Heimavellir ætla að sækja sér allt að 12 milljarða Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 12. desember 2018 07:00 Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Heimavalla. Heimavellir, stærsta íbúðaleigufélag landsins, stefnir að því að gefa út skuldabréf fyrir allt að tólf milljarða króna í því augnamiði að endurfjármagna langtímaskuldir félagsins á hagstæðari kjörum. Í fyrsta útboði félagsins undir þeim útgáfuramma, sem lauk síðastliðinn mánudag, tókst Heimavöllum að selja fjárfestum skuldabréf fyrir tæplega fjórðung þeirrar upphæðar, eða samtals 3.180 milljónir króna. Fram kom í tilkynningu Heimavalla til Kauphallarinnar að félagið hefði annars vegar samþykkt tilboð fyrir 2.300 milljónir í skuldabréfaflokk sem er til 30 ára og ber 3,65 prósenta fasta verðtryggða vexti og hins vegar skuldabréf til 7 ára sem bera 3,2 prósenta fasta verðtryggða vexti. Stefnt er að skráningu skuldabréfanna fyrir lok apríl 2019. Samkvæmt heimildum Markaðarins hófu fulltrúar Arion banka, ráðgjafa Heimavalla, fundaröð með fjárfestum snemma í síðustu viku vegna skuldabréfaútboðsins. Fram kemur í kynningu til fjárfesta, sem Markaðurinn hefur undir höndum, að íbúðaleigufélagið gefi út tvo nýja skuldabréfaflokka. Annar flokkurinn er til allt að sjö milljarðar króna að stærð og gildir til þrjátíu ára en hinn allt að fimm milljarðar króna að stærð og til sjö ára. Í lok þriðja ársfjórðungs námu vaxtaberandi skuldir leigufélagsins samtals um 36,6 milljörðum króna. Vaxtakjör Heimavalla eru um 4,4 prósent að meðaltali á verðtryggðum langtímalánum, sem eru um 32 milljarðar, en stjórnendur félagsins hafa sagt að um tíu punkta lækkun á meðalvaxtakostnaði feli í sér um 35 milljóna króna sparnað. Í áðurnefndri fjárfestakynningu er sérstaklega tekið fram að með útgáfu skuldabréfanna hyggist Heimavellir endurfjármagna lán frá Íbúðalánasjóði, svonefnd leiguíbúðalán, sem og bankalán en þau fyrrnefndu eru óhagstæðustu lánin í safni félagsins. Lánin frá Íbúðalánasjóði námu um 18,6 milljörðum króna í lok síðasta árs og bera meðalvexti upp á 4,6 prósent. Þau eru meðal annars bundin því skilyrði að lántakinn sé ekki rekinn í hagnaðarskyni og hann greiði jafnframt ekki út arð til hluthafa en stefna Heimavalla til framtíðar er að greiða út arð með reglubundnum hætti. Leiðrétting: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að Heimavellir hefðu ætlað að sækja sér 12 milljarða króna í skuldabréfaútboði félagsins sem lauk sl. mánudag. Hið rétta er að félagið er búið að skilgreina útgáfuramma fyrir útgáfu skuldabréfa, fyrir samtals allt að 12 milljarða, og munu Heimavellir gefa út skuldabréf í nokkrum útboðum undir þeim ramma á þessu ári og næsta ári. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Leiguverð hafi ekki hækkað óeðlilega hjá Heimavöllum Framkvæmdastjóri Heimavalla segir stefnt að því að selja um 400 eignir út úr félaginu og kaupa jafn margar, en hagkvæmari, í staðinn, þannig verði hægt að hækka leigutekjur. Hann hafnar því að leiguverð hjá félaginu hafi hækkað óeðlilega mikið síðustu misseri. 9. júní 2018 19:15 Vonir bundnar við útboð Heimavalla Hluthafar í Heimavöllum binda vonir við að fyrirhugað skuldabréfaútboð og endurfjármögnun leigufélagsins auki tiltrú fjárfesta á félaginu. Stefnt er að því að halda útboðið á næstu dögum eða vikum. 28. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Heimavellir, stærsta íbúðaleigufélag landsins, stefnir að því að gefa út skuldabréf fyrir allt að tólf milljarða króna í því augnamiði að endurfjármagna langtímaskuldir félagsins á hagstæðari kjörum. Í fyrsta útboði félagsins undir þeim útgáfuramma, sem lauk síðastliðinn mánudag, tókst Heimavöllum að selja fjárfestum skuldabréf fyrir tæplega fjórðung þeirrar upphæðar, eða samtals 3.180 milljónir króna. Fram kom í tilkynningu Heimavalla til Kauphallarinnar að félagið hefði annars vegar samþykkt tilboð fyrir 2.300 milljónir í skuldabréfaflokk sem er til 30 ára og ber 3,65 prósenta fasta verðtryggða vexti og hins vegar skuldabréf til 7 ára sem bera 3,2 prósenta fasta verðtryggða vexti. Stefnt er að skráningu skuldabréfanna fyrir lok apríl 2019. Samkvæmt heimildum Markaðarins hófu fulltrúar Arion banka, ráðgjafa Heimavalla, fundaröð með fjárfestum snemma í síðustu viku vegna skuldabréfaútboðsins. Fram kemur í kynningu til fjárfesta, sem Markaðurinn hefur undir höndum, að íbúðaleigufélagið gefi út tvo nýja skuldabréfaflokka. Annar flokkurinn er til allt að sjö milljarðar króna að stærð og gildir til þrjátíu ára en hinn allt að fimm milljarðar króna að stærð og til sjö ára. Í lok þriðja ársfjórðungs námu vaxtaberandi skuldir leigufélagsins samtals um 36,6 milljörðum króna. Vaxtakjör Heimavalla eru um 4,4 prósent að meðaltali á verðtryggðum langtímalánum, sem eru um 32 milljarðar, en stjórnendur félagsins hafa sagt að um tíu punkta lækkun á meðalvaxtakostnaði feli í sér um 35 milljóna króna sparnað. Í áðurnefndri fjárfestakynningu er sérstaklega tekið fram að með útgáfu skuldabréfanna hyggist Heimavellir endurfjármagna lán frá Íbúðalánasjóði, svonefnd leiguíbúðalán, sem og bankalán en þau fyrrnefndu eru óhagstæðustu lánin í safni félagsins. Lánin frá Íbúðalánasjóði námu um 18,6 milljörðum króna í lok síðasta árs og bera meðalvexti upp á 4,6 prósent. Þau eru meðal annars bundin því skilyrði að lántakinn sé ekki rekinn í hagnaðarskyni og hann greiði jafnframt ekki út arð til hluthafa en stefna Heimavalla til framtíðar er að greiða út arð með reglubundnum hætti. Leiðrétting: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að Heimavellir hefðu ætlað að sækja sér 12 milljarða króna í skuldabréfaútboði félagsins sem lauk sl. mánudag. Hið rétta er að félagið er búið að skilgreina útgáfuramma fyrir útgáfu skuldabréfa, fyrir samtals allt að 12 milljarða, og munu Heimavellir gefa út skuldabréf í nokkrum útboðum undir þeim ramma á þessu ári og næsta ári. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Leiguverð hafi ekki hækkað óeðlilega hjá Heimavöllum Framkvæmdastjóri Heimavalla segir stefnt að því að selja um 400 eignir út úr félaginu og kaupa jafn margar, en hagkvæmari, í staðinn, þannig verði hægt að hækka leigutekjur. Hann hafnar því að leiguverð hjá félaginu hafi hækkað óeðlilega mikið síðustu misseri. 9. júní 2018 19:15 Vonir bundnar við útboð Heimavalla Hluthafar í Heimavöllum binda vonir við að fyrirhugað skuldabréfaútboð og endurfjármögnun leigufélagsins auki tiltrú fjárfesta á félaginu. Stefnt er að því að halda útboðið á næstu dögum eða vikum. 28. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Leiguverð hafi ekki hækkað óeðlilega hjá Heimavöllum Framkvæmdastjóri Heimavalla segir stefnt að því að selja um 400 eignir út úr félaginu og kaupa jafn margar, en hagkvæmari, í staðinn, þannig verði hægt að hækka leigutekjur. Hann hafnar því að leiguverð hjá félaginu hafi hækkað óeðlilega mikið síðustu misseri. 9. júní 2018 19:15
Vonir bundnar við útboð Heimavalla Hluthafar í Heimavöllum binda vonir við að fyrirhugað skuldabréfaútboð og endurfjármögnun leigufélagsins auki tiltrú fjárfesta á félaginu. Stefnt er að því að halda útboðið á næstu dögum eða vikum. 28. nóvember 2018 08:00