Níu Íslendingar halda jólin hátíðleg á Suðurskautinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. desember 2018 14:00 Íslendingarnir níu dvelja í tjaldbúðum yfir jólin Aðsend mynd frá Guðmundi Guðjónssyni Níu íslenskir starfsmenn á vegum Arctic Trucks dvelja á Suðurskautinu yfir jólahátíðina. Verkefnastjóri segir að jólin þar verði einföld, en þau verða haldin í tjaldbúðum þar sem beikon verður í aðalrétt. Starfsmennirnir lögðu flestir af stað í kringum mánaðarmótin október/nóvember og munu þeir dvelja á Suðurskautinu yfir jólin. „Þeir dreifast víðsvegar yfir Suðurskautið. Við erum með þrjá starfsmenn sem eru í þessum töluðu orðum að keyra inn á Suðurpólinn sjálfan og verða þar um jólin. Svo erum við með starfsmenn inni á miðju landinu sem reka flugbraut. Þeir verða í tjaldbúðum sem við settum upp þar,“ sagði Guðmundur Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Arctic Trucks. Íslensku starfsmennirnir munu meðal annars fylgja gönguskíðahóp frá Taiwan, en í för með skíðahópnum eru sjónvarpsmenn sem taka ferðina upp. Veðurskilyrði eru nokkuð slæm þessa stundina en þó hefur ferðin gengið vonum framar. „Það hefur allt gengið vel hjá öllum, það eru allir heilir. Það sem hefur verið sérstaklega erfitt er veðrið, veðurskilyrðin endurspeglast í miklum snjó og vind, sem okkar fólk hefur verið að berjast við, þannig ég veit að þau verða hvíldinni fegin,“ sagði Guðmundur. Hann segir að jólin á Suðurskautinu verði haldin með einföldu sniði. Vinnudagarnir þar eru langir en þó reyni menn að gera sér dagamun í mat og drykk. „Maturinn sem þau borða er aðallega frostþurrkaður matur. Ég vona að þau hafi náð að geyma sér nokkrar sneiðar af beikoni til að gera sér dagamun,“ sagði Guðmundur. Jól Suðurskautslandið Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Níu íslenskir starfsmenn á vegum Arctic Trucks dvelja á Suðurskautinu yfir jólahátíðina. Verkefnastjóri segir að jólin þar verði einföld, en þau verða haldin í tjaldbúðum þar sem beikon verður í aðalrétt. Starfsmennirnir lögðu flestir af stað í kringum mánaðarmótin október/nóvember og munu þeir dvelja á Suðurskautinu yfir jólin. „Þeir dreifast víðsvegar yfir Suðurskautið. Við erum með þrjá starfsmenn sem eru í þessum töluðu orðum að keyra inn á Suðurpólinn sjálfan og verða þar um jólin. Svo erum við með starfsmenn inni á miðju landinu sem reka flugbraut. Þeir verða í tjaldbúðum sem við settum upp þar,“ sagði Guðmundur Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Arctic Trucks. Íslensku starfsmennirnir munu meðal annars fylgja gönguskíðahóp frá Taiwan, en í för með skíðahópnum eru sjónvarpsmenn sem taka ferðina upp. Veðurskilyrði eru nokkuð slæm þessa stundina en þó hefur ferðin gengið vonum framar. „Það hefur allt gengið vel hjá öllum, það eru allir heilir. Það sem hefur verið sérstaklega erfitt er veðrið, veðurskilyrðin endurspeglast í miklum snjó og vind, sem okkar fólk hefur verið að berjast við, þannig ég veit að þau verða hvíldinni fegin,“ sagði Guðmundur. Hann segir að jólin á Suðurskautinu verði haldin með einföldu sniði. Vinnudagarnir þar eru langir en þó reyni menn að gera sér dagamun í mat og drykk. „Maturinn sem þau borða er aðallega frostþurrkaður matur. Ég vona að þau hafi náð að geyma sér nokkrar sneiðar af beikoni til að gera sér dagamun,“ sagði Guðmundur.
Jól Suðurskautslandið Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira