Handbolti

Arnar Freyr frá Kristianstad til GOG

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arnar Freyr Arnarsson í landsleik.
Arnar Freyr Arnarsson í landsleik. vísir/getty
Arnar Freyr Arnarsson, landsliðsmaður í handbolta, yfirgefur sænska meistaraliðið Kristianstad eftir tímabilið og gengur í raðir danska úrvalsdeildarliðsins GOG. Frá þessu er greint á Fynes.dk en hann gerir tveggja ára samning við GOG.

Arnar, sem er 22 ára gamall, fór frá Fram til Kristianstad árið 2016 og hefur unnið sænsku deildina tvisvar í röð ásamt Ólafi Guðmundssyni og Gunnari Steini Jónssyni sem einnig spiluðu með honum þar. Ólafur er enn á mála hjá Kristianstad.

Þessi öflugi línumaður hefur farið á síðustu tvö stórmót með íslenska landsliðinu en hann fór á kostum í síðustu tveimur leikjum Íslands í undankeppni EM 2020 á móti Grikklandi og Tyrklandi.

Arnar hittir fyrir annan Íslending hjá GOG en þar spilar hornamaðurinn magnaði Óðinn Þór Ríkharðsson. Óðinn gekk í raðir danska liðsins frá FH í sumar eftir frábær ár í Hafnarfirðinum.

„Við náðum að landa Arnari í baráttu við þýsk lið. Við erum mjög ánægðir með að hann valdi GOG. Við getum boðið honum að spila með topp félagi í Danmörku og það er meira spennandi fyrir suma heldur að spila með miðlungs liði í Þýskalandi,“ segir Kasper Jörgensen, yfirmaður handboltamál hjá GOG.

GOG, sem er staðsett á Fjóni, er eitt besta liðið í Danmörku en það er í mikilli baráttu um deildarmeistaratitilinn í dönsku deildinni við Álaborg. Þessi tvö lið hafa nokkuð örugga forystu á næstu lið.

Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson spiluðu með GOG á sínum tíma og þá þjálfari Guðmundur Guðmundsson danska liðið frá 2009-2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×