Handbolti

Íslendingaliðið í Svíþjóð með öruggt forskot á toppnum inn í nýtt ár

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur skoraði fjögur mörk í kvöld og ellefu í þeim síðasta. Hann kemur heitur inn í komandi landsliðsverkefni.
Ólafur skoraði fjögur mörk í kvöld og ellefu í þeim síðasta. Hann kemur heitur inn í komandi landsliðsverkefni. vísir/getty
Íslendingaliðið Kristianstad fer með öruggt forskot á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar inn í jólafríið eftir 29-23 sigur á Ystad í kvöld.

Sigurinn var í raun aldrei í hættu. Kristianstad var fimm mörkum yfir í hálfleik, 14-9 en munurinn endaði aðeins og áður segir í fimm mörkum.

Markahæstur Íslendinganna í Kristianstad var Ólafur Guðmundsson með fjögur mörk. Arnar Freyr Arnarsson bætti við þremur og Teitur Einarsson tveimur.

Kristanstad er með 34 stig á toppi deildarinnar en Malmö er í öðru sætinu með 28 stig. Í þriðja sætinu er Skövde með 27 stig en þeir eiga þó leik til góða.

Ólafur og Arnar Freyr ferðast nú til Íslands þar sem þeir eru í tuttugu manna æfingahóp Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara, sem býr sig undir HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×