„Að leika í mynd sem Peter Jackson er að gera opnar mjög margar dyr“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. desember 2018 14:30 Hera Hilmarsdóttir gerir það gott í sjónvarps- og kvikmyndabransanum erlendis. fréttablaðið/stefán Hera Hilmarsdóttir er í aðalhlutverki í nýjustu stórmynd Peter Jackson sem verður forsýnd hér á landi í kvöld. „Mig langar að segja að þetta sé ævintýramynd en hún gerist í framtíðinni, svona þrjú þúsund ár fram í tímann,“ segir Hera hjá Ívari Guðmundssyni á Bylgjunni í morgun. „Það hefur verið einhverskonar stríð á okkar tíma og þarna býr fólk öðruvísi. Það býr í borgum sem hreyfast um á hjólum. Í miðri sögu er fylgst með stelpu sem vill drepa manninn sem drap móðir hennar,“ segir Hera sem leikur einmitt þann karakter. Myndin ber nafnið Mortal Engines og kemur í kvikmyndahús um heim allan í desember eða um næstu helgi. Er hún nýjasta afurð Jackson sem best er þekktur fyrir Lord of the Rings myndir sínar.Sjá einnig: Var óviss um að hún væri nógu góð fyrir Ben KingsleyMortal Engines segir frá fjarlægri framtíð þar sem jarðarbúar hafast við á því litla sem eftir er af jörðinni vegna mikilla hamfara. Mannfólkið hefur þar náð að aðlagast þessum hrikalegu aðstæðum.Leikur Hera hlutverk Hester Shaw í myndinni en með önnur hlutverk fara Hugo Weaving og Stephen Lang. Leikstjóri er Christian Rivers, náinn samstarfsmaður Jackson, sem framleiðir myndina. „Mér finnst hún vera ofurhetja í hjartanu en hún er samt ekki alvöru ofurhetja í þeim skilningi. Þetta er í raun saga um konu sem hefur gjörsamlega verið misboðið og er reið og vill hefna sín. Það að leika í mynd sem Peter Jackson er að gera opnar mjög margar dyr og allt í einu eru margir að horfa á það sem þú ert að gera. Ég hef ekki leikið í svona mynd áður, svona vísindaskáldskap.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Heru. Bíó og sjónvarp Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Hera Hilmarsdóttir er í aðalhlutverki í nýjustu stórmynd Peter Jackson sem verður forsýnd hér á landi í kvöld. „Mig langar að segja að þetta sé ævintýramynd en hún gerist í framtíðinni, svona þrjú þúsund ár fram í tímann,“ segir Hera hjá Ívari Guðmundssyni á Bylgjunni í morgun. „Það hefur verið einhverskonar stríð á okkar tíma og þarna býr fólk öðruvísi. Það býr í borgum sem hreyfast um á hjólum. Í miðri sögu er fylgst með stelpu sem vill drepa manninn sem drap móðir hennar,“ segir Hera sem leikur einmitt þann karakter. Myndin ber nafnið Mortal Engines og kemur í kvikmyndahús um heim allan í desember eða um næstu helgi. Er hún nýjasta afurð Jackson sem best er þekktur fyrir Lord of the Rings myndir sínar.Sjá einnig: Var óviss um að hún væri nógu góð fyrir Ben KingsleyMortal Engines segir frá fjarlægri framtíð þar sem jarðarbúar hafast við á því litla sem eftir er af jörðinni vegna mikilla hamfara. Mannfólkið hefur þar náð að aðlagast þessum hrikalegu aðstæðum.Leikur Hera hlutverk Hester Shaw í myndinni en með önnur hlutverk fara Hugo Weaving og Stephen Lang. Leikstjóri er Christian Rivers, náinn samstarfsmaður Jackson, sem framleiðir myndina. „Mér finnst hún vera ofurhetja í hjartanu en hún er samt ekki alvöru ofurhetja í þeim skilningi. Þetta er í raun saga um konu sem hefur gjörsamlega verið misboðið og er reið og vill hefna sín. Það að leika í mynd sem Peter Jackson er að gera opnar mjög margar dyr og allt í einu eru margir að horfa á það sem þú ert að gera. Ég hef ekki leikið í svona mynd áður, svona vísindaskáldskap.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Heru.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira