„Það er kraftaverk að hann skuli vera á lífi" Birgir Olgeirsson skrifar 23. desember 2018 12:30 Óskar Aðils Kemp og Rúnar Jón Hermannsson síðastliðið föstudagskvöld. Inda Hrönn Björnsdóttir „Það er kraftaverk að hann skuli vera á lífi,“ segir Inda Hrönn Björnsdóttir um manninn sinn Óskar Aðils Kemp sem slasaðist lífshættulega á Reykjanesbraut 28. apríl síðastliðinn. Óskari var haldið sofandi í fjórar vikur eftir slysið en er á batavegi í dag, þó hann eigi enn langt í land. Áreksturinn átti sér stað um hádegisbil 28. apríl síðastliðinn. Umferðaröngþveiti hafði myndast á Reykjanesbrautinni við Vallarhverfið í Hafnarfirði því fótbolti hafði skoppað inn á brautina. Var það til þess að ökumönnum varð mörgum hverjum brugðið, hægðu á sér og reyndu að sveigja framhjá boltanum sem olli mikilli röskun á umferð. Óskar brá á það ráð að stöðva bifreið sína og gefa öðrum merki um að nema staðar á meðan hann fjarlægði boltann af veginum.Frá vettvangi slyssins á Reykjanesbraut í apríl síðastliðnum.Vísir/ÍvarÍ þann mund sem Óskar gengur aftur að bílnum sínum er bíl ekið á bílinn sem hafði numið staðar fyrir aftan bíl Óskars. Bíllinn, sem ekið var á, kastaðist á Óskar og hafnaði svo á bíl Óskars þar sem dætur hans tvær voru. Inda Hrönn deildi mynd á Facebook í gær af Óskari og Rúnari Jóni Hermannssyni sem var í bílnum sem ekið var á. Rúnar hafði numið staðar á miðri akrein og sett á aðvörunarljós eftir að Óskar hafði stöðvað bíl sinn til að sækja boltann. Óskar, Inda og Rúnar og kona hans Bryndís Eyjólfsdóttir föðmuðust og fóru yfir atburðina á Reykjanesbraut 28. apríl síðastliðinn. Inda sagði hug hennar og Óskars hafa oft leitað til Rúnars og hans fjölskyldu þessa mánuði sem liðnir eru frá slysinu. Inda segir í samtali við Vísi að það hafi gert öllum gott að hittast og fara yfir hlutina og ná þannig að púsla saman þessum atburði sem breytti lífi þeirra á örskotsstund.Bandaríski ferðamaðurinn var á hvíta smábílnum sem sést hér á myndinni.Vísir/ÍvarÓskar slasaðist lang mest af þeim sem lentu í þessu slysi en hlaut mikla höfuðáverka og mundi lítið sem ekkert á meðan Rúnar hefði setið uppi með andlega þáttinn, minnugur þess sem gerðist. Sá sem olli slysinu er bandarískur ferðamaður sem kom á mikill ferð fram fyrir bílaröðina og hafnaði beint á bíl Rúnars. Var maðurinn úrskurðaður í farbann í Héraðsdómi Reykjaness en Landsréttur sneri þeim úrskurði í maí með þeim rökum að ekkert hefði komi fram sem benti til þess að ferðamaðurinn mundi reyna að leynast eða koma sér með hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, ef til þess kæmi.Sjá einnig: Tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
„Það er kraftaverk að hann skuli vera á lífi,“ segir Inda Hrönn Björnsdóttir um manninn sinn Óskar Aðils Kemp sem slasaðist lífshættulega á Reykjanesbraut 28. apríl síðastliðinn. Óskari var haldið sofandi í fjórar vikur eftir slysið en er á batavegi í dag, þó hann eigi enn langt í land. Áreksturinn átti sér stað um hádegisbil 28. apríl síðastliðinn. Umferðaröngþveiti hafði myndast á Reykjanesbrautinni við Vallarhverfið í Hafnarfirði því fótbolti hafði skoppað inn á brautina. Var það til þess að ökumönnum varð mörgum hverjum brugðið, hægðu á sér og reyndu að sveigja framhjá boltanum sem olli mikilli röskun á umferð. Óskar brá á það ráð að stöðva bifreið sína og gefa öðrum merki um að nema staðar á meðan hann fjarlægði boltann af veginum.Frá vettvangi slyssins á Reykjanesbraut í apríl síðastliðnum.Vísir/ÍvarÍ þann mund sem Óskar gengur aftur að bílnum sínum er bíl ekið á bílinn sem hafði numið staðar fyrir aftan bíl Óskars. Bíllinn, sem ekið var á, kastaðist á Óskar og hafnaði svo á bíl Óskars þar sem dætur hans tvær voru. Inda Hrönn deildi mynd á Facebook í gær af Óskari og Rúnari Jóni Hermannssyni sem var í bílnum sem ekið var á. Rúnar hafði numið staðar á miðri akrein og sett á aðvörunarljós eftir að Óskar hafði stöðvað bíl sinn til að sækja boltann. Óskar, Inda og Rúnar og kona hans Bryndís Eyjólfsdóttir föðmuðust og fóru yfir atburðina á Reykjanesbraut 28. apríl síðastliðinn. Inda sagði hug hennar og Óskars hafa oft leitað til Rúnars og hans fjölskyldu þessa mánuði sem liðnir eru frá slysinu. Inda segir í samtali við Vísi að það hafi gert öllum gott að hittast og fara yfir hlutina og ná þannig að púsla saman þessum atburði sem breytti lífi þeirra á örskotsstund.Bandaríski ferðamaðurinn var á hvíta smábílnum sem sést hér á myndinni.Vísir/ÍvarÓskar slasaðist lang mest af þeim sem lentu í þessu slysi en hlaut mikla höfuðáverka og mundi lítið sem ekkert á meðan Rúnar hefði setið uppi með andlega þáttinn, minnugur þess sem gerðist. Sá sem olli slysinu er bandarískur ferðamaður sem kom á mikill ferð fram fyrir bílaröðina og hafnaði beint á bíl Rúnars. Var maðurinn úrskurðaður í farbann í Héraðsdómi Reykjaness en Landsréttur sneri þeim úrskurði í maí með þeim rökum að ekkert hefði komi fram sem benti til þess að ferðamaðurinn mundi reyna að leynast eða koma sér með hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, ef til þess kæmi.Sjá einnig: Tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut
Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira