Costco-gaurnum þykir jólagjöf Costco heldur nánasarleg Jakob Bjarnar skrifar 20. desember 2018 13:43 Costco-gaurnum brá í brún þegar hann sá hvað starfsmenn þar fá í jólagjöf frá fyrirtækinu. Sigurður Sólmundarson múrari, sem betur er þekktur sem Costco-gaurinn, er ekki ánægður með Costco, aldrei þessu vant. Hann telur jólagjöf fyrirtækisins til starfsmanna sinna heldur nánasarlega. „Costco-gaurinn segir: Skamm bara Costco og íhugar að breyta nafninu í Landsbanka- eða Bláa lóns-gaurinn,“ tilkynnir hann á Facebook-síðu sinni.3.500 króna inneign sem rennur út um áramót Vísir fjallaði um óhapp Sigurðar á dögunum, en hann lenti í árekstri og er margbrotinn, marinn og bólginn. Sigurður varð þekktur sem Costco-gaurinn í stærsta Facebook-hópi Íslands og þó víðar væri leitað – Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð. – en þar birti hann myndbandsupptökur og var jafnan býsna ánægður með verslunina og varninginn þar sem féll í góðan jarðveg í hópnum, svo mjög að nafngiftin Costco-gaurinn festist við Sigurð. En, Sigurði brá í brún í gær þar sem hann lá á sínu sjúkrabeði og var að skoða umfjöllun um jólagjafir fyrirtækja til starfsmanna sinna. Þá komst hann að því, sér til mikillar hrellingar, að þetta eftirlætis fyrirtæki hans sker heldur við nögl í þeim efnum. Costco gefur starfsmönnum sínum 3.500 króna inneign í Costco en hún rennur út 31. janúar 2019. Þetta er sama upphæð og fyrirtækið gaf starfsmönnum sínum í jólagjöf í fyrra. Trukkaverk-gaurinn Sigurður er heldur svekktur með sína menn þá sem stjórna jólagjöfunum þar á bæ. Og lítur til þess í samanburði að starfsmenn Landsbankans fá gjafabréf í Líf og List sem nemur 50 þúsund krónum auk þess sem starfsmannafélagið leggur 10 þúsund króna gjafabréf í púkkið. Og starfsmenn Bláa lónsins fá svo 50 þúsund króna gjafabréf frá bankanum. Þetta þykir Sigurði almennilegt. En, reyndar dregur til tíðinda á Facebook-vegg Costco-gaursins því þar tilkynnir Árni Sólon Steinarsson að allir starfsmenn Trukkaverk ehf. fengu „BÁÐIR bluetooth peltor að andvirði 80.000kr samkvæmt orðinu á götunni en fæst fyrir minna í KEMI.“ Þetta þykir Sigurði með miklum ágætum, vendir kvæði sínu í kross og tilkynnir að hann ætli nú að kalla sig Trukkaverk-gaurinn. Costco Jól Tengdar fréttir Costco-gaurinn brotinn á báðum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður Jólaundirbúningurinn í klessu hjá Sigurði Sólmundarsyni eftir árekstur. 13. desember 2018 16:53 Jólaösin lagði kassana í Costco Töluverð örtröð og óróleiki skapaðist í stórversluninni Costco í Kauptúni í gær þegar kassakerfi verslunarinnar hrundi í hálfa aðra klukkustund. 17. desember 2018 06:15 Hjúkrunarfræðingahnappur vekur athygli Costco-gaursins Mynd við hnappinn svipar til umdeildrar myndar í barnabók Birgittu. 19. desember 2018 10:18 Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Fleiri fréttir Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sjá meira
Sigurður Sólmundarson múrari, sem betur er þekktur sem Costco-gaurinn, er ekki ánægður með Costco, aldrei þessu vant. Hann telur jólagjöf fyrirtækisins til starfsmanna sinna heldur nánasarlega. „Costco-gaurinn segir: Skamm bara Costco og íhugar að breyta nafninu í Landsbanka- eða Bláa lóns-gaurinn,“ tilkynnir hann á Facebook-síðu sinni.3.500 króna inneign sem rennur út um áramót Vísir fjallaði um óhapp Sigurðar á dögunum, en hann lenti í árekstri og er margbrotinn, marinn og bólginn. Sigurður varð þekktur sem Costco-gaurinn í stærsta Facebook-hópi Íslands og þó víðar væri leitað – Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð. – en þar birti hann myndbandsupptökur og var jafnan býsna ánægður með verslunina og varninginn þar sem féll í góðan jarðveg í hópnum, svo mjög að nafngiftin Costco-gaurinn festist við Sigurð. En, Sigurði brá í brún í gær þar sem hann lá á sínu sjúkrabeði og var að skoða umfjöllun um jólagjafir fyrirtækja til starfsmanna sinna. Þá komst hann að því, sér til mikillar hrellingar, að þetta eftirlætis fyrirtæki hans sker heldur við nögl í þeim efnum. Costco gefur starfsmönnum sínum 3.500 króna inneign í Costco en hún rennur út 31. janúar 2019. Þetta er sama upphæð og fyrirtækið gaf starfsmönnum sínum í jólagjöf í fyrra. Trukkaverk-gaurinn Sigurður er heldur svekktur með sína menn þá sem stjórna jólagjöfunum þar á bæ. Og lítur til þess í samanburði að starfsmenn Landsbankans fá gjafabréf í Líf og List sem nemur 50 þúsund krónum auk þess sem starfsmannafélagið leggur 10 þúsund króna gjafabréf í púkkið. Og starfsmenn Bláa lónsins fá svo 50 þúsund króna gjafabréf frá bankanum. Þetta þykir Sigurði almennilegt. En, reyndar dregur til tíðinda á Facebook-vegg Costco-gaursins því þar tilkynnir Árni Sólon Steinarsson að allir starfsmenn Trukkaverk ehf. fengu „BÁÐIR bluetooth peltor að andvirði 80.000kr samkvæmt orðinu á götunni en fæst fyrir minna í KEMI.“ Þetta þykir Sigurði með miklum ágætum, vendir kvæði sínu í kross og tilkynnir að hann ætli nú að kalla sig Trukkaverk-gaurinn.
Costco Jól Tengdar fréttir Costco-gaurinn brotinn á báðum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður Jólaundirbúningurinn í klessu hjá Sigurði Sólmundarsyni eftir árekstur. 13. desember 2018 16:53 Jólaösin lagði kassana í Costco Töluverð örtröð og óróleiki skapaðist í stórversluninni Costco í Kauptúni í gær þegar kassakerfi verslunarinnar hrundi í hálfa aðra klukkustund. 17. desember 2018 06:15 Hjúkrunarfræðingahnappur vekur athygli Costco-gaursins Mynd við hnappinn svipar til umdeildrar myndar í barnabók Birgittu. 19. desember 2018 10:18 Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Fleiri fréttir Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sjá meira
Costco-gaurinn brotinn á báðum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður Jólaundirbúningurinn í klessu hjá Sigurði Sólmundarsyni eftir árekstur. 13. desember 2018 16:53
Jólaösin lagði kassana í Costco Töluverð örtröð og óróleiki skapaðist í stórversluninni Costco í Kauptúni í gær þegar kassakerfi verslunarinnar hrundi í hálfa aðra klukkustund. 17. desember 2018 06:15
Hjúkrunarfræðingahnappur vekur athygli Costco-gaursins Mynd við hnappinn svipar til umdeildrar myndar í barnabók Birgittu. 19. desember 2018 10:18
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist