Hræðileg aðkoma og afar erfiðar aðstæður á vettvangi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. desember 2018 16:18 Frá vettvangi slyssins í dag. vísir/jói k. Aðstæður á slysstað við Núpsvötn í dag voru afar erfiðar og aðkoman hræðileg. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Herdísi Gunnarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), sem hún sendi fjölmiðlum laust fyrir klukkan 16. Þrír létust í umferðarslysinu, tveir fullorðnir og ungt barn. Fjórir aðrir slösuðust alvarlega, tveir fullorðnir og börn á aldrinum sjö til níu ára. Sex þeirra sem voru í bílnum eru breskir ríkisborgarar, búsettir í Bretlandi, en unga barni sem lést í slysinu var ekki með staðfestan ríkisborgararétt. Í tilkynningu forstjórans segir að lögreglumaður frá Kirkjubæjarklaustri hafi verið fyrstur á vettvang. Rétt á eftir honum kom hjúkrunarfræðingur frá heilsugæslustöðinni á Kirkjubæjarklaustri og því næst allir tiltækir sjúkraflutningamenn frá HSU á Klaustri. „Aðstæður voru afar erfiðar á vettvangi. Aðkoman var hræðileg að þessu slysi að sögn sjúkraflutningamanna, hjúkrunarfræðinga og lækna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Fáliðað var um tíma á vettvangi en fljótlega bættist í bjargir á slysstað þegar bættist í hóp lögreglumanna, heilbrigðisstarfsmanna, sjúkraflutningamanna og björgunarsveitarfólks ásamt slökkviliði með tækjabúnað. Tveir voru fyrir utan bíl þegar komið var að slysstað og fljótlega náðist að losa tvo einstaklinga til viðbótar úr bílnum, en einn þeirra var látinn. Aðrir farþegar í jeppanum vorum rígfastir og mjög illa slasaðir inni í bílnum,“ segir í tilkynningu forstjórans.Eins og sést á þessari mynd er brúin yfir Núpsvötn afar há og löng.aðgerðastjórnTók töluverðan tíma að koma búnaði að vettvangi slyssins Þar segir jafnframt að sjúkraflutningamenn, hjúkrunarfræðingar og læknar hafi komið á vettvang frá Vík, Höfn og Hvolsvelli. Þá komu sjúkraflutningamenn frá HSU á Selfossi á vettvang með þyrlu Landhelgisgæslunnar. „Töluverðan tíma tók að koma búnaði að slysavettvangi að sögn lögreglu vegna árbakkanna. Fjórir voru alvarlega slasaðir og náðist um hádegisbil að flytja þau með þyrlu á Landspítala. Það tók því umtalsverðan tíma að ná hinum slösuðu út úr jeppanum sem var afar illa farinn. Meðal þeirra sem flutt voru á Landspítala voru bæði börn og fullorðnir. Þau voru með áverka á kvið, höfði og stoðkerfi. Þrír létust í slysinu og er eitt barn þeirra á meðal. Tveir karlmenn og tvö börn voru flutt með þyrlu á Landspítala. Fyrir réttu ári síðan, á þriðja degi jóla, var alvarlegt rútuslys í heilbrigðisumdæmi Suðurlands í Eldhrauni vestan við Kirkjubæjarklaustur. Enn á ný kemur í ljós hve gott og faglegt samstarf milli heilbrigðisstarfsmanna og sjúkrafluntinga HSU, lögreglu og björgunarsveita á Suðurlandi skilar framúrskarandi björgunarstarfi við afar erfiðar aðstæður. Ljóst er að aðkoman að slysinu við brúna yfir Núpsvötn var afar erfið. Verulega tók á alla hlutaðeigandi björgunaraðila að sjá hversu illa fólkið var slasað. Viðrunarfundur, með aðkomu sálfræðings, verður haldinn í dag á Vík í Mýrdal með þeim aðilum sem komu hinum slösuðu til bjargar. Nauðsynlegt er að skoða hvernig má styrkja bjargir á þessu svæði með sívaxandi umferð ferðamanna og fara yfir búnað og bjargir á fjölsóttasta ferðamannasvæði á Íslandi. Þess má geta að samhliða þessu erfiða útkalli vegna slyssins voru fjögur önnur erfið bráðaútköll hjá sjúkraflutningum á sama tíma í umdæmi Suðurlands í dag. Því má lítið út af bregða til að mikið álag skapist hjá viðbragðsaðilum í framlínunni hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Öllum hlutaðeigandi eru færðar þakkir fyrir fumlaus og fagleg vinnubrögð.“ segir í tilkynningu forstjóra HSU.Fréttin hefur verið uppfærð með uppfærðri tilkynningu forstjórans. Banaslys við Núpsvötn Skaftárhreppur Tengdar fréttir Barn á meðal þeirra látnu Allir breskir ríkisborgarar sem voru í bílnum. 27. desember 2018 13:35 Erlendir fjölmiðlar fjalla um banaslysið við Núpsvötn Á meðal fyrstu frétta hjá stærstu miðlunum. 27. desember 2018 14:26 Vinnu að ljúka á slysstað við Núpsvötn Verið er að opna Suðurlandsveg á ný. 27. desember 2018 15:36 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Aðstæður á slysstað við Núpsvötn í dag voru afar erfiðar og aðkoman hræðileg. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Herdísi Gunnarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), sem hún sendi fjölmiðlum laust fyrir klukkan 16. Þrír létust í umferðarslysinu, tveir fullorðnir og ungt barn. Fjórir aðrir slösuðust alvarlega, tveir fullorðnir og börn á aldrinum sjö til níu ára. Sex þeirra sem voru í bílnum eru breskir ríkisborgarar, búsettir í Bretlandi, en unga barni sem lést í slysinu var ekki með staðfestan ríkisborgararétt. Í tilkynningu forstjórans segir að lögreglumaður frá Kirkjubæjarklaustri hafi verið fyrstur á vettvang. Rétt á eftir honum kom hjúkrunarfræðingur frá heilsugæslustöðinni á Kirkjubæjarklaustri og því næst allir tiltækir sjúkraflutningamenn frá HSU á Klaustri. „Aðstæður voru afar erfiðar á vettvangi. Aðkoman var hræðileg að þessu slysi að sögn sjúkraflutningamanna, hjúkrunarfræðinga og lækna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Fáliðað var um tíma á vettvangi en fljótlega bættist í bjargir á slysstað þegar bættist í hóp lögreglumanna, heilbrigðisstarfsmanna, sjúkraflutningamanna og björgunarsveitarfólks ásamt slökkviliði með tækjabúnað. Tveir voru fyrir utan bíl þegar komið var að slysstað og fljótlega náðist að losa tvo einstaklinga til viðbótar úr bílnum, en einn þeirra var látinn. Aðrir farþegar í jeppanum vorum rígfastir og mjög illa slasaðir inni í bílnum,“ segir í tilkynningu forstjórans.Eins og sést á þessari mynd er brúin yfir Núpsvötn afar há og löng.aðgerðastjórnTók töluverðan tíma að koma búnaði að vettvangi slyssins Þar segir jafnframt að sjúkraflutningamenn, hjúkrunarfræðingar og læknar hafi komið á vettvang frá Vík, Höfn og Hvolsvelli. Þá komu sjúkraflutningamenn frá HSU á Selfossi á vettvang með þyrlu Landhelgisgæslunnar. „Töluverðan tíma tók að koma búnaði að slysavettvangi að sögn lögreglu vegna árbakkanna. Fjórir voru alvarlega slasaðir og náðist um hádegisbil að flytja þau með þyrlu á Landspítala. Það tók því umtalsverðan tíma að ná hinum slösuðu út úr jeppanum sem var afar illa farinn. Meðal þeirra sem flutt voru á Landspítala voru bæði börn og fullorðnir. Þau voru með áverka á kvið, höfði og stoðkerfi. Þrír létust í slysinu og er eitt barn þeirra á meðal. Tveir karlmenn og tvö börn voru flutt með þyrlu á Landspítala. Fyrir réttu ári síðan, á þriðja degi jóla, var alvarlegt rútuslys í heilbrigðisumdæmi Suðurlands í Eldhrauni vestan við Kirkjubæjarklaustur. Enn á ný kemur í ljós hve gott og faglegt samstarf milli heilbrigðisstarfsmanna og sjúkrafluntinga HSU, lögreglu og björgunarsveita á Suðurlandi skilar framúrskarandi björgunarstarfi við afar erfiðar aðstæður. Ljóst er að aðkoman að slysinu við brúna yfir Núpsvötn var afar erfið. Verulega tók á alla hlutaðeigandi björgunaraðila að sjá hversu illa fólkið var slasað. Viðrunarfundur, með aðkomu sálfræðings, verður haldinn í dag á Vík í Mýrdal með þeim aðilum sem komu hinum slösuðu til bjargar. Nauðsynlegt er að skoða hvernig má styrkja bjargir á þessu svæði með sívaxandi umferð ferðamanna og fara yfir búnað og bjargir á fjölsóttasta ferðamannasvæði á Íslandi. Þess má geta að samhliða þessu erfiða útkalli vegna slyssins voru fjögur önnur erfið bráðaútköll hjá sjúkraflutningum á sama tíma í umdæmi Suðurlands í dag. Því má lítið út af bregða til að mikið álag skapist hjá viðbragðsaðilum í framlínunni hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Öllum hlutaðeigandi eru færðar þakkir fyrir fumlaus og fagleg vinnubrögð.“ segir í tilkynningu forstjóra HSU.Fréttin hefur verið uppfærð með uppfærðri tilkynningu forstjórans.
Banaslys við Núpsvötn Skaftárhreppur Tengdar fréttir Barn á meðal þeirra látnu Allir breskir ríkisborgarar sem voru í bílnum. 27. desember 2018 13:35 Erlendir fjölmiðlar fjalla um banaslysið við Núpsvötn Á meðal fyrstu frétta hjá stærstu miðlunum. 27. desember 2018 14:26 Vinnu að ljúka á slysstað við Núpsvötn Verið er að opna Suðurlandsveg á ný. 27. desember 2018 15:36 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar fjalla um banaslysið við Núpsvötn Á meðal fyrstu frétta hjá stærstu miðlunum. 27. desember 2018 14:26