Alvarlegt ástand á Landspítalanum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2018 22:00 Alvarlegt ástand skapaðist á Landspítalanum í síðustu viku og fór nýting rúma á bráðalegudeild upp í 117 prósent. Læknaráð bendir á að partur af vandanum sé vegna lakrar þjónustu við aldraða. Gera þurfti landlækni og velferðarráðuneyti viðvart og segir Alma D. Möller landlæknir ástandinu fylgja ákveðin hætta fyrir sjúklinga. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, vakti athygli á því í forstjórapistli sínum að alvarlegt ástanda hafi skapast á spítalanum í síðustu viku. Á hefðbundnum bráðsjúkrahúsum sé gert ráð fyrir að nýting sjúkrarýma sé 85 prósent en hafi farið upp í 117 prósent í liðinni viku. Augljóst sé að öruggi sjúklinga sé ekki tryggt í slíku ástandi. Landlæknir segir vandan tvíþættan. „Annars vegar þá vantar hjúkrunarrými, bara á landinu öllu. Sem gerir það að verkum að það eru fimmtíu og fimm til sextíu aldraðir einstaklingar að bíða eftir hjúkrunarrýmum og eru inni á bráðalegudeildum á Landspítala. Þar með eru færri virk rúm í gangi. Síðan vantar hjúkrunarfræðinga þannig að það eru yfir fjörutíu pláss sem eru lokuð vegna þess,“ segir Alma. Læknaráð ályktaði um málið í morgun og bendir einmitt á að stór hluti vandans liggi í úrræðaleysi fyrir eldri borgara sem ekki er hægt að útskrifa til síns heima án aðstoðar. Einnig að lokun móttöku hjartagáttar á Hringbraut geri það að verkum að sjúklingar, sem áður leituðu þangað, fara nú á bráðamóttöku. Læknaráð beinir tilmælum til heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnar að stórefla þjónustu við aldraða. Þar liggi partur af lausninni. „Það sem þetta gerir er að það eru óþægindi fyrir sjúklingana. Þeir þurfa að bíða eftir pláss og vistast lengur á bráðamóttöku, jafnvel á göngum. Síðan er ákveðin hætta á að ekki sé hægt að sinna þeim sem skyldi, við verðum bara að viðurkenna það. Til dæmis gæti dregist að þeir fái lyf og fleira,“ segir hún. Landspítalinn Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Alvarlegt ástand skapaðist á Landspítalanum í síðustu viku og fór nýting rúma á bráðalegudeild upp í 117 prósent. Læknaráð bendir á að partur af vandanum sé vegna lakrar þjónustu við aldraða. Gera þurfti landlækni og velferðarráðuneyti viðvart og segir Alma D. Möller landlæknir ástandinu fylgja ákveðin hætta fyrir sjúklinga. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, vakti athygli á því í forstjórapistli sínum að alvarlegt ástanda hafi skapast á spítalanum í síðustu viku. Á hefðbundnum bráðsjúkrahúsum sé gert ráð fyrir að nýting sjúkrarýma sé 85 prósent en hafi farið upp í 117 prósent í liðinni viku. Augljóst sé að öruggi sjúklinga sé ekki tryggt í slíku ástandi. Landlæknir segir vandan tvíþættan. „Annars vegar þá vantar hjúkrunarrými, bara á landinu öllu. Sem gerir það að verkum að það eru fimmtíu og fimm til sextíu aldraðir einstaklingar að bíða eftir hjúkrunarrýmum og eru inni á bráðalegudeildum á Landspítala. Þar með eru færri virk rúm í gangi. Síðan vantar hjúkrunarfræðinga þannig að það eru yfir fjörutíu pláss sem eru lokuð vegna þess,“ segir Alma. Læknaráð ályktaði um málið í morgun og bendir einmitt á að stór hluti vandans liggi í úrræðaleysi fyrir eldri borgara sem ekki er hægt að útskrifa til síns heima án aðstoðar. Einnig að lokun móttöku hjartagáttar á Hringbraut geri það að verkum að sjúklingar, sem áður leituðu þangað, fara nú á bráðamóttöku. Læknaráð beinir tilmælum til heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnar að stórefla þjónustu við aldraða. Þar liggi partur af lausninni. „Það sem þetta gerir er að það eru óþægindi fyrir sjúklingana. Þeir þurfa að bíða eftir pláss og vistast lengur á bráðamóttöku, jafnvel á göngum. Síðan er ákveðin hætta á að ekki sé hægt að sinna þeim sem skyldi, við verðum bara að viðurkenna það. Til dæmis gæti dregist að þeir fái lyf og fleira,“ segir hún.
Landspítalinn Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira