„Ég get ekki beðið eftir að leika Höllu“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2018 23:06 Jodie Foster hefur tvívegis fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik. Vísir/Getty Bandaríska kvikmyndagerðarkonan Jodie Foster mun leikstýra og fara með aðahlutverkið í bandarískri endurgerð myndarinnar Kona fer í stríð. Greint er frá þessu á vef Deadline en Kona fer í stríð er mynd leikstjórans Benedikts Erlingssonar þar sem Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið. Myndin verður framlag Íslendinga til Óskarsverðlauna árið 2019. Foster mun bregða sér í hlutverk tónlistarkennarans Höllu sem aðgerðasinni í þágu náttúruverndar og hefur horn í síðu álfyrirtækja sem skaða að hennar mati óspillt hálendi Íslands.Klippa: Kona fer í stríð - sýnishornSkortir orð til að lýsa hrifningu Foster segir myndina hafa heillað sig svo mikið að hana skorti orð til að lýsa hrifningu sinni. Hún segir söguna eiga erindi í dag, hún sé falleg og áhrifarík. Hún segir Höllu vera verndara plánetunnar, hún sé sterk kona sem sé tilbúin að fórna öllu til að breyta rétt. Kona fer í stríð var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes síðastliðið sumar en hún hefur einnig verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Haifa, Hamborg og Melbourne. Myndin hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í október síðastliðnum. Foster segir endurgerðina eiga að gerast í Bandaríkjunum en gaf ekki upp hvenær hún fer í tökur eða hvenær hún á að koma út. „Ég get ekki beðið eftir að leika Höllu,“ er haft eftir Jodie Foster á vef Deadline. „Það er heiður á að fá að taka við taumi hins hæfileikaríka leikstjóra Benedikts Erlingssonar,“ bætir hún við.Enginn betri en Jodie til að leika Höllu Benedikt Erlingsson segir í færslu á Facebook að það sé enginn betur til þess fallinn en Jodie Foster að leika fjallkonuna Höllu. Foster hefur tvívegis hlotið Óskarsverðlaun fyrir leik, en það var fyrir myndirnar The Accused og Silence of the Lambs. „Ég get tekið hattinn ofan fyrir öllu því sem hún hefur staðið fyrir. Hún er baráttukona og um leið ikon. Og við í föruneyti Konunnar sem fór í stríð erum blessuð af þessar samfylgd. Og ferðin er ekki á enda runnin,“ segir Benedikt. Menning Tengdar fréttir Segir Hollywood og Tom Cruise geta lært margt af nýjustu mynd sinni Benedikt Erlingsson fór mikinn í samtali við blaðamenn í Los Angeles. 26. október 2018 14:19 Kona fer í stríð verðlaunuð af Evrópuþinginu Benedikt Erlingsson leikstjóri hlaut í dag LUX kvikmyndaverðlaun Evrópuþingsins við hátíðlega athöfn í Evrópuþinginu í Strassborg fyrir kvikmynd sína, Kona fer í stríð. 14. nóvember 2018 13:18 Kona fer í stríð hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Kvikmyndin hlaut verðlaunin fyrir leiftrandi skemmtilega meðferð á hápólitísku viðfangsefni. 30. október 2018 19:11 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Bandaríska kvikmyndagerðarkonan Jodie Foster mun leikstýra og fara með aðahlutverkið í bandarískri endurgerð myndarinnar Kona fer í stríð. Greint er frá þessu á vef Deadline en Kona fer í stríð er mynd leikstjórans Benedikts Erlingssonar þar sem Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið. Myndin verður framlag Íslendinga til Óskarsverðlauna árið 2019. Foster mun bregða sér í hlutverk tónlistarkennarans Höllu sem aðgerðasinni í þágu náttúruverndar og hefur horn í síðu álfyrirtækja sem skaða að hennar mati óspillt hálendi Íslands.Klippa: Kona fer í stríð - sýnishornSkortir orð til að lýsa hrifningu Foster segir myndina hafa heillað sig svo mikið að hana skorti orð til að lýsa hrifningu sinni. Hún segir söguna eiga erindi í dag, hún sé falleg og áhrifarík. Hún segir Höllu vera verndara plánetunnar, hún sé sterk kona sem sé tilbúin að fórna öllu til að breyta rétt. Kona fer í stríð var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes síðastliðið sumar en hún hefur einnig verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Haifa, Hamborg og Melbourne. Myndin hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í október síðastliðnum. Foster segir endurgerðina eiga að gerast í Bandaríkjunum en gaf ekki upp hvenær hún fer í tökur eða hvenær hún á að koma út. „Ég get ekki beðið eftir að leika Höllu,“ er haft eftir Jodie Foster á vef Deadline. „Það er heiður á að fá að taka við taumi hins hæfileikaríka leikstjóra Benedikts Erlingssonar,“ bætir hún við.Enginn betri en Jodie til að leika Höllu Benedikt Erlingsson segir í færslu á Facebook að það sé enginn betur til þess fallinn en Jodie Foster að leika fjallkonuna Höllu. Foster hefur tvívegis hlotið Óskarsverðlaun fyrir leik, en það var fyrir myndirnar The Accused og Silence of the Lambs. „Ég get tekið hattinn ofan fyrir öllu því sem hún hefur staðið fyrir. Hún er baráttukona og um leið ikon. Og við í föruneyti Konunnar sem fór í stríð erum blessuð af þessar samfylgd. Og ferðin er ekki á enda runnin,“ segir Benedikt.
Menning Tengdar fréttir Segir Hollywood og Tom Cruise geta lært margt af nýjustu mynd sinni Benedikt Erlingsson fór mikinn í samtali við blaðamenn í Los Angeles. 26. október 2018 14:19 Kona fer í stríð verðlaunuð af Evrópuþinginu Benedikt Erlingsson leikstjóri hlaut í dag LUX kvikmyndaverðlaun Evrópuþingsins við hátíðlega athöfn í Evrópuþinginu í Strassborg fyrir kvikmynd sína, Kona fer í stríð. 14. nóvember 2018 13:18 Kona fer í stríð hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Kvikmyndin hlaut verðlaunin fyrir leiftrandi skemmtilega meðferð á hápólitísku viðfangsefni. 30. október 2018 19:11 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Segir Hollywood og Tom Cruise geta lært margt af nýjustu mynd sinni Benedikt Erlingsson fór mikinn í samtali við blaðamenn í Los Angeles. 26. október 2018 14:19
Kona fer í stríð verðlaunuð af Evrópuþinginu Benedikt Erlingsson leikstjóri hlaut í dag LUX kvikmyndaverðlaun Evrópuþingsins við hátíðlega athöfn í Evrópuþinginu í Strassborg fyrir kvikmynd sína, Kona fer í stríð. 14. nóvember 2018 13:18
Kona fer í stríð hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Kvikmyndin hlaut verðlaunin fyrir leiftrandi skemmtilega meðferð á hápólitísku viðfangsefni. 30. október 2018 19:11
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein