Eyþór segir borgarstjóra rúinn trausti Andri Eysteinsson skrifar 23. desember 2018 12:41 Eyþór telur Dag skauta heldur léttilega frá eigin ábyrgð vegna umdeilds verks við endurgerð bragga í Nauthólsvik. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir borgarstjóra, Dag B. Eggertsson, rúinn trausti í opnu bréfi sem hann birti á Facebook síðu sinni í dag. Eyþór fjallar um skýrslu innri endurskoðunar í braggamálinu sem gefin var út í vikunni. Eyþór segir skýrsluna vera svarta, skýra og sláandi, staðfest sé að borgarstjóri hafi sýnt af sér umfangsmikla vanrækslu. Eyþór rifjar upp yfirlýsingu Hildar Björnsdóttur frá því í gær en hún lýsti því yfir að hún muni ekki starfa með borgarstjóra í rýnihópi um skýrsluna. Hildur krefst þess að borgarstjóri víki úr hópnum. Oddvitinn minnir á skýrslu innri endurskoðunar um viðhaldsverkefni hjá Félagsbústöðum sem var birt í Október. Í kjölfar þeirrar skýrslu sagði framkvæmdastjóri Félagsbústaða uppstörfum og segir Eyþór það vera skýrt fordæmi. Í lok pistilsins segir Eyþór: „Borgarstjóri er rúinn trausti og þarf að sýna sem æðsti embættismaður borgarinnar hvernig hann ætlar að axla sína ábyrgð. Það er hið eina rétta“.Pistil Eyþórs má sjá í heild sinni hér að neðan.Borgarstjóri rúinn traustiSkýrsla Innri endurskoðunar í “braggamálinu” var birt þegar fáeinir dagar voru til jóla. Niðurstaða skýrslunnar hefur þó ekki týnst í jólaösinni enda var hún svört, skýr og sláandi: Lög voru þverbrotinn og allt fór úrskeiðis frá upphafi til enda.Staðfest er að borgarstjóri sýndi af sér umfangsmikla vanrækslu. Ekki veit ég dæmi um að jafnmikill áfellisdómur hafi áður komið fram á hendur sitjandi borgarstjóra frá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar.Borgarskjalasafn hefur bent á að eyðing gagna sé alvarlegt lögbrot, en í braggamálinu var skjalavarsla í molum og tölvupóstum eytt með ólöglegum hætti. Skjalavarsla er hluti af verkefnum skrifstofu borgarstjóra, enda er Borgarskjalasafn staðsett inn á skrifstofu borgarstjóra. Borgarskjalasafn hefur ítrekað bent á að hörð viðurlög eru við brotum á skjalavörslu.Í stað þess að axla ábyrgð þá segir borgarstjóri að hann “finni til ábyrgðar” sem er ansi létt í hendi. Borgarstjórinn í Róm sagði af sér vegna tveggja milljóna krónu risnukostnaðar og þó eru ítölsk stjórnmál ekki hátt skrifuð.Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi lýsti því yfir í gær að hún muni ekki starfa með borgarstjóra í rýnihópi um braggaskýrsluna. Hann þurfi að víkja úr hópnum. Í gærkvöldi kom ályktun frá stjórn Varðar, fulltrúarráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík um að borgarstjóra bæri að segja af sér. Á sama tíma og stofnanir borgarinnar hafa gagnrýnt störf borgarstjóra heyrist lítið í fulltrúum þeirra flokka sem eru í samstarfi við Samfylkinguna í borgarstjórn.Sú þögn er ærandi.Innri endurskoðun birti skýrslu í október síðastliðnum um óheimila framúrkeyrslu í viðhaldsverkefni hjá Félagsbústöðum, en það félag er hluti af samstæðu borgarinnar. Strax og sú skýrsla var birt sagði framkvæmdastjóri Félagsbústaða af sér.Það er skýrt fordæmi.Ég sagði þann 11. október að borgarstjóri bæri ábyrgð á verkinu, enda mælti hann fyrir því, skrifaði undir eina samninginn og væri framkvæmdastjóri borgarinnar. Nú er það staðfest af stofnunum borgarinnar sjálfrar og fleiri hafa tekið undir þessi sjónarmið.Það er því ljóst að borgarstjóri er rúinn trausti og þarf að sýna sem æðsti embættismaður borgarinnar hvernig hann ætlar að axla sína ábyrgð.Það er hið eina rétta. Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir borgarstjóra, Dag B. Eggertsson, rúinn trausti í opnu bréfi sem hann birti á Facebook síðu sinni í dag. Eyþór fjallar um skýrslu innri endurskoðunar í braggamálinu sem gefin var út í vikunni. Eyþór segir skýrsluna vera svarta, skýra og sláandi, staðfest sé að borgarstjóri hafi sýnt af sér umfangsmikla vanrækslu. Eyþór rifjar upp yfirlýsingu Hildar Björnsdóttur frá því í gær en hún lýsti því yfir að hún muni ekki starfa með borgarstjóra í rýnihópi um skýrsluna. Hildur krefst þess að borgarstjóri víki úr hópnum. Oddvitinn minnir á skýrslu innri endurskoðunar um viðhaldsverkefni hjá Félagsbústöðum sem var birt í Október. Í kjölfar þeirrar skýrslu sagði framkvæmdastjóri Félagsbústaða uppstörfum og segir Eyþór það vera skýrt fordæmi. Í lok pistilsins segir Eyþór: „Borgarstjóri er rúinn trausti og þarf að sýna sem æðsti embættismaður borgarinnar hvernig hann ætlar að axla sína ábyrgð. Það er hið eina rétta“.Pistil Eyþórs má sjá í heild sinni hér að neðan.Borgarstjóri rúinn traustiSkýrsla Innri endurskoðunar í “braggamálinu” var birt þegar fáeinir dagar voru til jóla. Niðurstaða skýrslunnar hefur þó ekki týnst í jólaösinni enda var hún svört, skýr og sláandi: Lög voru þverbrotinn og allt fór úrskeiðis frá upphafi til enda.Staðfest er að borgarstjóri sýndi af sér umfangsmikla vanrækslu. Ekki veit ég dæmi um að jafnmikill áfellisdómur hafi áður komið fram á hendur sitjandi borgarstjóra frá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar.Borgarskjalasafn hefur bent á að eyðing gagna sé alvarlegt lögbrot, en í braggamálinu var skjalavarsla í molum og tölvupóstum eytt með ólöglegum hætti. Skjalavarsla er hluti af verkefnum skrifstofu borgarstjóra, enda er Borgarskjalasafn staðsett inn á skrifstofu borgarstjóra. Borgarskjalasafn hefur ítrekað bent á að hörð viðurlög eru við brotum á skjalavörslu.Í stað þess að axla ábyrgð þá segir borgarstjóri að hann “finni til ábyrgðar” sem er ansi létt í hendi. Borgarstjórinn í Róm sagði af sér vegna tveggja milljóna krónu risnukostnaðar og þó eru ítölsk stjórnmál ekki hátt skrifuð.Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi lýsti því yfir í gær að hún muni ekki starfa með borgarstjóra í rýnihópi um braggaskýrsluna. Hann þurfi að víkja úr hópnum. Í gærkvöldi kom ályktun frá stjórn Varðar, fulltrúarráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík um að borgarstjóra bæri að segja af sér. Á sama tíma og stofnanir borgarinnar hafa gagnrýnt störf borgarstjóra heyrist lítið í fulltrúum þeirra flokka sem eru í samstarfi við Samfylkinguna í borgarstjórn.Sú þögn er ærandi.Innri endurskoðun birti skýrslu í október síðastliðnum um óheimila framúrkeyrslu í viðhaldsverkefni hjá Félagsbústöðum, en það félag er hluti af samstæðu borgarinnar. Strax og sú skýrsla var birt sagði framkvæmdastjóri Félagsbústaða af sér.Það er skýrt fordæmi.Ég sagði þann 11. október að borgarstjóri bæri ábyrgð á verkinu, enda mælti hann fyrir því, skrifaði undir eina samninginn og væri framkvæmdastjóri borgarinnar. Nú er það staðfest af stofnunum borgarinnar sjálfrar og fleiri hafa tekið undir þessi sjónarmið.Það er því ljóst að borgarstjóri er rúinn trausti og þarf að sýna sem æðsti embættismaður borgarinnar hvernig hann ætlar að axla sína ábyrgð.Það er hið eina rétta.
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira