Ásmundi blöskrar skóleysi Björns Levís Birgir Olgeirsson skrifar 11. desember 2018 18:11 Ásmundur Friðriksson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Hanna Ásmundur Friðriksson segir Björn Leví Gunnarsson sýna Alþingi mikla vanvirðingu með því að ganga um þingsalinn á sokkaleistunum. Þetta sagði þingmaður Sjálfstæðisflokksins um þingmann Pírata í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag.Ásmundur kvaddi sér hljóðs á Alþingi í dag þar sem hann gerði að umræðuefni klæðnað þingmanna í þingsal. Sagði hann það óviðeigandi af þingmönnum að klæðast gallabuxum við þingstörf og velti fyrir sér hvers vegna bindisskyldan var afnumin þingveturinn 2009 til 2013.Konurnar oftast huggulega klæddar Í Reykjavík síðdegis sagði hann karla sem sitja á þingi eiga að lágmarki að vera í jakkafötum og skyrtu. Klæðnaður kvenna sé ögn frjálslegir en Ásmundur sagði að sér hugnaðist ekki að þær væru í gallabuxum í þinginu. „Þær eru oftast mjög huggulega klæddar en stundum í gallabuxum,“ sagði Ásmundur á Bylgjunni.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.FBL/ERNIRHann sagði einn þingmann ganga um á sokkaleistunum en það sé Björn Leví Gunnarsson. Ásmundur sagðist telja að ekki væri kveðið á um það í reglum Alþingis að þingmenn ættu að vera klæddir í skó við þingstörf. „Menn hafa mögulega ekki haft hugmyndaflug til að láta sér detta það til hugar einhver myndi sýna þinginu þá vanvirðingu að vera á sokkaleistunum,“ sagði Ásmundur.Sagði nei við skrifstofustjórann „Er hann í skónum heima hjá sér? Ég er hvergi innandyra í skóm,“ segir Björn Leví í samtali við Vísi um málið. Björn segist vera ögn heitfengur og svitni óþarflega mikið ef hann er lengi í skónum. „Ég er að spara fólki lykt og svoleiðis,“ segir Björn. Hann segist fáar athugasemdir hafa fengið vegna skóleysisins á Alþingi. Oftast sé honum hrósað fyrir fallega sokka. Skrifstofustjóri Alþingis hafi þó eitt sinn spurt hann hvort hann gæti verið í skóm? „Ég sagði bara; nei!“ Alþingi Tengdar fréttir Níu þingmenn hafa fengið samtals 173 milljónir króna vegna ferða á eigin bíl Níu þingmenn hafa fengið alls 173.283.106 króna greiddar í aksturskostnað vegna ferða á eigin bíl frá Alþingi frá árinu 2007 til og með árinu í ár. 5. desember 2018 14:00 Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. 26. nóvember 2018 14:28 Telur „afar óviðeigandi“ að vera í gallabuxum í þingsal Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði klæðaburð þingmanna að umtalsefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 11. desember 2018 14:15 Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum til þingmanna vegna aksturs. 27. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Ásmundur Friðriksson segir Björn Leví Gunnarsson sýna Alþingi mikla vanvirðingu með því að ganga um þingsalinn á sokkaleistunum. Þetta sagði þingmaður Sjálfstæðisflokksins um þingmann Pírata í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag.Ásmundur kvaddi sér hljóðs á Alþingi í dag þar sem hann gerði að umræðuefni klæðnað þingmanna í þingsal. Sagði hann það óviðeigandi af þingmönnum að klæðast gallabuxum við þingstörf og velti fyrir sér hvers vegna bindisskyldan var afnumin þingveturinn 2009 til 2013.Konurnar oftast huggulega klæddar Í Reykjavík síðdegis sagði hann karla sem sitja á þingi eiga að lágmarki að vera í jakkafötum og skyrtu. Klæðnaður kvenna sé ögn frjálslegir en Ásmundur sagði að sér hugnaðist ekki að þær væru í gallabuxum í þinginu. „Þær eru oftast mjög huggulega klæddar en stundum í gallabuxum,“ sagði Ásmundur á Bylgjunni.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.FBL/ERNIRHann sagði einn þingmann ganga um á sokkaleistunum en það sé Björn Leví Gunnarsson. Ásmundur sagðist telja að ekki væri kveðið á um það í reglum Alþingis að þingmenn ættu að vera klæddir í skó við þingstörf. „Menn hafa mögulega ekki haft hugmyndaflug til að láta sér detta það til hugar einhver myndi sýna þinginu þá vanvirðingu að vera á sokkaleistunum,“ sagði Ásmundur.Sagði nei við skrifstofustjórann „Er hann í skónum heima hjá sér? Ég er hvergi innandyra í skóm,“ segir Björn Leví í samtali við Vísi um málið. Björn segist vera ögn heitfengur og svitni óþarflega mikið ef hann er lengi í skónum. „Ég er að spara fólki lykt og svoleiðis,“ segir Björn. Hann segist fáar athugasemdir hafa fengið vegna skóleysisins á Alþingi. Oftast sé honum hrósað fyrir fallega sokka. Skrifstofustjóri Alþingis hafi þó eitt sinn spurt hann hvort hann gæti verið í skóm? „Ég sagði bara; nei!“
Alþingi Tengdar fréttir Níu þingmenn hafa fengið samtals 173 milljónir króna vegna ferða á eigin bíl Níu þingmenn hafa fengið alls 173.283.106 króna greiddar í aksturskostnað vegna ferða á eigin bíl frá Alþingi frá árinu 2007 til og með árinu í ár. 5. desember 2018 14:00 Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. 26. nóvember 2018 14:28 Telur „afar óviðeigandi“ að vera í gallabuxum í þingsal Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði klæðaburð þingmanna að umtalsefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 11. desember 2018 14:15 Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum til þingmanna vegna aksturs. 27. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Níu þingmenn hafa fengið samtals 173 milljónir króna vegna ferða á eigin bíl Níu þingmenn hafa fengið alls 173.283.106 króna greiddar í aksturskostnað vegna ferða á eigin bíl frá Alþingi frá árinu 2007 til og með árinu í ár. 5. desember 2018 14:00
Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. 26. nóvember 2018 14:28
Telur „afar óviðeigandi“ að vera í gallabuxum í þingsal Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði klæðaburð þingmanna að umtalsefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 11. desember 2018 14:15
Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum til þingmanna vegna aksturs. 27. nóvember 2018 06:15