Áttunda barn Clint Eastwood mætti á frumsýningu sem staðfesti þrálátan orðróm Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa 13. desember 2018 00:04 Clint Eastwood á frumsýningu The Mule. Vísir/Getty Nýjasta kvikmynd bandaríska Óskarsverðlaunahafans Clint Eastwood var frumsýnd vestanhafs í vikunni. Myndin ber heitið The Mule en öll börn Eastwoods voru samankomin á frumsýningunni, átta talsins. Orðrómur hafði gengið lengi vel um Hollywood að Eastwood hefði eignast barn áður en hann sló í gegn fyrir mörgum áratugum og það barn hafi verið gefið til ættleiðingar. Eastwood gekkst þó ekki við því opinberlega að þetta hefði átt sér stað. Það vakti því mikla athygli á frumsýningunni á mánudag þegar áttunda afkvæmið bættist í hóp barna hans sem var á frumsýningunni. Um er að ræða Laurie Eastwood sem Clint Eastwood er sagður hafa eignast með konu sem hann átti í launsambandi við þegar hann var trúlofaður Maggie Johnson árið 1953. Yngsta dóttir Eastwood, hin 22 ára gamla Morgan, staðfesti við viðstadda á frumsýningunni að Laurie væri systir hennar. Hún birti mynd á Instagram þar sem hún sagði það afar sjaldgæft að öll átta afkvæmi Clints Eastwood væru saman á mynd. Það gerði einnig Alison Eastwood sem Clint eignaðist með Maggie Johnson. Laurie er fyrir miðju á myndinni. View this post on InstagramI'm not sure there has ever been a picture of all 8 kids together but here it is... #eastwoods A post shared by Alison Eastwood (@alison.e.wood) on Dec 10, 2018 at 11:59pm PSTÆvisagnaritarinn Patrick McGilligan sagði fyrst frá tilvist Laurie en McGilligan sagði Eastwood hafa átt í nánu sambandi við móður Laurie. Börn Clint Eastwood eru: Laurie Eastwood sem er sögð hafa fæðst um 1953. Kimber Lynn Eastwood sem hann eignaðist með Roxanne Tunis árið 1964. Kyle Eastwood sem hann eignaðist með Maggie Johnson árið 1968. Allison Eastwood sem hann eignaðist með Maggie Johnson árið 1972. Scott Eastwood sem hann eignaðist með Jacelyn Reeves árið 1986. Kathryn Eastwood sem hann eignaðist með Jacelyn Reeves árið 1988. Francesca Eastwood sem hann eignaðist með Frances Fisher árið 1993. Morgan Eastwood sem hann eignaðist með Dina Ruiz árið 1996. Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira
Nýjasta kvikmynd bandaríska Óskarsverðlaunahafans Clint Eastwood var frumsýnd vestanhafs í vikunni. Myndin ber heitið The Mule en öll börn Eastwoods voru samankomin á frumsýningunni, átta talsins. Orðrómur hafði gengið lengi vel um Hollywood að Eastwood hefði eignast barn áður en hann sló í gegn fyrir mörgum áratugum og það barn hafi verið gefið til ættleiðingar. Eastwood gekkst þó ekki við því opinberlega að þetta hefði átt sér stað. Það vakti því mikla athygli á frumsýningunni á mánudag þegar áttunda afkvæmið bættist í hóp barna hans sem var á frumsýningunni. Um er að ræða Laurie Eastwood sem Clint Eastwood er sagður hafa eignast með konu sem hann átti í launsambandi við þegar hann var trúlofaður Maggie Johnson árið 1953. Yngsta dóttir Eastwood, hin 22 ára gamla Morgan, staðfesti við viðstadda á frumsýningunni að Laurie væri systir hennar. Hún birti mynd á Instagram þar sem hún sagði það afar sjaldgæft að öll átta afkvæmi Clints Eastwood væru saman á mynd. Það gerði einnig Alison Eastwood sem Clint eignaðist með Maggie Johnson. Laurie er fyrir miðju á myndinni. View this post on InstagramI'm not sure there has ever been a picture of all 8 kids together but here it is... #eastwoods A post shared by Alison Eastwood (@alison.e.wood) on Dec 10, 2018 at 11:59pm PSTÆvisagnaritarinn Patrick McGilligan sagði fyrst frá tilvist Laurie en McGilligan sagði Eastwood hafa átt í nánu sambandi við móður Laurie. Börn Clint Eastwood eru: Laurie Eastwood sem er sögð hafa fæðst um 1953. Kimber Lynn Eastwood sem hann eignaðist með Roxanne Tunis árið 1964. Kyle Eastwood sem hann eignaðist með Maggie Johnson árið 1968. Allison Eastwood sem hann eignaðist með Maggie Johnson árið 1972. Scott Eastwood sem hann eignaðist með Jacelyn Reeves árið 1986. Kathryn Eastwood sem hann eignaðist með Jacelyn Reeves árið 1988. Francesca Eastwood sem hann eignaðist með Frances Fisher árið 1993. Morgan Eastwood sem hann eignaðist með Dina Ruiz árið 1996.
Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira