Föstudagsplaylisti Hatara Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 28. desember 2018 14:45 Endalok Hatara eru yfirvofandi. Ásta Sif Árnadóttir Á síðasta föstudegi ársins heldur margmiðlunarsamsteypan Hatari sína síðustu tónleika. Það er því vel við hæfi að síðasti föstudagslagalisti ársins sé settur saman af sveitinni. Löngu er uppselt á tónleikana í almennri miðasölu en örfáir miðar verða í boði við hurð. Mælt er með að gestir mæti tímanlega þegar miðasala opnar klukkan 20:00 til að næla sér í miða. Uppljóstrarinn þjóðkunni Bára Halldórsdóttir uppgötvaði Hatara aðeins nýlega og bað fyrr í dag um miða í athugasemd við viðburðinn á Facebook. Svikamylla ehf., rekstraraðili Hatara, varð við bóninni. „Ef einhver hefur með aðdáunarverðum hætti afhjúpað linnulausa svikamyllu hversdagsleikans á árinu sem senn er liðið ert það þú, en Hatari hefur ekki náð því yfirlýsta markmiði á sínum stutta og árangurssnauða ferli, eins og fram hefur komið. Megi miðarnir gleðja þig nú á þessum síðustu dögum fulltrúalýðræðisins,“ kom meðal annars fram í svari Svikamyllu. Fyrir viku síðan birti sveitin svo sína síðustu útgáfu, lagið Spillingardans. Árið 2017 hafði stuttskífan Neysluvara komið út, þeirra eina áþreifanlega útgáfa. Hér að neðan má hlýða á endalokalagalista Hatara. Föstudagsplaylistinn Tengdar fréttir Hljómsveitin Hatari lýkur störfum um áramótin Hljómsveitin Hatari hyggst ljúka störfum um áramótin en stefnir þó á tónleika þann 28. desember sem eins konar lokahnykk í starfi sveitarinnar. 21. desember 2018 08:00 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Á síðasta föstudegi ársins heldur margmiðlunarsamsteypan Hatari sína síðustu tónleika. Það er því vel við hæfi að síðasti föstudagslagalisti ársins sé settur saman af sveitinni. Löngu er uppselt á tónleikana í almennri miðasölu en örfáir miðar verða í boði við hurð. Mælt er með að gestir mæti tímanlega þegar miðasala opnar klukkan 20:00 til að næla sér í miða. Uppljóstrarinn þjóðkunni Bára Halldórsdóttir uppgötvaði Hatara aðeins nýlega og bað fyrr í dag um miða í athugasemd við viðburðinn á Facebook. Svikamylla ehf., rekstraraðili Hatara, varð við bóninni. „Ef einhver hefur með aðdáunarverðum hætti afhjúpað linnulausa svikamyllu hversdagsleikans á árinu sem senn er liðið ert það þú, en Hatari hefur ekki náð því yfirlýsta markmiði á sínum stutta og árangurssnauða ferli, eins og fram hefur komið. Megi miðarnir gleðja þig nú á þessum síðustu dögum fulltrúalýðræðisins,“ kom meðal annars fram í svari Svikamyllu. Fyrir viku síðan birti sveitin svo sína síðustu útgáfu, lagið Spillingardans. Árið 2017 hafði stuttskífan Neysluvara komið út, þeirra eina áþreifanlega útgáfa. Hér að neðan má hlýða á endalokalagalista Hatara.
Föstudagsplaylistinn Tengdar fréttir Hljómsveitin Hatari lýkur störfum um áramótin Hljómsveitin Hatari hyggst ljúka störfum um áramótin en stefnir þó á tónleika þann 28. desember sem eins konar lokahnykk í starfi sveitarinnar. 21. desember 2018 08:00 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hljómsveitin Hatari lýkur störfum um áramótin Hljómsveitin Hatari hyggst ljúka störfum um áramótin en stefnir þó á tónleika þann 28. desember sem eins konar lokahnykk í starfi sveitarinnar. 21. desember 2018 08:00
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“