Laxeldisfyrirtæki sýknað af kröfu málsóknarfélags Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2018 22:35 Laxar fiskeldi fékk leyfið í mars árið 2012 til að reka sjókvíaeldi á laxi í Reyðarfirði, allt að sex þúsund tonnum árlega. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir. Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Laxa fiskeldi ehf. og Matvælastofnun af kröfu Náttúruverndar 2 málsóknarfélags um að ógilt verði rekstrarleyfi sem Fiskistofa veitti. Laxar fiskeldi fékk leyfið í mars árið 2012 til að reka sjókvíaeldi á laxi í Reyðarfirði, allt að sex þúsund tonnum árlega. Stofnfélagar málsóknarfélagsins eru Veiðifélag Hofsár og Sunnudalsár, Árhvammi, Vopnafirði, sem fer með veiðirétt landeigenda við Hofsá og Sunnudalsás, Veiðifélag Selár, Fremri-Nýpum, Vopnafirði sem fer með veiðirétt landeigenda við Selá, Veiðifélag Breiðdælinga, Heydölum, Breiðdalsvík, sem fer með veiðirétt landeigenda við Breiðdalsá, og Veiðifélag Vesturdalsár, Hamrahlíð 24, Vopnafirði, sem fer með veiðirétt landeigenda við Vesturdalsá. Félagið heldur því fram að ef starfsemi Laxa fiskeldis ehf. byggð á rekstarleyfinu, laxeldi í sjókvíum, nái fram að ganga sé innan fárra ára svo gott sem vissa fyrir eyðingu villtra laxastofna í ám á Íslandi, þar með töldum þeim laxveiðiám sem eru í eigu aðila sem stofnuðu félagið.Ríkið hafi heimild til að setja lög og reglur um auðlindanýtingu Héraðsdómur Reykjaness féllst ekki á rök málsóknarfélagsins, þar með talið að annmarkar á leyfinu leiði til þess að það verði ógilt eða að fella bera það úr gildi því það var útrunnið. Þá taldi dómurinn að ekki hafi verið sýnt fram á neina annmarka á ákvörðun Skipulagsstofnunar sem geta leitt til þess að rekstrarleyfið verði ógilt. Málsóknarfélagið hélt því fram að lagaheimild skorti til að afhenda Löxum fiskeldi afnot af því hafsvæði þar sem starfsemin fari fram. Um er að ræða hafsvæði utan netlaga en innan landhelgi Íslands. Héraðsdómur Reykjaness benti á að samkvæmt lögum um eignarétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins er íslenska ríkið eigandi svæðisins. Svæðið sé á forráðasvæði íslenska ríkisins samkvæmt lögum um landhelgi, efnahagslögsögu og hefur ríkið því heimild til að setja lög og reglur um nýtingu auðlinda, eins og gert hefur verið með lögum um fiskeldi. Var því þessari málsástæðu málsóknarfélagsins hafnað.Ekkert sýndi fram á verulega fjárhagslega hagsmuni starfsmanns Þá vildi málsóknarfélagið meina að starfsmaður Matvælastofnunar hafi verið vanhæfur til meðferðar á rekstrarleyfi Laxa fiskeldis og það valdi ógildingu rekstrarleyfisins. Vildi málsóknarfélagið meina að starfsmaðurinn hafi átt persónulegra fjárhagslegra hagsmuna að gæta af málinu þar sem hann hafi starfað að hluta sjálfstætt vegna þjónustu á laxeldisfyrirtæki, það er með því að selja bóluefni til eldisfyrirtækja. Héraðsdómur Reykjaness sagði starfsmanninn ekki hafa komið að útgáfu rekstrarleyfisins, heldur veitti fyrir hönd Matvælastofnunar umsögn til Skipulagsstofnunar og var umsögnin aðeins ein af mörgum. Þá taldi Héraðsdómur Reykjaness að ekkert lægi fyrir um að fjárhagslegir hagsmunir starfsmannsins hafi verið svo verulegir að aðkoma hans að undirbúningi málsins geti leitt til þess að rekstrarleyfið yrði ógilt. Var kröfu málsóknarfélagsins því hafnað en dóminn í heild má lesa hér. Dómsmál Fiskeldi Fjarðabyggð Tengdar fréttir Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldi Rýnt í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna. 11. október 2018 13:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Laxa fiskeldi ehf. og Matvælastofnun af kröfu Náttúruverndar 2 málsóknarfélags um að ógilt verði rekstrarleyfi sem Fiskistofa veitti. Laxar fiskeldi fékk leyfið í mars árið 2012 til að reka sjókvíaeldi á laxi í Reyðarfirði, allt að sex þúsund tonnum árlega. Stofnfélagar málsóknarfélagsins eru Veiðifélag Hofsár og Sunnudalsár, Árhvammi, Vopnafirði, sem fer með veiðirétt landeigenda við Hofsá og Sunnudalsás, Veiðifélag Selár, Fremri-Nýpum, Vopnafirði sem fer með veiðirétt landeigenda við Selá, Veiðifélag Breiðdælinga, Heydölum, Breiðdalsvík, sem fer með veiðirétt landeigenda við Breiðdalsá, og Veiðifélag Vesturdalsár, Hamrahlíð 24, Vopnafirði, sem fer með veiðirétt landeigenda við Vesturdalsá. Félagið heldur því fram að ef starfsemi Laxa fiskeldis ehf. byggð á rekstarleyfinu, laxeldi í sjókvíum, nái fram að ganga sé innan fárra ára svo gott sem vissa fyrir eyðingu villtra laxastofna í ám á Íslandi, þar með töldum þeim laxveiðiám sem eru í eigu aðila sem stofnuðu félagið.Ríkið hafi heimild til að setja lög og reglur um auðlindanýtingu Héraðsdómur Reykjaness féllst ekki á rök málsóknarfélagsins, þar með talið að annmarkar á leyfinu leiði til þess að það verði ógilt eða að fella bera það úr gildi því það var útrunnið. Þá taldi dómurinn að ekki hafi verið sýnt fram á neina annmarka á ákvörðun Skipulagsstofnunar sem geta leitt til þess að rekstrarleyfið verði ógilt. Málsóknarfélagið hélt því fram að lagaheimild skorti til að afhenda Löxum fiskeldi afnot af því hafsvæði þar sem starfsemin fari fram. Um er að ræða hafsvæði utan netlaga en innan landhelgi Íslands. Héraðsdómur Reykjaness benti á að samkvæmt lögum um eignarétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins er íslenska ríkið eigandi svæðisins. Svæðið sé á forráðasvæði íslenska ríkisins samkvæmt lögum um landhelgi, efnahagslögsögu og hefur ríkið því heimild til að setja lög og reglur um nýtingu auðlinda, eins og gert hefur verið með lögum um fiskeldi. Var því þessari málsástæðu málsóknarfélagsins hafnað.Ekkert sýndi fram á verulega fjárhagslega hagsmuni starfsmanns Þá vildi málsóknarfélagið meina að starfsmaður Matvælastofnunar hafi verið vanhæfur til meðferðar á rekstrarleyfi Laxa fiskeldis og það valdi ógildingu rekstrarleyfisins. Vildi málsóknarfélagið meina að starfsmaðurinn hafi átt persónulegra fjárhagslegra hagsmuna að gæta af málinu þar sem hann hafi starfað að hluta sjálfstætt vegna þjónustu á laxeldisfyrirtæki, það er með því að selja bóluefni til eldisfyrirtækja. Héraðsdómur Reykjaness sagði starfsmanninn ekki hafa komið að útgáfu rekstrarleyfisins, heldur veitti fyrir hönd Matvælastofnunar umsögn til Skipulagsstofnunar og var umsögnin aðeins ein af mörgum. Þá taldi Héraðsdómur Reykjaness að ekkert lægi fyrir um að fjárhagslegir hagsmunir starfsmannsins hafi verið svo verulegir að aðkoma hans að undirbúningi málsins geti leitt til þess að rekstrarleyfið yrði ógilt. Var kröfu málsóknarfélagsins því hafnað en dóminn í heild má lesa hér.
Dómsmál Fiskeldi Fjarðabyggð Tengdar fréttir Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldi Rýnt í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna. 11. október 2018 13:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira
Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldi Rýnt í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna. 11. október 2018 13:00