Ofbýður framkoma í garð Dags Sylvía Hall skrifar 23. desember 2018 18:43 Jón Gnarr furðar sig á umræðunni í kringum Braggamálið. Vísir/Stefán Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kemur Degi B. Eggertssyni til varnar í færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag varðandi Braggamálið. Í færslunni segir Jón að það sé algengt að opinberar framkvæmdir fari fram úr áætlun og hann sjái ekki tilganginn í því að ráðast að Degi vegna þess. „Ég spyr mig daglega hver sé eiginlega tilgangurinn með svona upphlaupi eða aðför eða hvern andskotann maður á að kalla svona. Daglega birtast nú fyrirsagnir, í hreinlega öllum fjölmiðlum, að einhver segi að honum finnist að Dagur eigi að segja af sér út af þessu,“ skrifar Jón í færslunni og bætir við það sé löngu ljóst að allt þetta fólk eigi sér enga ósk heitari en að hann segi af sér. Hann segir framúrkeyslu framkvæmda ekki vera vegna spillingar eða vanhæfni, það sé einfaldlega kerfislægur vandi vegna lélegs regluverk sem bjóði upp á slíkt „klúður“. Það sé því ekki við Dag persónulega að sakast. Gagnrýnir tvískinnung Vigdísar Þá skýtur Jón föstum skotum að Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins sem krafðist afsagnar borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni nú á dögunum. Hann bendir á að hún hafi ekki enn svarað því hvort formaður hennar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, og þrír aðrir samflokksmenn hennar ættu að segja af sér vegna upptakanna á Klaustur bar. „Meira að segja Vigdís Hauksdóttir fékk fyrirsögn á RÚV um daginn. Hver er eiginlega í alvöru að pæla í hvað henni finnst? Hún er t.d. ekki enn búin að svara því hvort formaðurinn hennar og þrír aðrir meðlimir flokks hennar eigi að segja af sér þingmennsku út af yfirgengilegu fylleríis-rugli.“„Enginn eins blindur og sá sem vill ekki sjá“ Jón segist ekki hafa lesið skýrsluna en hann þekki kerfið af eigin raun og flesta þá sem starfa innan þess. Hvorki Dagur né Hrólfur séu vondir, spilltir eða heimskir heldur sé kerfið einfaldlega svona uppbyggt og þeir sem skilji það ekki hafi annað hvort ekki kynnt sér málið eða hreinlega þykjist ekki skilja til þess að koma sínu á framfæri. „Munum það að það er enginn eins blindur og sá sem vill ekki sjá. Það má hafa allskonar við þetta allt að athuga en það réttlætir ekki miskunnarleysi,“ skrifar Jón og á þar við ummæli vegna veikinda borgarstjóra sem þurfti að fara í veikindaleyfi vegna alvarlegrar sýkingar í kviðarholi.Í kjölfar sýkingarinnar greindist Dagur með fylgigigt, sem skerðir hreyfigetu hans og getur flakkað á milli liða og lagst á líffæri. Fréttablaðið/Anton BrinkJón segir helstu ástæðuna fyrir því að Dagur hafi ekki getað svarað fyrir málið sé vegna sjúkdómsins. Hann sé nýkominn úr veikindaleyfi og furðar sig á því að í fyrsta viðtali Dags eftir veikindaleyfi var ekki minnst á umrædd veikindi. „Í korters löngu Kastljós viðtali, sem er fyrsta viðtalið við borgarstjóra í langan tíma er ekki vikið einu orði að veikindum hans. Á öllum sviðum samfélagsins er það þetta sem skiptir mestu máli og ef fólk er að ganga í gegnum veikindi þá á það rétt á stuðningi og umhyggju annarra.“ Jón segir ekkert réttlæta það að láta eins og veikt fólk sé ekki veikt, sama þó það starfi í stjórnmálum. Þá segir hann „landlægan ruddaskap“ og „villimennsku“ vera helstu ástæðuna fyrir því að fólk sé tregt til að skipta sér af stjórnmálum, og að eina fólkið sem virðist þrífast þar séu „fárveikir alkóhólistar“. „Annars óska ég öllum gleðilegra jóla og vona að við getum fengið heilbrigðari stjórnmál og aðeins uppbyggilegri umræðu á nýju ári,“ skrifar Jón að lokum. Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kemur Degi B. Eggertssyni til varnar í færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag varðandi Braggamálið. Í færslunni segir Jón að það sé algengt að opinberar framkvæmdir fari fram úr áætlun og hann sjái ekki tilganginn í því að ráðast að Degi vegna þess. „Ég spyr mig daglega hver sé eiginlega tilgangurinn með svona upphlaupi eða aðför eða hvern andskotann maður á að kalla svona. Daglega birtast nú fyrirsagnir, í hreinlega öllum fjölmiðlum, að einhver segi að honum finnist að Dagur eigi að segja af sér út af þessu,“ skrifar Jón í færslunni og bætir við það sé löngu ljóst að allt þetta fólk eigi sér enga ósk heitari en að hann segi af sér. Hann segir framúrkeyslu framkvæmda ekki vera vegna spillingar eða vanhæfni, það sé einfaldlega kerfislægur vandi vegna lélegs regluverk sem bjóði upp á slíkt „klúður“. Það sé því ekki við Dag persónulega að sakast. Gagnrýnir tvískinnung Vigdísar Þá skýtur Jón föstum skotum að Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins sem krafðist afsagnar borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni nú á dögunum. Hann bendir á að hún hafi ekki enn svarað því hvort formaður hennar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, og þrír aðrir samflokksmenn hennar ættu að segja af sér vegna upptakanna á Klaustur bar. „Meira að segja Vigdís Hauksdóttir fékk fyrirsögn á RÚV um daginn. Hver er eiginlega í alvöru að pæla í hvað henni finnst? Hún er t.d. ekki enn búin að svara því hvort formaðurinn hennar og þrír aðrir meðlimir flokks hennar eigi að segja af sér þingmennsku út af yfirgengilegu fylleríis-rugli.“„Enginn eins blindur og sá sem vill ekki sjá“ Jón segist ekki hafa lesið skýrsluna en hann þekki kerfið af eigin raun og flesta þá sem starfa innan þess. Hvorki Dagur né Hrólfur séu vondir, spilltir eða heimskir heldur sé kerfið einfaldlega svona uppbyggt og þeir sem skilji það ekki hafi annað hvort ekki kynnt sér málið eða hreinlega þykjist ekki skilja til þess að koma sínu á framfæri. „Munum það að það er enginn eins blindur og sá sem vill ekki sjá. Það má hafa allskonar við þetta allt að athuga en það réttlætir ekki miskunnarleysi,“ skrifar Jón og á þar við ummæli vegna veikinda borgarstjóra sem þurfti að fara í veikindaleyfi vegna alvarlegrar sýkingar í kviðarholi.Í kjölfar sýkingarinnar greindist Dagur með fylgigigt, sem skerðir hreyfigetu hans og getur flakkað á milli liða og lagst á líffæri. Fréttablaðið/Anton BrinkJón segir helstu ástæðuna fyrir því að Dagur hafi ekki getað svarað fyrir málið sé vegna sjúkdómsins. Hann sé nýkominn úr veikindaleyfi og furðar sig á því að í fyrsta viðtali Dags eftir veikindaleyfi var ekki minnst á umrædd veikindi. „Í korters löngu Kastljós viðtali, sem er fyrsta viðtalið við borgarstjóra í langan tíma er ekki vikið einu orði að veikindum hans. Á öllum sviðum samfélagsins er það þetta sem skiptir mestu máli og ef fólk er að ganga í gegnum veikindi þá á það rétt á stuðningi og umhyggju annarra.“ Jón segir ekkert réttlæta það að láta eins og veikt fólk sé ekki veikt, sama þó það starfi í stjórnmálum. Þá segir hann „landlægan ruddaskap“ og „villimennsku“ vera helstu ástæðuna fyrir því að fólk sé tregt til að skipta sér af stjórnmálum, og að eina fólkið sem virðist þrífast þar séu „fárveikir alkóhólistar“. „Annars óska ég öllum gleðilegra jóla og vona að við getum fengið heilbrigðari stjórnmál og aðeins uppbyggilegri umræðu á nýju ári,“ skrifar Jón að lokum.
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira