara við slíku á þessari stundu vegna þess hve óstöðugar spárnar eru. „Ég myndi ekki fara að naglfesta seríurnar mínar innanhúss fyrr en í fyrsta lagi á Þorláksmessu.“ Sé litið á björtu hliðarnar segir Birta að veðrið um helgina verði nokkuð fallegt gangi spár eftir og hiti um frostmark um mestallt land. Landsmenn ættu því ekki að þurfa að þola rok og rigningu á hápunkti jólastressins. Ekki fari að þykkna upp fyrr en á aðfangadag og búast megi við þungbúnu veðri bæði á aðfangadag og jóladag með rigningu sérstaklega um vestanvert landið. Helst sé von til þess að það haldist þurrt um austanvert landið en enginn jólasnjór er í kortunum sama í hvaða landshorn er litið. Birta hefur ekki kannað hversu langt menn þurfi að ferðast til þess að komast í besta jólaveðrið. „Það fer náttúrulega eftir því hvort þú vilt hita og blíðu eða kulda og jólasnjó. Ef þú vilt fá snjó og hægan vind, ég veit ekki, kannski Síbería? Það er oft hæðasvæði þar yfir á veturna og mjög kalt.“
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira