Hjálpum heimilislausum Vörður Leví Traustason skrifar 11. desember 2018 08:00 Heimilislausum og utangarðsfólki hefur fjölgað um 95% á höfuðborgarsvæðinu frá 2012. Ástandið sem hefur ríkt í málefnum þeirra hefur verið skelfilegt. Á sínum tíma var á vegum Hjálpræðishersins opið dagsetur fyrir utangarðsfólk á Eyjaslóð. Rekstri þess var hætt í lok ágúst 2015 þegar leigusamningi var sagt upp og húsnæðið var tekið til annarra nota. Í dag er Kaffistofa Samhjálpar opin á daginn fyrir einstaklinga sem búa við fátækt til að seðja hungur sitt og í Vin á Hverfisgötu hafa einstaklingar sótt sem treysta sér til að fara að húsreglum. Næturskýli Reykjavíkurborgar eru lokuð milli 10 og 17 og ekki nægilega mörg gistipláss til að mæta þörf yfir nóttina. Reykjavíkurborg hefur kynnt tillögur til að bregðast við þessari stöðu. Ætlunin er að staðsetja 25 smáhýsi fyrir heimilislausa víðs vegar í borginni og láta Félagsbústaði hafa meiri fjármuni til að byggja fleiri leiguíbúðir. Auk þess er ætlunin að koma á fót nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík, sk. neyslurými í samstarfi við Rauða krossinn og ríkið. Allt skiptir máli til að takast á við þennan mikla vanda en meira verður að koma til. Fyrr á árinu voru samþykktar tillögur Velferðarvaktarinnar um bættar aðstæður utangarðsfólks. Þar var talið mikilvægast að koma upp dagdvöl fyrir utangarðsfólk sem verði opin allan daginn. Þar væri snyrtiaðstaða og sturtur, matur, fataúthlutun, hvíldaraðstaða, virkni og launuð verkefni, félagsráðgjöf og heilbrigðisþjónusta. Æskilegt væri að dagdvöl yrði ekki langt frá Gistiskýlinu og Konukoti. Velferðarvaktin lagði einnig áherslu á að bæta aðgengi að meðferð við vímuefnavanda og uppræta biðlista. Koma þyrfti á fót fleiri áfangaheimilum þar sem stutt yrði við utangarðsfólk. Einnig þyrfti að tryggja aðgengi að öruggu húsnæði til lengri tíma. Útvega þyrfti atvinnutækifæri þ.e. lágþröskuldsvinnu (low threshold work) sem gæti hentað utangarðsfólki. Að lokum væri mikilvægt að stofnaður yrði formlegur starfshópur af heilbrigðisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem unnið yrði að ofangreindum aðgerðum í samstarfi við frjáls félagasamtök sem sinna málefnum utangarðsfólks. Veturinn er genginn í garð, Esjan hvítnar og norðanáttin blæs ísköldum vindstrengjum yfir borgina. Mikill kvíði er meðal fólks sem veit ekki hvar sinn næsti næturstaður verður. Nú verða allir að vera tilbúnir til að vinna saman að lausn þessa brýna vanda og lýsir Samhjálp sig tilbúna til samstarfs við alla þá sem vilja gera betur og hætta að horfa í aðra átt þegar þeir mæta hinum mikla vanda sem utangarðsfólk á við að etja.Höfundur er framkvæmdastjóri Samhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Heimilislausum og utangarðsfólki hefur fjölgað um 95% á höfuðborgarsvæðinu frá 2012. Ástandið sem hefur ríkt í málefnum þeirra hefur verið skelfilegt. Á sínum tíma var á vegum Hjálpræðishersins opið dagsetur fyrir utangarðsfólk á Eyjaslóð. Rekstri þess var hætt í lok ágúst 2015 þegar leigusamningi var sagt upp og húsnæðið var tekið til annarra nota. Í dag er Kaffistofa Samhjálpar opin á daginn fyrir einstaklinga sem búa við fátækt til að seðja hungur sitt og í Vin á Hverfisgötu hafa einstaklingar sótt sem treysta sér til að fara að húsreglum. Næturskýli Reykjavíkurborgar eru lokuð milli 10 og 17 og ekki nægilega mörg gistipláss til að mæta þörf yfir nóttina. Reykjavíkurborg hefur kynnt tillögur til að bregðast við þessari stöðu. Ætlunin er að staðsetja 25 smáhýsi fyrir heimilislausa víðs vegar í borginni og láta Félagsbústaði hafa meiri fjármuni til að byggja fleiri leiguíbúðir. Auk þess er ætlunin að koma á fót nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík, sk. neyslurými í samstarfi við Rauða krossinn og ríkið. Allt skiptir máli til að takast á við þennan mikla vanda en meira verður að koma til. Fyrr á árinu voru samþykktar tillögur Velferðarvaktarinnar um bættar aðstæður utangarðsfólks. Þar var talið mikilvægast að koma upp dagdvöl fyrir utangarðsfólk sem verði opin allan daginn. Þar væri snyrtiaðstaða og sturtur, matur, fataúthlutun, hvíldaraðstaða, virkni og launuð verkefni, félagsráðgjöf og heilbrigðisþjónusta. Æskilegt væri að dagdvöl yrði ekki langt frá Gistiskýlinu og Konukoti. Velferðarvaktin lagði einnig áherslu á að bæta aðgengi að meðferð við vímuefnavanda og uppræta biðlista. Koma þyrfti á fót fleiri áfangaheimilum þar sem stutt yrði við utangarðsfólk. Einnig þyrfti að tryggja aðgengi að öruggu húsnæði til lengri tíma. Útvega þyrfti atvinnutækifæri þ.e. lágþröskuldsvinnu (low threshold work) sem gæti hentað utangarðsfólki. Að lokum væri mikilvægt að stofnaður yrði formlegur starfshópur af heilbrigðisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem unnið yrði að ofangreindum aðgerðum í samstarfi við frjáls félagasamtök sem sinna málefnum utangarðsfólks. Veturinn er genginn í garð, Esjan hvítnar og norðanáttin blæs ísköldum vindstrengjum yfir borgina. Mikill kvíði er meðal fólks sem veit ekki hvar sinn næsti næturstaður verður. Nú verða allir að vera tilbúnir til að vinna saman að lausn þessa brýna vanda og lýsir Samhjálp sig tilbúna til samstarfs við alla þá sem vilja gera betur og hætta að horfa í aðra átt þegar þeir mæta hinum mikla vanda sem utangarðsfólk á við að etja.Höfundur er framkvæmdastjóri Samhjálpar.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun