Innlent

Eldur á Akureyri

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Slökkvilið Akureyrar var sent að hinu brennandi húsi við Hólabraut.
Slökkvilið Akureyrar var sent að hinu brennandi húsi við Hólabraut. Vísir/TPT
Eldur kom upp í fjölbýlishúsi á Akureyri á fimmta tímanum í dag.

Slökkvilið Akureyrar var sent á vettvang og er nú unnið að því að ráða niðurlögum eldsins.

Erfitt hefur reynst að fá frekari upplýsingar um eldinn en í samtali við Vísi sagði lögreglumaður á Akureyri að ekki sé talið að nokkur hafi verið inni í húsinu þegar eldurinn kom upp.

Uppfært klukkan 17:09.

Slökkviliðið var á bak og burt þegar blaðamaður Vísis á Akureyri átti leið hjá um klukkan fimm. Við það tilefni var myndin að ofan tekin. Svo virðist sem um minniháttarútkall hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×