Akurnesingar fagna og kalla vegtollana flýtigjöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2018 16:21 Hvalfjarðargöng voru opnuð árið 1998 en nú tuttugu árum síðar hefur gjaldtöku verið hætt samkvæmt áætlun. Fréttablaðið/Pjetur Bæjarstjórn Akraness fagnar fyrirhuguðum veggjöldum, sem Skagamenn kalla flýtigjöld, sem taka á upp á öllum stofnbrautum út frá Reykjavík og í öllum jarðgöngum landsins. Þetta kemur fram í ályktun bæjarstjórnar frá því í gær þar sem lýst er yfir mikilli ánægju með þá „viðhorfsbreytingu sem orðið hefur á Alþingi Íslendinga til stórfelldra samgöngubóta sem fyrirhugaðar eru á næstu árum og verða fjármagnaðar með álagningu flýtigjalda.“ Skagamenn þekkja gjaldtöku í íslenska vegakerfinu betur en flestir enda ólíkt að íbúar nokkurs bæjarfélag hafi nýtt Hvalfjarðargöngin jafnvel undanfarin tuttugu ár. „Akurnesingar hafa verið í fararbroddi í þessari hugsun á Íslandi í yfir 20 ár eins og bygging og rekstur Hvalfjarðarganga eru góður vitnisburður um. Bæjarstjórn Akraness vill minna á að hjá starfsfólki Spalar á Akranesi, sem annaðist daglegan rekstur Hvalfjarðarganga, hefur myndast mikil þekking á gjaldtöku af notkun samgöngumannvirkja,“ segir í ályktun bæjarstjórnar. Hvetja þau Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, til þess að nýta þessa yfirgripsmiklu þekkingu starfsfólks Spalar við undirbúning og ákvörðun um staðsetningu og umsýslu með innheimtu flýtigjalda á Íslandi. Sautján manns missa vinnuna hjá Speli eftir að gjaldtöku í göngunum var hætt. Ráðherra hefur útskýrt að veggjöldin séu meðal annars til komin vegna aðgerðaáætlunar ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum er viðkoma orkuskiptum. „Þá höfum við orðið þess fullviss að tekjur ríkisins af bensín- og dísilgjöldum munu fara hratt lækkandi næstu ár og þær tekjur munu þá ekki duga fyrir þeim vegaframkvæmdum sem við almennt sættum okkur við,“ sagði Sigurður Ingi á dögunum. Akranes Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Bæjarstjórn Akraness fagnar fyrirhuguðum veggjöldum, sem Skagamenn kalla flýtigjöld, sem taka á upp á öllum stofnbrautum út frá Reykjavík og í öllum jarðgöngum landsins. Þetta kemur fram í ályktun bæjarstjórnar frá því í gær þar sem lýst er yfir mikilli ánægju með þá „viðhorfsbreytingu sem orðið hefur á Alþingi Íslendinga til stórfelldra samgöngubóta sem fyrirhugaðar eru á næstu árum og verða fjármagnaðar með álagningu flýtigjalda.“ Skagamenn þekkja gjaldtöku í íslenska vegakerfinu betur en flestir enda ólíkt að íbúar nokkurs bæjarfélag hafi nýtt Hvalfjarðargöngin jafnvel undanfarin tuttugu ár. „Akurnesingar hafa verið í fararbroddi í þessari hugsun á Íslandi í yfir 20 ár eins og bygging og rekstur Hvalfjarðarganga eru góður vitnisburður um. Bæjarstjórn Akraness vill minna á að hjá starfsfólki Spalar á Akranesi, sem annaðist daglegan rekstur Hvalfjarðarganga, hefur myndast mikil þekking á gjaldtöku af notkun samgöngumannvirkja,“ segir í ályktun bæjarstjórnar. Hvetja þau Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, til þess að nýta þessa yfirgripsmiklu þekkingu starfsfólks Spalar við undirbúning og ákvörðun um staðsetningu og umsýslu með innheimtu flýtigjalda á Íslandi. Sautján manns missa vinnuna hjá Speli eftir að gjaldtöku í göngunum var hætt. Ráðherra hefur útskýrt að veggjöldin séu meðal annars til komin vegna aðgerðaáætlunar ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum er viðkoma orkuskiptum. „Þá höfum við orðið þess fullviss að tekjur ríkisins af bensín- og dísilgjöldum munu fara hratt lækkandi næstu ár og þær tekjur munu þá ekki duga fyrir þeim vegaframkvæmdum sem við almennt sættum okkur við,“ sagði Sigurður Ingi á dögunum.
Akranes Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira