Nítján konur og börn dvöldu í Kvennaathvarfinu yfir jólin Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. desember 2018 07:00 Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það voru skráðir hjá okkur tæplega 20 íbúar yfir jólin, tíu konur og níu börn og langflest voru í athvarfinu öll jólin,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún segir fjöldann nokkurn veginn á pari við það sem verið hefur síðastliðin jól, í það minnsta ekki fleiri en verið hefur. Samsetning dvalarkvenna nú var sömuleiðis svipuð og í fyrra. Bæði íslenskar og erlendar konur með börn sín. „Það er þannig yfir árið hjá okkur að helmingur dvalarkvenna er af erlendum uppruna og erlendu konurnar dvelja að jafnaði lengur og þannig er það um jólin líka. Við erum svo lánsöm að fá að halda jól sem bera keim af jólum héðan og þaðan úr heiminum.“ Sem fyrr var gert gott úr slæmri stöðu en Kvennaathvarfið er sem kunnugt er athvarf fyrir konur sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis. Til athvarfsins leita því konur og börn sem búa við slíkt ofbeldi að gleðileg jól heima fyrir eru nær ómöguleg. Börnin sem dvöldu nú um jólin voru á öllum aldri að sögn Sigþrúðar, allt frá unglingum og niður í lítil börn. Ekki er því útilokað að einhverjir gestanna hafi þarna verið að eiga sín fyrstu jól. Sigþrúður segir kræsingar hafa verið á borðum og glaðning fyrir alla sem þarna áttu um sárt að binda. „Það eru svo margir sem hugsa vel til athvarfsins og íbúa fyrir jólin að það flóði allt í kræsingum, gjöfum og glaðningi. Jólasveinninn kíkti við á aðfangadag og vakti mikla lukku. Svo höfðum við þetta hver með sínu sniði bara.“ Fyrrverandi gestir, sem enn eru að koma undir sig fótunum, nutu einnig góðs af þessu. „Við hittum líka fyrrverandi dvalarkonur, sem kannski margar eiga enn í fjárhagslegum erfiðleikum, og þar sem svo margir hugsuðu hlýlega til okkar þá vorum við aflögufær með ýmsan jólaglaðning út úr húsi líka. Við eigum því ýmsum mikið að þakka í kringum jólin.“ Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
„Það voru skráðir hjá okkur tæplega 20 íbúar yfir jólin, tíu konur og níu börn og langflest voru í athvarfinu öll jólin,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún segir fjöldann nokkurn veginn á pari við það sem verið hefur síðastliðin jól, í það minnsta ekki fleiri en verið hefur. Samsetning dvalarkvenna nú var sömuleiðis svipuð og í fyrra. Bæði íslenskar og erlendar konur með börn sín. „Það er þannig yfir árið hjá okkur að helmingur dvalarkvenna er af erlendum uppruna og erlendu konurnar dvelja að jafnaði lengur og þannig er það um jólin líka. Við erum svo lánsöm að fá að halda jól sem bera keim af jólum héðan og þaðan úr heiminum.“ Sem fyrr var gert gott úr slæmri stöðu en Kvennaathvarfið er sem kunnugt er athvarf fyrir konur sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis. Til athvarfsins leita því konur og börn sem búa við slíkt ofbeldi að gleðileg jól heima fyrir eru nær ómöguleg. Börnin sem dvöldu nú um jólin voru á öllum aldri að sögn Sigþrúðar, allt frá unglingum og niður í lítil börn. Ekki er því útilokað að einhverjir gestanna hafi þarna verið að eiga sín fyrstu jól. Sigþrúður segir kræsingar hafa verið á borðum og glaðning fyrir alla sem þarna áttu um sárt að binda. „Það eru svo margir sem hugsa vel til athvarfsins og íbúa fyrir jólin að það flóði allt í kræsingum, gjöfum og glaðningi. Jólasveinninn kíkti við á aðfangadag og vakti mikla lukku. Svo höfðum við þetta hver með sínu sniði bara.“ Fyrrverandi gestir, sem enn eru að koma undir sig fótunum, nutu einnig góðs af þessu. „Við hittum líka fyrrverandi dvalarkonur, sem kannski margar eiga enn í fjárhagslegum erfiðleikum, og þar sem svo margir hugsuðu hlýlega til okkar þá vorum við aflögufær með ýmsan jólaglaðning út úr húsi líka. Við eigum því ýmsum mikið að þakka í kringum jólin.“
Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Sjá meira