„Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. desember 2018 11:04 Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. Þá munu samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn ekki verða endurnýjaðir að svo stöddu. Í tilkynningu frá WOW segir að vonir standi til að stór hluti þeirra sem fengu uppsögn í dag fái tækifæri hjá félaginu að nýju. Er það liður í samningaviðræðum við Indigo Partners að einfalda rekstur félagsins. „Síðastliðið ár hefur reynst WOW air mjög erfitt í rekstri og unnið hefur verið markvisst að því undanfarið að snúa rekstrinum við til hins betra og fjármagna félagið. Eins og fram hefur komið er Indigo Partners að vinna með WOW air um að tryggja langtíma fjármögnun félagsins. Liður í þeirri vinnu er að einfalda rekstur WOW air og ná arðsemi á ný en félagið skilaði hagnaði árin 2015 og 2016.“ Verður flugvélum fækkað úr tuttugu í ellefu og verða eingöngu flugvélar flugvélar að gerðinni Airbus A321 og A320 í flota félagsins. „Félagið er í samningaviðræðum um skil á nokkrum flugvélum til leigusala þar með talið öllum Airbus A330 breiðþotum. Verið er að ganga frá samningi þess efnis að selja fjórar Airbus A321 flugvélar sem verða afhentar í janúar 2019 og mun bæta lausafé félagsins um 10 milljónir Bandaríkjadala.“Tilkynnt var um flug til Nýju Delí fyrir örfáum dögum síðan en síðasta flug frá Nýju Delí er 20. janúar og frá Los Angeles 14. janúar.WOW AIREngar breytingar verða á flugáætlun í desember og byrjun janúar. Frá janúar 2019 mun félagið fljúga samkvæmt nýrri flugáætlun. Síðasta flug frá Nýju Delí er 20. janúar og frá Los Angeles 14. janúar. WOW air mun hafa samband við þá farþega sem verða fyrir áhrifum breytinga á leiðarkerfi félagsins. „Þetta er erfiðasti dagurinn í sögu WOW air. Við erum með frábæran hóp af fólki sem hefur lagt hart að sér að gera WOW air að veruleika og það er því sorglegt að neyðast til að fara í þennan niðurskurð. Ég vildi óska þess að það væri til önnur leið en staðreyndin er sú að við verðum að snúa við rekstrinum og koma honum aftur í gott horf áður en við getum hafið uppbygginguna að nýju“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW Air í tilkynningu. Eftir þessar rekstrarbreytingar munu áfram starfa hátt í þúsund manns hjá félaginu. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Mikill fjöldi missir vinnuna hjá WOW air í dag Mikill fjöldi starfsmanna WOW air missir vinnuna í dag. Þetta herma heimildir Vísis en þegar hefur fólk fengið uppsagnarbréf í hendurnar, skilað tölvum sínum og haldið til síns heima. 13. desember 2018 10:47 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. Þá munu samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn ekki verða endurnýjaðir að svo stöddu. Í tilkynningu frá WOW segir að vonir standi til að stór hluti þeirra sem fengu uppsögn í dag fái tækifæri hjá félaginu að nýju. Er það liður í samningaviðræðum við Indigo Partners að einfalda rekstur félagsins. „Síðastliðið ár hefur reynst WOW air mjög erfitt í rekstri og unnið hefur verið markvisst að því undanfarið að snúa rekstrinum við til hins betra og fjármagna félagið. Eins og fram hefur komið er Indigo Partners að vinna með WOW air um að tryggja langtíma fjármögnun félagsins. Liður í þeirri vinnu er að einfalda rekstur WOW air og ná arðsemi á ný en félagið skilaði hagnaði árin 2015 og 2016.“ Verður flugvélum fækkað úr tuttugu í ellefu og verða eingöngu flugvélar flugvélar að gerðinni Airbus A321 og A320 í flota félagsins. „Félagið er í samningaviðræðum um skil á nokkrum flugvélum til leigusala þar með talið öllum Airbus A330 breiðþotum. Verið er að ganga frá samningi þess efnis að selja fjórar Airbus A321 flugvélar sem verða afhentar í janúar 2019 og mun bæta lausafé félagsins um 10 milljónir Bandaríkjadala.“Tilkynnt var um flug til Nýju Delí fyrir örfáum dögum síðan en síðasta flug frá Nýju Delí er 20. janúar og frá Los Angeles 14. janúar.WOW AIREngar breytingar verða á flugáætlun í desember og byrjun janúar. Frá janúar 2019 mun félagið fljúga samkvæmt nýrri flugáætlun. Síðasta flug frá Nýju Delí er 20. janúar og frá Los Angeles 14. janúar. WOW air mun hafa samband við þá farþega sem verða fyrir áhrifum breytinga á leiðarkerfi félagsins. „Þetta er erfiðasti dagurinn í sögu WOW air. Við erum með frábæran hóp af fólki sem hefur lagt hart að sér að gera WOW air að veruleika og það er því sorglegt að neyðast til að fara í þennan niðurskurð. Ég vildi óska þess að það væri til önnur leið en staðreyndin er sú að við verðum að snúa við rekstrinum og koma honum aftur í gott horf áður en við getum hafið uppbygginguna að nýju“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW Air í tilkynningu. Eftir þessar rekstrarbreytingar munu áfram starfa hátt í þúsund manns hjá félaginu.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Mikill fjöldi missir vinnuna hjá WOW air í dag Mikill fjöldi starfsmanna WOW air missir vinnuna í dag. Þetta herma heimildir Vísis en þegar hefur fólk fengið uppsagnarbréf í hendurnar, skilað tölvum sínum og haldið til síns heima. 13. desember 2018 10:47 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Mikill fjöldi missir vinnuna hjá WOW air í dag Mikill fjöldi starfsmanna WOW air missir vinnuna í dag. Þetta herma heimildir Vísis en þegar hefur fólk fengið uppsagnarbréf í hendurnar, skilað tölvum sínum og haldið til síns heima. 13. desember 2018 10:47