„Ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 27. desember 2018 12:13 Toyota Land Cruiser-bíllinn á sandinum fyrir neðan brúna. Aðkoma björgunarfólks var hrikaleg eins og hér má sjá. Hluti myndarinnar hefur verið máður út. adolf ingi Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. Fjórir fullorðnir voru í bílnum og þrjú börn. Þrír þeirra létust í slysinu og þá slösuðust fjórir alvarlega. Í fyrstu tilkynningu lögreglu kom fram að fjórir hefðu látist. Enn á eftir að flytja tvo af vettvangi að sögn lögreglu og er reiknað með að því ljúki um klukkan 13. Þeir sem eru slasaðir eru töluvert mikið slasaðir en erfitt er að segja til um hvort þau séu í lífshættu. Adolf var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar og var spurður út í aðstæður á slysstað. „Þær voru hryllilegar. Bíllinn var þarna í köku eftir að hafa flogið fram af brúnni og þegar ég kom að þá voru fjórir farþegar komnir út úr bílnum og þrír fastir inni í honum.“ Hann sagði að fyrstu viðbrögð hafi falist í því að reyna að átta sig á lífsmörkum á farþegum bílsins.Klippa: Aðstæður við Núpsvötn hryllilegarHá og löng brú byggð árið 1973 „Hverjir voru með meðvitund og hverjir ekki og hvort það væri hægt að ná einhverjum út úr bílnum sem voru fastir inni og eins að hlúa að þeim sem voru komnir út og láta þeim líða sem skást. En þetta var mjög ljót aðkoma,“ sagði Adolf. Aðspurður hvort það hafi verið mikil hálka á brúnni kvaðst hann ekki hafa orðið var við það. „Nei, ég varð ekki var við það allavega og ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst.“Frá vettvangi slyssins í morgun en Neyðarlínu barst tilkynning um slysið klukkan 9:42.Adolf Ingi ErlingssonErlendir ferðamenn voru í bílnum, bílaleigubíl af gerðinni Toyota Land Cruiser. Sveinn Kristján Rúnarsson hjá lögreglunni á Suðurlandi sagði í hádegisfréttum RÚV að hann teldi að um breska ríkisborgara væri að ræða. Bíllinn fór út af á miðri brúnni sem er mjög há og löng. Stór hluti brúarinnar nær yfir sand og lenti bíllinn í áraurnum þegar hann fór fram af en ekki í sjálfri ánni. Brúin yfir Núpsvötn var byggð árið 1973. Hún er 420 metrar að lengd, einbreið með útskotum og næstlengsta brú landsins eftir að Skeiðarárbrú var tekin úr notkun árið 2017. Aðeins Borgarfjarðarbrú er lengri. Um átta metrar eru frá brúargólfi niður á sandinn fyrir neðan. Til stendur að skipta brúnni út á næstu árum fyrir styttri brú, líklega um hundrað metra langa, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Nokkuð hefur verið um slys á brúnni undanfarin ár, síðast síðastliðið sumar þegar fólksbíll og sendiferðabíll skullu saman. Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17 Alvarlegt umferðarslys á Skeiðarársandi Alvarlegt umferðarslys varð á Skeiðarársandi nú fyrir skömmu þegar sjö manna bíll fór út af Suðurlandsvegi við Núpsvatnabrú. 27. desember 2018 10:19 Þrír látnir í slysinu við Núpsvötn Fjórir eru alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 11:23 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Fleiri fréttir Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Sjá meira
Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. Fjórir fullorðnir voru í bílnum og þrjú börn. Þrír þeirra létust í slysinu og þá slösuðust fjórir alvarlega. Í fyrstu tilkynningu lögreglu kom fram að fjórir hefðu látist. Enn á eftir að flytja tvo af vettvangi að sögn lögreglu og er reiknað með að því ljúki um klukkan 13. Þeir sem eru slasaðir eru töluvert mikið slasaðir en erfitt er að segja til um hvort þau séu í lífshættu. Adolf var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar og var spurður út í aðstæður á slysstað. „Þær voru hryllilegar. Bíllinn var þarna í köku eftir að hafa flogið fram af brúnni og þegar ég kom að þá voru fjórir farþegar komnir út úr bílnum og þrír fastir inni í honum.“ Hann sagði að fyrstu viðbrögð hafi falist í því að reyna að átta sig á lífsmörkum á farþegum bílsins.Klippa: Aðstæður við Núpsvötn hryllilegarHá og löng brú byggð árið 1973 „Hverjir voru með meðvitund og hverjir ekki og hvort það væri hægt að ná einhverjum út úr bílnum sem voru fastir inni og eins að hlúa að þeim sem voru komnir út og láta þeim líða sem skást. En þetta var mjög ljót aðkoma,“ sagði Adolf. Aðspurður hvort það hafi verið mikil hálka á brúnni kvaðst hann ekki hafa orðið var við það. „Nei, ég varð ekki var við það allavega og ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst.“Frá vettvangi slyssins í morgun en Neyðarlínu barst tilkynning um slysið klukkan 9:42.Adolf Ingi ErlingssonErlendir ferðamenn voru í bílnum, bílaleigubíl af gerðinni Toyota Land Cruiser. Sveinn Kristján Rúnarsson hjá lögreglunni á Suðurlandi sagði í hádegisfréttum RÚV að hann teldi að um breska ríkisborgara væri að ræða. Bíllinn fór út af á miðri brúnni sem er mjög há og löng. Stór hluti brúarinnar nær yfir sand og lenti bíllinn í áraurnum þegar hann fór fram af en ekki í sjálfri ánni. Brúin yfir Núpsvötn var byggð árið 1973. Hún er 420 metrar að lengd, einbreið með útskotum og næstlengsta brú landsins eftir að Skeiðarárbrú var tekin úr notkun árið 2017. Aðeins Borgarfjarðarbrú er lengri. Um átta metrar eru frá brúargólfi niður á sandinn fyrir neðan. Til stendur að skipta brúnni út á næstu árum fyrir styttri brú, líklega um hundrað metra langa, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Nokkuð hefur verið um slys á brúnni undanfarin ár, síðast síðastliðið sumar þegar fólksbíll og sendiferðabíll skullu saman.
Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17 Alvarlegt umferðarslys á Skeiðarársandi Alvarlegt umferðarslys varð á Skeiðarársandi nú fyrir skömmu þegar sjö manna bíll fór út af Suðurlandsvegi við Núpsvatnabrú. 27. desember 2018 10:19 Þrír látnir í slysinu við Núpsvötn Fjórir eru alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 11:23 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Fleiri fréttir Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Sjá meira
Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17
Alvarlegt umferðarslys á Skeiðarársandi Alvarlegt umferðarslys varð á Skeiðarársandi nú fyrir skömmu þegar sjö manna bíll fór út af Suðurlandsvegi við Núpsvatnabrú. 27. desember 2018 10:19