Jón segir veggjöldin gjörbylta samgöngum á næstu 5 árum Kristján Már Unnarsson skrifar 12. desember 2018 20:00 Jón Gunnarsson er starfandi formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Stöð 2/Bjarni Einarsson. Landsmenn munu sjá gjörbyltingu í samgöngumálum á næstu fimm árum, að mati Jóns Gunnarssonar, formanns þingnefndarinnar sem leiðir upptöku veggjalda. Hann segir lægsta gjald verða á bilinu 100 til 150 krónur, en þverpólitískt samkomulag náðist í gærkvöldi um að málið yrði klárað á fyrstu vikum nýs árs. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Samkvæmt samkomulagi formanna flokkanna verður samgönguáætlun lögð fram á Alþingi strax eftir jólahlé og kláruð fyrir 1. febrúar. Starfandi formanni umhverfis- og samgöngunefndar líst vel á niðurstöðuna. „Það má svo sem ekki seinna vera þannig að Vegagerðin og samgönguráðuneytið hafi skýrar línur frá þinginu. En þetta er alveg ásættanlegt,“ segir Jón og kveðst vonast til að breið sátt náist um málið.Samgönguáætlun verður áfram til meðferðar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Já, ég er bara bjartsýnn á það. Vegna þess að efnislega er mjög margir þingmenn og þingflokkar sammála um að það verði að grípa til róttækra ráðstafana í uppbyggingu vegakerfisins og eru sammála þessari leið.“ Veggjöldin yrðu lögð á stofnbrautir í nágrenni Reykjavíkur en einnig á jarðgöng. „Til að gæta jafnræðis meðal landsmanna, að það verði gjaldtaka líka út um land til að við tökum öll þátt í þessu stórverkefni sameiginlega.“ Rétt eins og var í Hvalfjarðargöngum yrði hærra gjald fyrir staka ferð, sem Jón býst við að einkum erlendir ferðamenn greiði, en þorri almennings myndi greiða lægsta gjald, á bilinu 100 til 150 krónur, sem Jón býst við að gæti endað í kringum 130-140 krónur. En það verða engin gjaldskýli. „Gjaldtakan verður rafræn þannig að hún tefur ekki umferð.“Gjaldskýli eins og við Hvalfjarðargöng verða ekki sett upp til að innheimta veggjöldin.Vísir/PjeturGagnrýnt er að í þessu felist enn hærri gjöld á bíleigendur en Jón telur þau réttlætanleg. Hann hvetur menn til að horfa ekki eingöngu á hvað þetta kosti heldur einnig hver ávinningurinn verði af því að framkvæmdir komi hratt inn. Þar skori umferðaröryggi hæst en jafnframt sparist heimilisútgjöld við það að ferðatími styttist um leið og dragi úr mengun. Með veggjöldunum er ætlunin að flýta framkvæmdum um land allt og þegar liggja fyrir meginlínur um hvaða verkefni verða valin, að sögn Jóns. „Þarna eru undir þessar stofnleiðir út frá höfuðborgarsvæðinu með fullnaðarfrágangi á Reykjanesbraut, alveg í gegnum höfuðborgina, það er að segja í gegnum Hafnarfjörð og alveg inn að Holtavegi með mislægum gatnamótum á Bústaðaveg. Og síðan Suðurlandsvegur austur að vegamótum fyrir austan Selfoss. Og upp í Borgarnes.“ Framkvæmdum í dreifbýlinu verður einnig flýtt. „Ekki síst á sveita- og tengivegum. Öxi, Dynjandisheiði, Skógarströndin, Vatnsnesvegur. Þetta eru svona vegarkaflar sem má nefna. Ég segi allavega að á næstu fimm árum, með því að fara þessa leið, munum við sjá gjörbyltingu í samgöngumálum okkar hér á landi,“ segir Jón Gunnarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Hafnarfjörður Hvalfjarðargöng Tengdar fréttir Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00 Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Landsmenn munu sjá gjörbyltingu í samgöngumálum á næstu fimm árum, að mati Jóns Gunnarssonar, formanns þingnefndarinnar sem leiðir upptöku veggjalda. Hann segir lægsta gjald verða á bilinu 100 til 150 krónur, en þverpólitískt samkomulag náðist í gærkvöldi um að málið yrði klárað á fyrstu vikum nýs árs. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Samkvæmt samkomulagi formanna flokkanna verður samgönguáætlun lögð fram á Alþingi strax eftir jólahlé og kláruð fyrir 1. febrúar. Starfandi formanni umhverfis- og samgöngunefndar líst vel á niðurstöðuna. „Það má svo sem ekki seinna vera þannig að Vegagerðin og samgönguráðuneytið hafi skýrar línur frá þinginu. En þetta er alveg ásættanlegt,“ segir Jón og kveðst vonast til að breið sátt náist um málið.Samgönguáætlun verður áfram til meðferðar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Já, ég er bara bjartsýnn á það. Vegna þess að efnislega er mjög margir þingmenn og þingflokkar sammála um að það verði að grípa til róttækra ráðstafana í uppbyggingu vegakerfisins og eru sammála þessari leið.“ Veggjöldin yrðu lögð á stofnbrautir í nágrenni Reykjavíkur en einnig á jarðgöng. „Til að gæta jafnræðis meðal landsmanna, að það verði gjaldtaka líka út um land til að við tökum öll þátt í þessu stórverkefni sameiginlega.“ Rétt eins og var í Hvalfjarðargöngum yrði hærra gjald fyrir staka ferð, sem Jón býst við að einkum erlendir ferðamenn greiði, en þorri almennings myndi greiða lægsta gjald, á bilinu 100 til 150 krónur, sem Jón býst við að gæti endað í kringum 130-140 krónur. En það verða engin gjaldskýli. „Gjaldtakan verður rafræn þannig að hún tefur ekki umferð.“Gjaldskýli eins og við Hvalfjarðargöng verða ekki sett upp til að innheimta veggjöldin.Vísir/PjeturGagnrýnt er að í þessu felist enn hærri gjöld á bíleigendur en Jón telur þau réttlætanleg. Hann hvetur menn til að horfa ekki eingöngu á hvað þetta kosti heldur einnig hver ávinningurinn verði af því að framkvæmdir komi hratt inn. Þar skori umferðaröryggi hæst en jafnframt sparist heimilisútgjöld við það að ferðatími styttist um leið og dragi úr mengun. Með veggjöldunum er ætlunin að flýta framkvæmdum um land allt og þegar liggja fyrir meginlínur um hvaða verkefni verða valin, að sögn Jóns. „Þarna eru undir þessar stofnleiðir út frá höfuðborgarsvæðinu með fullnaðarfrágangi á Reykjanesbraut, alveg í gegnum höfuðborgina, það er að segja í gegnum Hafnarfjörð og alveg inn að Holtavegi með mislægum gatnamótum á Bústaðaveg. Og síðan Suðurlandsvegur austur að vegamótum fyrir austan Selfoss. Og upp í Borgarnes.“ Framkvæmdum í dreifbýlinu verður einnig flýtt. „Ekki síst á sveita- og tengivegum. Öxi, Dynjandisheiði, Skógarströndin, Vatnsnesvegur. Þetta eru svona vegarkaflar sem má nefna. Ég segi allavega að á næstu fimm árum, með því að fara þessa leið, munum við sjá gjörbyltingu í samgöngumálum okkar hér á landi,“ segir Jón Gunnarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Hafnarfjörður Hvalfjarðargöng Tengdar fréttir Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00 Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00
Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00
Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45