Talsvert um þrumur og eldingar á höfuðborgarsvæðinu Birgir Olgeirsson skrifar 11. desember 2018 18:34 Margir urðu varir við mikinn hávaða á sjöunda tímanum í kvöld. Vísir/Getty Talsvert hefur verið um þrumur og eldingar á höfuðborgarsvæðinu á sjöunda tímanum í kvöld. Vegfarendur á leið um Sandskeið og Hellisheiði urðu einnig varir við þrumur og eldingar. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands voru eldingarnar yfir höfuðborgarsvæðinu vel á annan tug. Er þetta vegna óstöðugs lofts sem kom í kjölfar skila sem fóru yfir landið í dag. Er búist við að eldingaveðrið haldi áfram í kvöld og nótt. Hafa eldingarnar verið bundnar við suðvesturhorn landsins.Klippa: Þrumur og eldingar í Kópavogi Almannavarnir hafa gefið út leiðbeiningar vegna eldingaveðurs sem má sjá hér fyrir neðan:UtanhússReynið að koma ykkur í skjólForðist vatn, hæðir í landslagi og berangur.Forðist alla málmhluti svo sem, raflínur, girðingar, vélar, tæki o.s.frv. Haldið ykkur fjarri stórum trjám. Forðist að vera í nánd við loftlínur, hávaxin tré, staura, þvottasnúrur, rafmagnsvirki, möstur og landbúnaðartæki hvers konar. Varist jafnframt mýrlendi, vötn og læki.Losið ykkur við bakpoka, byssur, veiðistangir, garðyrkjuáhöld og annað það sem leitt getur rafmagn.Leitið skjóls, ef unnt er, í stærri byggingum eða yfirbyggðu ökutæki úr málmi. Hafið glugga lokaða.Ef grunur leikur á að eldingu slái niður nærri ykkur og þið náið ekki að komast í skjól, ættuð þið að:Krjúpið niður, beygið ykkur fram og styðjið höndum á hnén. Leggist ekki flöt. Haldið ykkur í allt að 5 metra fjarlægð frá þeim sem eru með ykkur úti í eldingaveðri.Klippa: Þrumur og eldingar í GrafarholtiInnanhússÞar sem eldingu getur slegið niður í rafleiðandi lagnir utanhúss og leitt þær inn í hús þá skal:Forðist að nota vatn úr vatnsleiðslum (hvort sem er við uppvask, handþvott, svo og klósett, sturtu eða bað).Í eldingaveðri skal hafa í huga:Haldið ykkur fjarri útidyrum, gluggum og lagnakerfum.Forðast skal að nota tæki sem eru í sambandi við rafmagn. Ef farsími er notaður þá varist að hafa hann í sambandi við hleðslu hvort sem er í bifreið eða innan húss. Takið öll rafmagnstæki s.s. tölvur, rafmagnsverkfæri, ísskáp og sjónvarpstæki úr sambandi frá straumgjafa og loftneti. Notið inniloftnet sé þess kostur. Munið einnig að að aftengja brynningartæki, mjaltarkerfi og rafmagnsgirðinar þar sem það á við.Ef leitað er skjóls í bifreið hafið hurðir og glugga lokaða.Notið ekki talstöðvar eða annan fjarskiptabúnað og varist málmhluti sem geta leitt rafmagnRafspenna situr ekki í þeim sem hefur orðið fyrir eldingu og því má veita nauðsynlega aðstoð strax. Veitið skyndihjálp og hringið í 112. Almannavarnir Veður Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Talsvert hefur verið um þrumur og eldingar á höfuðborgarsvæðinu á sjöunda tímanum í kvöld. Vegfarendur á leið um Sandskeið og Hellisheiði urðu einnig varir við þrumur og eldingar. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands voru eldingarnar yfir höfuðborgarsvæðinu vel á annan tug. Er þetta vegna óstöðugs lofts sem kom í kjölfar skila sem fóru yfir landið í dag. Er búist við að eldingaveðrið haldi áfram í kvöld og nótt. Hafa eldingarnar verið bundnar við suðvesturhorn landsins.Klippa: Þrumur og eldingar í Kópavogi Almannavarnir hafa gefið út leiðbeiningar vegna eldingaveðurs sem má sjá hér fyrir neðan:UtanhússReynið að koma ykkur í skjólForðist vatn, hæðir í landslagi og berangur.Forðist alla málmhluti svo sem, raflínur, girðingar, vélar, tæki o.s.frv. Haldið ykkur fjarri stórum trjám. Forðist að vera í nánd við loftlínur, hávaxin tré, staura, þvottasnúrur, rafmagnsvirki, möstur og landbúnaðartæki hvers konar. Varist jafnframt mýrlendi, vötn og læki.Losið ykkur við bakpoka, byssur, veiðistangir, garðyrkjuáhöld og annað það sem leitt getur rafmagn.Leitið skjóls, ef unnt er, í stærri byggingum eða yfirbyggðu ökutæki úr málmi. Hafið glugga lokaða.Ef grunur leikur á að eldingu slái niður nærri ykkur og þið náið ekki að komast í skjól, ættuð þið að:Krjúpið niður, beygið ykkur fram og styðjið höndum á hnén. Leggist ekki flöt. Haldið ykkur í allt að 5 metra fjarlægð frá þeim sem eru með ykkur úti í eldingaveðri.Klippa: Þrumur og eldingar í GrafarholtiInnanhússÞar sem eldingu getur slegið niður í rafleiðandi lagnir utanhúss og leitt þær inn í hús þá skal:Forðist að nota vatn úr vatnsleiðslum (hvort sem er við uppvask, handþvott, svo og klósett, sturtu eða bað).Í eldingaveðri skal hafa í huga:Haldið ykkur fjarri útidyrum, gluggum og lagnakerfum.Forðast skal að nota tæki sem eru í sambandi við rafmagn. Ef farsími er notaður þá varist að hafa hann í sambandi við hleðslu hvort sem er í bifreið eða innan húss. Takið öll rafmagnstæki s.s. tölvur, rafmagnsverkfæri, ísskáp og sjónvarpstæki úr sambandi frá straumgjafa og loftneti. Notið inniloftnet sé þess kostur. Munið einnig að að aftengja brynningartæki, mjaltarkerfi og rafmagnsgirðinar þar sem það á við.Ef leitað er skjóls í bifreið hafið hurðir og glugga lokaða.Notið ekki talstöðvar eða annan fjarskiptabúnað og varist málmhluti sem geta leitt rafmagnRafspenna situr ekki í þeim sem hefur orðið fyrir eldingu og því má veita nauðsynlega aðstoð strax. Veitið skyndihjálp og hringið í 112.
Almannavarnir Veður Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira