Þarf sjúkan huga til að standa í að stela legsteinum Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2018 15:30 Steinninn er óþjáll, 180 kíló að þyngd en fagmannlega var að því staðið að nema hann á brott. „Það eru allir gapandi hissa. Fólk er slegið, fólk er hissa,“ segir Einar Atli Júlíusson sölumaður. Fjölskylda hans uppgötvaði í upphafi vikunnar að búið var að fjarlægja stein sem er yfir leiði bróður hans, Lárusar Viðars Sveinbjörnssonar sem hvílir í Garðakirkjugarði úti á Álftanesi. Systir Einars Atla og Lárusar Viðars, Kristín Alda Júlíusdóttir, hefur auglýst eftir steininum á Facebook og á annað þúsund manns hafa deilt færslu hennar. Mbl greindi fyrst frá þessu sérstæða máli. Einar Atli, sem staddur er úti á landi en er á heimleið, segir að systir hans hafi nú lagt fram formlega kæru til lögreglunnar og það sé því til rannsóknar. Honum er vitaskuld brugðið. Hann segir að systir hans og faðir þeirra hafi uppgötvað þetta þá er þau voru við jarðarför og farið þá að vitja leiðis Lárusar Viðars, sem var öryrki í lifanda lífi. Þá uppgötvuðu þau að steinninn var horfinn og systir Einars Atla hafði samband við hann og spurði hvar steinninn væri. Hann kom af fjöllum. Þau hafa nú kannað alla möguleika, leitað eðlilegra skýringa en engar fundið, hvorki hjá kirkjugarðsverði né Granítsteinum þar sem steinninn var keyptur. En, Einar Atli segir að þeir þar hafi verið mjög hjálplegir.Tilfinningalegt og fjárhagslegt tjón Málið er hið dularfyllsta því um er að ræða 180 kílóa stein. Einar Atli segir að það hafi þurft sérstakan útbúnað og fleiri menn en einn hafi þurft til. Steinninn, sem kostar vel á 3. hundrað þúsund, er óþjáll, þyngstur neðst og erfitt að ná taki á honum. Ákaflega fagmannlega var að verki staðið því ekkert kraðak eða spark er að sjá í kringum leiðið, það hafi því þurft sérstakan búnað til verksins.Einar Atli segir þetta málið hafa valdið sér og fjölskyldu sinni tilfinningalegu og fjárhagslegu tjóni. Og hann furðar sig á því hvað geti búið þar að baki. Þau finna engar skýringar. Steinninn var settur niður maí 2017, rétt fyrir afmæli Lárusar Viðars sem var jarðsettur 10. október 2016 en hann andaðist 1. október. Hann hvílir við hlið á móður þeirra systkina sem telja þetta vanvirðing við hennar minningu einnig. Sjúk illska sem býr að baki „Þetta er fallegur kirkjugarður. Ég hélt að bróðir minn væri kominn á friðsælasta stað sem hægt var að hugsa sér. en, það var nú ekki. Þetta er afskaplega illa gert, sjúkt í raun og við höfum enga hugmynd um hvað hefur vakað fyrir viðkomandi. Sjúk illska eða geðveiki sem býr að baki. Ég vildi ekki hafa slíkt á samviskunni.Og hver vill eiginlega nota stolinn stein á leiði? spyr Einar Atli sem getur vart ímyndað sér hvaða not eru fyrir steininn. Hann segist ekki vera steinsmiður en það kosti sitt og svari varla kostnaði að slípa hann niður til að setja nýja áletrun á steininn. Garðabær Lögreglumál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Það eru allir gapandi hissa. Fólk er slegið, fólk er hissa,“ segir Einar Atli Júlíusson sölumaður. Fjölskylda hans uppgötvaði í upphafi vikunnar að búið var að fjarlægja stein sem er yfir leiði bróður hans, Lárusar Viðars Sveinbjörnssonar sem hvílir í Garðakirkjugarði úti á Álftanesi. Systir Einars Atla og Lárusar Viðars, Kristín Alda Júlíusdóttir, hefur auglýst eftir steininum á Facebook og á annað þúsund manns hafa deilt færslu hennar. Mbl greindi fyrst frá þessu sérstæða máli. Einar Atli, sem staddur er úti á landi en er á heimleið, segir að systir hans hafi nú lagt fram formlega kæru til lögreglunnar og það sé því til rannsóknar. Honum er vitaskuld brugðið. Hann segir að systir hans og faðir þeirra hafi uppgötvað þetta þá er þau voru við jarðarför og farið þá að vitja leiðis Lárusar Viðars, sem var öryrki í lifanda lífi. Þá uppgötvuðu þau að steinninn var horfinn og systir Einars Atla hafði samband við hann og spurði hvar steinninn væri. Hann kom af fjöllum. Þau hafa nú kannað alla möguleika, leitað eðlilegra skýringa en engar fundið, hvorki hjá kirkjugarðsverði né Granítsteinum þar sem steinninn var keyptur. En, Einar Atli segir að þeir þar hafi verið mjög hjálplegir.Tilfinningalegt og fjárhagslegt tjón Málið er hið dularfyllsta því um er að ræða 180 kílóa stein. Einar Atli segir að það hafi þurft sérstakan útbúnað og fleiri menn en einn hafi þurft til. Steinninn, sem kostar vel á 3. hundrað þúsund, er óþjáll, þyngstur neðst og erfitt að ná taki á honum. Ákaflega fagmannlega var að verki staðið því ekkert kraðak eða spark er að sjá í kringum leiðið, það hafi því þurft sérstakan búnað til verksins.Einar Atli segir þetta málið hafa valdið sér og fjölskyldu sinni tilfinningalegu og fjárhagslegu tjóni. Og hann furðar sig á því hvað geti búið þar að baki. Þau finna engar skýringar. Steinninn var settur niður maí 2017, rétt fyrir afmæli Lárusar Viðars sem var jarðsettur 10. október 2016 en hann andaðist 1. október. Hann hvílir við hlið á móður þeirra systkina sem telja þetta vanvirðing við hennar minningu einnig. Sjúk illska sem býr að baki „Þetta er fallegur kirkjugarður. Ég hélt að bróðir minn væri kominn á friðsælasta stað sem hægt var að hugsa sér. en, það var nú ekki. Þetta er afskaplega illa gert, sjúkt í raun og við höfum enga hugmynd um hvað hefur vakað fyrir viðkomandi. Sjúk illska eða geðveiki sem býr að baki. Ég vildi ekki hafa slíkt á samviskunni.Og hver vill eiginlega nota stolinn stein á leiði? spyr Einar Atli sem getur vart ímyndað sér hvaða not eru fyrir steininn. Hann segist ekki vera steinsmiður en það kosti sitt og svari varla kostnaði að slípa hann niður til að setja nýja áletrun á steininn.
Garðabær Lögreglumál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira