Sport

Sjáðu olnbogaskot Oliveira í hnakka Gunnars

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar og Oliveira takast á upp við búrið um helgina.
Gunnar og Oliveira takast á upp við búrið um helgina. Vísir/Getty
Gunnar Nelson kvartaði undan því eftir bardaga sinn gegn Alex Oliveira á bardagakvöldi UFC í Toronto um helgina að hann hafi fengið olnbogaskot frá Brasilíumanninum í hnakkann.

Hér fyrir neðan má sjá umrætt atvik en þar er augljóst að Oliveira lætur tvívegis þungt högg dynja aftan á höfði Gunnars.



Klippa: Olnbogaskot Alex Oliveira


„Hann náði mér með olnbogahöggum sem ég er nokkuð viss um að hafi verið aftan á hnakkann en ég á eftir að sjá þetta aftur,“ sagði Gunnar í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson strax eftir bardagann í Toronto aðfaranótt sunnudags.

Enn fremur fékk Oliveira tiltal frá dómara bardagans fyrir að grípa í búrið þegar Gunnar lyfti Brasilíumanninum til að reyna að ná honum í gólfið. Gunnar segir að dómarinn hafi ekki sett bardagakappana í sömu stöðu eftir að stöðvunina og enn fremur að dómarinn hafi viðurkennt mistök sín eftir bardagann.



Klippa: Gunnar Nelson í viðtali eftir bardagann gegn Alex Oliveira


„Þau [olnbogaskotin] tóku mig úr jafnvægi og það tók mig smá tíma að jafna mig,“ sagði Gunnar sem vann Oliveira á uppgjafartaki í annarri lotu, þar sem Gunnar sýndi mikla yfirburði.

Þetta er í annað sinn í röð sem Gunnar lendir í umdeildu atviki í bardaga sínum. Þegar hann mætti Santiago Ponzinibbio sumarið 2017 potaði Argentínumaðurinn í auga hans rétt áður en hann sigraði Gunnar með rothöggi. UFC aðhafðist ekkert vegna þess máls þrátt fyrir kvartanir frá Gunnari.

Hér má sjá ítarlega frétt um framferði Ponzinibbio gegn Gunnari.

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar sneri aftur með látum 

Bardagakappinn Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira í Toronto um helgina. Eftir jafna fyrstu lotu náði Gunnar undirtökum undir lok annarrar lotu þar sem hann lét höggin dynja og innbyrti sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×