Vill borgarstjóra úr nefnd og að hann íhugi stöðu sína Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. desember 2018 18:00 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að borgarstjóri segi sig úr vinnuhópi um skýrslu Innri endurskoðunar. Vísir Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur farið fram á að borgarstjóri víki úr hópi sem fer yfir niðurstöðu Braggaskýrslunnar ella víki hún. Skrifstofustjóri sem sá um framkvæmdirnar hafi heyrt beint undir borgarstjóra og því sé óeðlilegt að hann fari yfir málið. Þá sé eðlilegt að Dagur B. Eggertsson íhugi stöðu sína almennt. Flest sem farið gat úrskeiðis fór úrskeiðis í endurgerð Braggans við Nauthólseg en í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sem kynnt var í vikunni kemur fram að farið hafi verið á svig við lög og innkaupareglur auk þess sem eftirliti, verkferlum og ábyrgð hafi verið ábótavant. hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að eftir því sem hún hafi kynnt sér málið betur komi betur í ljós hversu alvarlegt málið sé. „Eftir að hafa lesið skýrsluna nánar þá sér maður það enn skýrar en áður hvernig allt virtist fara úrskeiðis í málinu. Það virtist ekki vera neitt eftirlit eða yfirsýn á þessari skrifstofu. Það er mjög alvarlegt,“ segir Hildur. Hún vill ekki að borgarstjóri sitji í nefnd sem fari yfir málið. „Borgarstjóri ber ábyrgð á þessu máli, hann er einn þeirra. Þannig að mér finnst óeðlilegt að hann sitji í nefnd sem fer yfir niðurstöðu skýrslu Innri endurskoðunar. Ég hef farið fram á það að hann víki. Ef hann gerir það ekki eru forsendur fyrir trúverðugri vinnu brostnar og ég mun gefa eftir mitt sæti,“ segir Hildur. Hún segir stöðu borgarstjóra grafalvarlega. „Mér finnst missa marks þegar kollegar úr pólítikinni eru sífellt að hrópa á afsögn hvers annars. Mér finnst eðlilegast að slík krafa komi frá kjósendum. Þegar borgarstjóri hefur misst traust kjósenda þá stendur hann auðvitað höllum fæti. Hvert málið hefur rekið annað nú á haustmánuðum og fleiri mál eru til skoðunnar hjá Innri endurskoðunnar. Mér finnst því eðlilegt að borgarstjóri íhugi stöðu stöðu sína “, segir Hildur Björnsdóttir að lokum. Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur farið fram á að borgarstjóri víki úr hópi sem fer yfir niðurstöðu Braggaskýrslunnar ella víki hún. Skrifstofustjóri sem sá um framkvæmdirnar hafi heyrt beint undir borgarstjóra og því sé óeðlilegt að hann fari yfir málið. Þá sé eðlilegt að Dagur B. Eggertsson íhugi stöðu sína almennt. Flest sem farið gat úrskeiðis fór úrskeiðis í endurgerð Braggans við Nauthólseg en í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sem kynnt var í vikunni kemur fram að farið hafi verið á svig við lög og innkaupareglur auk þess sem eftirliti, verkferlum og ábyrgð hafi verið ábótavant. hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að eftir því sem hún hafi kynnt sér málið betur komi betur í ljós hversu alvarlegt málið sé. „Eftir að hafa lesið skýrsluna nánar þá sér maður það enn skýrar en áður hvernig allt virtist fara úrskeiðis í málinu. Það virtist ekki vera neitt eftirlit eða yfirsýn á þessari skrifstofu. Það er mjög alvarlegt,“ segir Hildur. Hún vill ekki að borgarstjóri sitji í nefnd sem fari yfir málið. „Borgarstjóri ber ábyrgð á þessu máli, hann er einn þeirra. Þannig að mér finnst óeðlilegt að hann sitji í nefnd sem fer yfir niðurstöðu skýrslu Innri endurskoðunar. Ég hef farið fram á það að hann víki. Ef hann gerir það ekki eru forsendur fyrir trúverðugri vinnu brostnar og ég mun gefa eftir mitt sæti,“ segir Hildur. Hún segir stöðu borgarstjóra grafalvarlega. „Mér finnst missa marks þegar kollegar úr pólítikinni eru sífellt að hrópa á afsögn hvers annars. Mér finnst eðlilegast að slík krafa komi frá kjósendum. Þegar borgarstjóri hefur misst traust kjósenda þá stendur hann auðvitað höllum fæti. Hvert málið hefur rekið annað nú á haustmánuðum og fleiri mál eru til skoðunnar hjá Innri endurskoðunnar. Mér finnst því eðlilegt að borgarstjóri íhugi stöðu stöðu sína “, segir Hildur Björnsdóttir að lokum.
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira