Hunsuðu viðvaranir og leyfðu Nassar að misnota fimleikastúlkurnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. desember 2018 10:00 Larry Nassar mun deyja í fangelsi fyrir glæpi sína. vísir/getty Bandaríska Ólympíunefndin hefur beðist opinberlega afsökunar eftir að skýrsla leiddi í ljós að fimleikasambandið náði ekki að verja íþróttamenn sína frá því að vera kynsferðislega misnotaðir af lækninum Larry Nassar. Nassar, sem var læknir Michigan State-háskólaliðsins og bandaríska landsliðsins, var fyrr á árinu dæmdur í ríflega 300 ára fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á að minnsta kosti 265 stúlkum yfir margra ára skeið. „Þrátt fyrir að Nassar beri að sjálfsögðu ábyrgð á þessu áratuga langa ofbeldi gegn þessum stúlkum og konum þá framdi hann ekki ódæðisverkin í lokuðu umhverfi. Þvert á móti starfaði hann í umhverfi sem auðveldaði honum að fremja glæpina,“ segir í skýrslunni. BBC greinir frá. Skýrslan var gerð af sjálfstæðum rannsóknaraðilum en hún er 233 síðna löng. Í henni eru viðtöl við ríflega 100 manns og farið er yfir meira en 1,3 milljónir skjala.Margar af þeim sem Nassar braut á voru mættar í dómsal þegar dómur var kveðinn upp.vísir/getty„Fjöldinn allur af stofnunum og einstaklingum ýttu hálfpartinn undir ofbeldið og náðu ekki að stöðva hann. Þar á meðal voru þjálfarar hjá einstaka félögum og í afrekshópum, sjúkraþjálfarar, læknar og yfirmenn hjá Michigan State-háskólanum, bandaríska fimleikasambandinu og Ólympíunefndinni,“ segir í skýrslunni. „Þessar stofnanir og einstaklingar hunsuðu viðvarnir og tóku ekki eftir augljósum aðferðum Nassar til að ala stelpurnar upp í ofbeldinu. Í allra verstu tilfellunum hlustuðu þessar stofnanir og ákveðnir einstaklingar ekki á stúlkurnar þegar að þær báðu um hjálp, varnarlausar gagnvart kynferðislegu ofbeldi Larry Nassar,“ segir enn fremur í skýrslunni. Fram kemur í skýrslunni að Scott Blackmun, fyrrverandi yfirmaður bandarísku Ólympíunefndarinnar, og Alan Ashley, afreksstjóri nefndarinnar, hafi verið látnir vita af ásökunum í garð Nassar árið 2015 en þeir létu enga aðra vita. Bandaríska Ólympíunefndin hefur sett af stað mikið ferli hjá sér til að koma í veg fyrir að slíkir hlutir gerist afturr, en Blackmun hætti vegna heilsufarsástæðna í febrúar á þessu ári en Ashley var rekinn um leið og skýrslan var birt. Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar Tengdar fréttir Bandaríska fimleikasambandið lýsir sig gjaldþrota Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta en sambandið siglir ennþá mikinn ólgusjó eftir Larry Nassar málið. 6. desember 2018 09:15 Bono hættir eftir gagnrýni frá Ólympíumeisturunum Mary Bono hefur hætt sem forseti bandaríska fimleikasambandsins eftir aðeins fjóra daga í starfi. 17. október 2018 13:30 Fyrrum forseti fimleikasambandsins handtekinn Vandræðaganginum í kringum bandaríska fimleikasambandið er ekki lokið og nú síðast var fyrrum forseti sambandsins handtekinn fyrir að leyna sönnunargögnum í málinu gegn Larry Nassar. 18. október 2018 11:30 Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Sjá meira
Bandaríska Ólympíunefndin hefur beðist opinberlega afsökunar eftir að skýrsla leiddi í ljós að fimleikasambandið náði ekki að verja íþróttamenn sína frá því að vera kynsferðislega misnotaðir af lækninum Larry Nassar. Nassar, sem var læknir Michigan State-háskólaliðsins og bandaríska landsliðsins, var fyrr á árinu dæmdur í ríflega 300 ára fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á að minnsta kosti 265 stúlkum yfir margra ára skeið. „Þrátt fyrir að Nassar beri að sjálfsögðu ábyrgð á þessu áratuga langa ofbeldi gegn þessum stúlkum og konum þá framdi hann ekki ódæðisverkin í lokuðu umhverfi. Þvert á móti starfaði hann í umhverfi sem auðveldaði honum að fremja glæpina,“ segir í skýrslunni. BBC greinir frá. Skýrslan var gerð af sjálfstæðum rannsóknaraðilum en hún er 233 síðna löng. Í henni eru viðtöl við ríflega 100 manns og farið er yfir meira en 1,3 milljónir skjala.Margar af þeim sem Nassar braut á voru mættar í dómsal þegar dómur var kveðinn upp.vísir/getty„Fjöldinn allur af stofnunum og einstaklingum ýttu hálfpartinn undir ofbeldið og náðu ekki að stöðva hann. Þar á meðal voru þjálfarar hjá einstaka félögum og í afrekshópum, sjúkraþjálfarar, læknar og yfirmenn hjá Michigan State-háskólanum, bandaríska fimleikasambandinu og Ólympíunefndinni,“ segir í skýrslunni. „Þessar stofnanir og einstaklingar hunsuðu viðvarnir og tóku ekki eftir augljósum aðferðum Nassar til að ala stelpurnar upp í ofbeldinu. Í allra verstu tilfellunum hlustuðu þessar stofnanir og ákveðnir einstaklingar ekki á stúlkurnar þegar að þær báðu um hjálp, varnarlausar gagnvart kynferðislegu ofbeldi Larry Nassar,“ segir enn fremur í skýrslunni. Fram kemur í skýrslunni að Scott Blackmun, fyrrverandi yfirmaður bandarísku Ólympíunefndarinnar, og Alan Ashley, afreksstjóri nefndarinnar, hafi verið látnir vita af ásökunum í garð Nassar árið 2015 en þeir létu enga aðra vita. Bandaríska Ólympíunefndin hefur sett af stað mikið ferli hjá sér til að koma í veg fyrir að slíkir hlutir gerist afturr, en Blackmun hætti vegna heilsufarsástæðna í febrúar á þessu ári en Ashley var rekinn um leið og skýrslan var birt.
Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar Tengdar fréttir Bandaríska fimleikasambandið lýsir sig gjaldþrota Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta en sambandið siglir ennþá mikinn ólgusjó eftir Larry Nassar málið. 6. desember 2018 09:15 Bono hættir eftir gagnrýni frá Ólympíumeisturunum Mary Bono hefur hætt sem forseti bandaríska fimleikasambandsins eftir aðeins fjóra daga í starfi. 17. október 2018 13:30 Fyrrum forseti fimleikasambandsins handtekinn Vandræðaganginum í kringum bandaríska fimleikasambandið er ekki lokið og nú síðast var fyrrum forseti sambandsins handtekinn fyrir að leyna sönnunargögnum í málinu gegn Larry Nassar. 18. október 2018 11:30 Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Sjá meira
Bandaríska fimleikasambandið lýsir sig gjaldþrota Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta en sambandið siglir ennþá mikinn ólgusjó eftir Larry Nassar málið. 6. desember 2018 09:15
Bono hættir eftir gagnrýni frá Ólympíumeisturunum Mary Bono hefur hætt sem forseti bandaríska fimleikasambandsins eftir aðeins fjóra daga í starfi. 17. október 2018 13:30
Fyrrum forseti fimleikasambandsins handtekinn Vandræðaganginum í kringum bandaríska fimleikasambandið er ekki lokið og nú síðast var fyrrum forseti sambandsins handtekinn fyrir að leyna sönnunargögnum í málinu gegn Larry Nassar. 18. október 2018 11:30