Telur ólíklegt að nuddsuð trufli bíógesti Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2018 13:46 Sætin eru alls 38 talsins. Sambíó Hinn svokallaði lúxussalur í kvikmyndahúsi Sambíóanna í Álfabakka hefur fengið yfirhalningu. Búið er að skipta út öllum 38 sætum salarins fyrir nýja hægindastóla sem hægt er að hita upp, ásamt því að þeir bjóða upp á fjórar nuddstillingar. Fá kvikmyndahús í heiminum hafa tekið slíka stóla í notkun en ætla má að hver og einn stóll kosti á þriðja hundrað þúsund eftir flutninginn frá Bandaríkjunum til landsins. Alfreð Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna, segir í samtali við Vísi að fulltrúar fyrirtækisins hafi komið auga á stólana á vörusýningu erlendis í upphafi árs. Til hafi staðið að endurnýja sætakost lúxussalarins og endingu ákveðið að velja umrædda stóla, sem Alfreð segir að séu „nýjasta nýtt“ í kvikmyndahúsafræðunum. Í erlendum kvikmyndasölum sé víða hægt að fá upphituð sæti - „en maður hafði aldrei séð nudd,“ segir Alfreð. Hver sá sem sest hefur í nuddsæti þekkir það af eigin raun að sætin kunna að gefa frá sér leiðinlegt suð þegar kveikt er á nuddstillingunni. Alfreð hefur þó ekki mikla trú á því að lágværa malið sem lúxussalssætin gefa frá sér muni trufla upplifun annarra gesta. Líklegt verði að teljast að kvikmyndin á skjánum muni yfirgnæfa hvers kyns nuddhljóð. Alfreð gerir ráð fyrir að stólarnir verði komnir í gagnið í vikunni. Hann segist sjálfur ætla að prófa sætin yfir kvikmyndinni Mortal Engines, sem skartar Heru Hilmarsdóttur í aðalhlutverki og tekin verður til sýninga fljótlega. View this post on Instagram VIP salurinn í Sambíóunum Álfabakka hefur verið uppfærður og er kominn með ný sæti. Sætin er það allra nýjasta og flottasta sem gerist í bíóum í dag og eru þau útbúin rafdrifnum fótskemlum og hægt að halla stólbakinu, en einnig hægt er að hita þau upp og fá nudd. Eins og áður eru númeruð sæti og ekkert hlé í VIP salnum, og ótakmarkað popp og gos fylgir miðanum meðan á sýningu stendur. A post shared by Sambíóin (@sambioin) on Dec 11, 2018 at 8:07am PST Bíó og sjónvarp Neytendur Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hinn svokallaði lúxussalur í kvikmyndahúsi Sambíóanna í Álfabakka hefur fengið yfirhalningu. Búið er að skipta út öllum 38 sætum salarins fyrir nýja hægindastóla sem hægt er að hita upp, ásamt því að þeir bjóða upp á fjórar nuddstillingar. Fá kvikmyndahús í heiminum hafa tekið slíka stóla í notkun en ætla má að hver og einn stóll kosti á þriðja hundrað þúsund eftir flutninginn frá Bandaríkjunum til landsins. Alfreð Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna, segir í samtali við Vísi að fulltrúar fyrirtækisins hafi komið auga á stólana á vörusýningu erlendis í upphafi árs. Til hafi staðið að endurnýja sætakost lúxussalarins og endingu ákveðið að velja umrædda stóla, sem Alfreð segir að séu „nýjasta nýtt“ í kvikmyndahúsafræðunum. Í erlendum kvikmyndasölum sé víða hægt að fá upphituð sæti - „en maður hafði aldrei séð nudd,“ segir Alfreð. Hver sá sem sest hefur í nuddsæti þekkir það af eigin raun að sætin kunna að gefa frá sér leiðinlegt suð þegar kveikt er á nuddstillingunni. Alfreð hefur þó ekki mikla trú á því að lágværa malið sem lúxussalssætin gefa frá sér muni trufla upplifun annarra gesta. Líklegt verði að teljast að kvikmyndin á skjánum muni yfirgnæfa hvers kyns nuddhljóð. Alfreð gerir ráð fyrir að stólarnir verði komnir í gagnið í vikunni. Hann segist sjálfur ætla að prófa sætin yfir kvikmyndinni Mortal Engines, sem skartar Heru Hilmarsdóttur í aðalhlutverki og tekin verður til sýninga fljótlega. View this post on Instagram VIP salurinn í Sambíóunum Álfabakka hefur verið uppfærður og er kominn með ný sæti. Sætin er það allra nýjasta og flottasta sem gerist í bíóum í dag og eru þau útbúin rafdrifnum fótskemlum og hægt að halla stólbakinu, en einnig hægt er að hita þau upp og fá nudd. Eins og áður eru númeruð sæti og ekkert hlé í VIP salnum, og ótakmarkað popp og gos fylgir miðanum meðan á sýningu stendur. A post shared by Sambíóin (@sambioin) on Dec 11, 2018 at 8:07am PST
Bíó og sjónvarp Neytendur Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira