Liverpool fer yfir eftirminnilegustu Evrópukvöldin á Anfield og Eiður Smári kemur við sögu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2018 15:30 Skot Eiðs Smára Guðjohnen siglir hér rétt framhjá stönginni. Liverpool slapp með skrekkinn og þetta kvöld er nú í hópi tíu eftirminnilegustu Evrópukvöldanna á Anfield í sögu Liverpool. Vísir/Getty Liverpool þarf á frábærum leik og tveggja marka sigri að halda á Anfield kvöld ætli liðið að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Mótherji kvöldsins er ítalska félagið Napoli og aðeins tveggja marka sigur dugar Liverpool mönnum til ap komast upp fyrir Ítalana. Það má búast við að Paris Saint Germain tryggi sér hitt sætið með sigri á Rauðu stjörnunni á sama tíma. Liverpool hefur búið sér til mikla sögu í Evrópukeppnum í gegnum tíðina og margir eftirminnilegir sigrar hafa unnið á Evrópukvöldum á Anfield í gegnum tíðina. Á heimasíðu Liverpool í dag eru tíu eftirminnilegustu Evrópukvöldin á Anfield rifjuð upp.A walk down memory lane as we look back at some of our best European nights at Anfield... — Liverpool FC (@LFC) December 11, 2018Nýjasta Evrópukvöldið á listanum er magnaður 3-0 sigur á þá yfirburðarliði ensku úrvalsdeildarinnar, Manchester City, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar frá því í fyrra. Mohamed Salah skoraði þá frysta markið áður en þeir Alex Oxlade-Chamberlain og Sadio Mane bættu við mörkum. Liverpool vann líka seinni leikinn og komst alla leið í úrslitaleikinn.One more game. One more chance. Another Anfield special. #WeAreLiverpoolpic.twitter.com/lVUAX0ref9 — Liverpool FC (@LFC) December 11, 2018Á þessum fróðleg lista eru líka tveir sigurleikir á móti Chelsea, sigur á Real Madrid fyrir níu árum og siur á ítalska liðinu Internazionale Milan fyrir meira en hálfri öld síðan. Eiður Smári Guðjohnsen kemur líka við sögu í umfjölluninni á heimasíðu Liverpool en hann fékk dauðafæri til að skjóta Liverpool út úr Meistaradeildinni árið 2005 en hitti ekki markið í dauðafæri. Tíu eftirminnilegustu Evrópukvöldin á Anfield eru annars eftirtalin samkvæmt mati heimasíðu Liverpool. 1. Chelsea, 2005 2. Saint-Etienne, 1977 3. Inter Milan, 1965 4. Olympiacos, 2004 5. Bruges, 1976 6. Borussia Dortmund, 2016 7. Chelsea, 2007 8. Real Madrid, 2009 9. Manchester City, 2018 10. Borussia Moenchengladbach, 1973 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Liverpool þarf á frábærum leik og tveggja marka sigri að halda á Anfield kvöld ætli liðið að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Mótherji kvöldsins er ítalska félagið Napoli og aðeins tveggja marka sigur dugar Liverpool mönnum til ap komast upp fyrir Ítalana. Það má búast við að Paris Saint Germain tryggi sér hitt sætið með sigri á Rauðu stjörnunni á sama tíma. Liverpool hefur búið sér til mikla sögu í Evrópukeppnum í gegnum tíðina og margir eftirminnilegir sigrar hafa unnið á Evrópukvöldum á Anfield í gegnum tíðina. Á heimasíðu Liverpool í dag eru tíu eftirminnilegustu Evrópukvöldin á Anfield rifjuð upp.A walk down memory lane as we look back at some of our best European nights at Anfield... — Liverpool FC (@LFC) December 11, 2018Nýjasta Evrópukvöldið á listanum er magnaður 3-0 sigur á þá yfirburðarliði ensku úrvalsdeildarinnar, Manchester City, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar frá því í fyrra. Mohamed Salah skoraði þá frysta markið áður en þeir Alex Oxlade-Chamberlain og Sadio Mane bættu við mörkum. Liverpool vann líka seinni leikinn og komst alla leið í úrslitaleikinn.One more game. One more chance. Another Anfield special. #WeAreLiverpoolpic.twitter.com/lVUAX0ref9 — Liverpool FC (@LFC) December 11, 2018Á þessum fróðleg lista eru líka tveir sigurleikir á móti Chelsea, sigur á Real Madrid fyrir níu árum og siur á ítalska liðinu Internazionale Milan fyrir meira en hálfri öld síðan. Eiður Smári Guðjohnsen kemur líka við sögu í umfjölluninni á heimasíðu Liverpool en hann fékk dauðafæri til að skjóta Liverpool út úr Meistaradeildinni árið 2005 en hitti ekki markið í dauðafæri. Tíu eftirminnilegustu Evrópukvöldin á Anfield eru annars eftirtalin samkvæmt mati heimasíðu Liverpool. 1. Chelsea, 2005 2. Saint-Etienne, 1977 3. Inter Milan, 1965 4. Olympiacos, 2004 5. Bruges, 1976 6. Borussia Dortmund, 2016 7. Chelsea, 2007 8. Real Madrid, 2009 9. Manchester City, 2018 10. Borussia Moenchengladbach, 1973
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira