Guðmundur: Færumst nær því að taka ákvörðun Anton Ingi Leifsson úr Laugardalshöll skrifar 28. desember 2018 21:56 Guðmundur á hliðarlínunni. vísir/vilhelm Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir að þjálfarateymi landsliðsins færist nær því að taka ákvörðun um hvaða sextán leikmenn spili með Íslandi á HM í janúar. Margir leikmenn fengu tækifæri með Íslandi í kvöld en Guðmundur valdi á dögunum tuttugu manna æfingahóp sem tekur þátt í þessum tveimur vináttulandsleik gegn Barein. „Ég var ánægður með byrjunina þar sem við vorum mjög flottir bæði í vörn og sókn. Það gekk upp sem við ætluðum okkur en síðan byrjum við að fá brottvísanir,“ sagði Guðmundur í leikslok. „Þetta voru klaufalegar brottvísanir og það er alltof mikið að fá á sig fjórar brottvísanir í fyrri hálfleik. Þá fannst mér þeir komast inn í leikinn og það slakknaði á einbeitingunni í hröðum upphlaupum.“ „Við erum að fara með fimm algjör dauðafæri í hröðum upphlaupum og það var dýrt í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn var allt öðruvísi og við þéttum vörnina og stóðum vörnina mjög vel.“ „Við náðum mjög mörgum hraðaupphlaupum. Síðan mátti búast við því að það kæmi smá los á þetta. Við vorum að skipta rosa mikið inn á og það er erfitt að meta frammistöðu liðsins út frá því.“ Guðmundur segir að aðal áhersla leiksins í dag hafi farið í það að komast nær niðurstöðu um tvær stöður; miðjuna og línuna en í viðtali við Stöð 2 í gær sagði Guðmundur að hann myndi nýta leikinn í kvöld til þess að fá svör. „Við vorum að horfa á frammistöðu einstaka leikmanna í öllum stöðum en auðvitað erum við búnir að horfa mikið á miðju- og línumannsstöðuna. Það er engin launung,“ sagði Guðmundur sem segist vera kominn nær niðurstöðu. „Já, við færumst nær því að taka ákvörðun um hvernig þetta á að líta út. Það er hver leikur þegar út í það er komið,“ en á sunnudaginn mætast liðin aftur og þá fá fleiri tækifæri. „Maður eins og Janus Daði mun taka þátt í þeim leik. Við erum búnir að ákveða það. Við ákváðum að hann kæmi ekki inn í kvöld því við fengum fáar sóknir í síðari hálfleik. Þetta voru mikið af hraðaupphlaupum og okkur fannst ekki rétt að setja inn enn einn miðjumanninn.“ HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir að þjálfarateymi landsliðsins færist nær því að taka ákvörðun um hvaða sextán leikmenn spili með Íslandi á HM í janúar. Margir leikmenn fengu tækifæri með Íslandi í kvöld en Guðmundur valdi á dögunum tuttugu manna æfingahóp sem tekur þátt í þessum tveimur vináttulandsleik gegn Barein. „Ég var ánægður með byrjunina þar sem við vorum mjög flottir bæði í vörn og sókn. Það gekk upp sem við ætluðum okkur en síðan byrjum við að fá brottvísanir,“ sagði Guðmundur í leikslok. „Þetta voru klaufalegar brottvísanir og það er alltof mikið að fá á sig fjórar brottvísanir í fyrri hálfleik. Þá fannst mér þeir komast inn í leikinn og það slakknaði á einbeitingunni í hröðum upphlaupum.“ „Við erum að fara með fimm algjör dauðafæri í hröðum upphlaupum og það var dýrt í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn var allt öðruvísi og við þéttum vörnina og stóðum vörnina mjög vel.“ „Við náðum mjög mörgum hraðaupphlaupum. Síðan mátti búast við því að það kæmi smá los á þetta. Við vorum að skipta rosa mikið inn á og það er erfitt að meta frammistöðu liðsins út frá því.“ Guðmundur segir að aðal áhersla leiksins í dag hafi farið í það að komast nær niðurstöðu um tvær stöður; miðjuna og línuna en í viðtali við Stöð 2 í gær sagði Guðmundur að hann myndi nýta leikinn í kvöld til þess að fá svör. „Við vorum að horfa á frammistöðu einstaka leikmanna í öllum stöðum en auðvitað erum við búnir að horfa mikið á miðju- og línumannsstöðuna. Það er engin launung,“ sagði Guðmundur sem segist vera kominn nær niðurstöðu. „Já, við færumst nær því að taka ákvörðun um hvernig þetta á að líta út. Það er hver leikur þegar út í það er komið,“ en á sunnudaginn mætast liðin aftur og þá fá fleiri tækifæri. „Maður eins og Janus Daði mun taka þátt í þeim leik. Við erum búnir að ákveða það. Við ákváðum að hann kæmi ekki inn í kvöld því við fengum fáar sóknir í síðari hálfleik. Þetta voru mikið af hraðaupphlaupum og okkur fannst ekki rétt að setja inn enn einn miðjumanninn.“
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira