Afkoma sauðfjárbænda dróst saman um rúman helming vegna falls á afurðaverði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. desember 2018 19:30 Afurðaverð fyrir lambakjöt var 387 krónur á kílógrammið árið 2017 samanborið við 543 krónur árið áður. Fréttablaðið/Stefán Afkoma sauðfjárbænda dróst saman um rúman helming á milli áranna 2016 og 2017. Framkvæmdastjóri Samtaka sauðfjárbænda segir skýringuna fall á afurðarverði vegna erfiðleika á erlendum mörkuðum. Hann telur líklegt að samningur um starfsskilyrði bænda verði undirritaður á næstunni. Hagstofan birti í vikunni afkomutölur í landbúnaðargreinum á árunum 2016 og 2017. Þar kemur fram að hagur sauðfjárbænda versnaði verulega á þessum tíma. Starfandi bændum fækkaði lítillega en tekjur þeirra drógust saman um tíu prósent og afkoma fyrir skatta dróst saman um 56%. „Þetta skýrist af verðfalli sem varð hér í afurðaverði til bænda milli áranna 2016 og 17. Þá féll afurðaverð um 30 til 40 prósent og hafði þá fallið um tíu prósent milli ára árið áður,“ segir Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Samtaka sauðfjárbænda. Afurðaverð fyrir lambakjöt var 387 krónur á kílógrammið árið 2017 samanborið við 543 krónur árið áður. Unnsteinn vísar í óhagstæða gengisþróun á þessum tíma og markaði sem lokuðust. Tímabilið hafi reynst mörgum bændum erfitt. „Launagreiðslugeta þessa búa er náttúrulega verulega skert og því mæta bændur með ýmsum hætti. Margir hafa tök á því að sækja sér aðra vinnu, eru í öðrum búrekstri samhliða eða einfaldlega vinna utan bús og það er það sem menn hafa gert. Hafa sett svolítið undir sig hausinn og þreyjað þorrann með þeim hætti. Viðræður ríkis og bænda um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar hófust í ágúst og Unnsteinn telur líklegt að samningur verði undirritaður á næstunni, en þar á að taka á ýmsum vandamálum. Þá séu fleiri batamerki á lofti, framleiðsla sé að dragast saman, sem búi til spennu á innlenda markaðnum, og horfurnar séu einnig að vænkast erlendis. „Bæði í verðum í erlendri mynt og síðan ekki síður breyting á genginu sem mun gefa okkur væntingar um að við sjáum betri afurðaverð næsta haust vonandi.“ Landbúnaður Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Afkoma sauðfjárbænda dróst saman um rúman helming á milli áranna 2016 og 2017. Framkvæmdastjóri Samtaka sauðfjárbænda segir skýringuna fall á afurðarverði vegna erfiðleika á erlendum mörkuðum. Hann telur líklegt að samningur um starfsskilyrði bænda verði undirritaður á næstunni. Hagstofan birti í vikunni afkomutölur í landbúnaðargreinum á árunum 2016 og 2017. Þar kemur fram að hagur sauðfjárbænda versnaði verulega á þessum tíma. Starfandi bændum fækkaði lítillega en tekjur þeirra drógust saman um tíu prósent og afkoma fyrir skatta dróst saman um 56%. „Þetta skýrist af verðfalli sem varð hér í afurðaverði til bænda milli áranna 2016 og 17. Þá féll afurðaverð um 30 til 40 prósent og hafði þá fallið um tíu prósent milli ára árið áður,“ segir Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Samtaka sauðfjárbænda. Afurðaverð fyrir lambakjöt var 387 krónur á kílógrammið árið 2017 samanborið við 543 krónur árið áður. Unnsteinn vísar í óhagstæða gengisþróun á þessum tíma og markaði sem lokuðust. Tímabilið hafi reynst mörgum bændum erfitt. „Launagreiðslugeta þessa búa er náttúrulega verulega skert og því mæta bændur með ýmsum hætti. Margir hafa tök á því að sækja sér aðra vinnu, eru í öðrum búrekstri samhliða eða einfaldlega vinna utan bús og það er það sem menn hafa gert. Hafa sett svolítið undir sig hausinn og þreyjað þorrann með þeim hætti. Viðræður ríkis og bænda um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar hófust í ágúst og Unnsteinn telur líklegt að samningur verði undirritaður á næstunni, en þar á að taka á ýmsum vandamálum. Þá séu fleiri batamerki á lofti, framleiðsla sé að dragast saman, sem búi til spennu á innlenda markaðnum, og horfurnar séu einnig að vænkast erlendis. „Bæði í verðum í erlendri mynt og síðan ekki síður breyting á genginu sem mun gefa okkur væntingar um að við sjáum betri afurðaverð næsta haust vonandi.“
Landbúnaður Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira