Telur ólíklegt að nuddsuð trufli bíógesti Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2018 13:46 Sætin eru alls 38 talsins. Sambíó Hinn svokallaði lúxussalur í kvikmyndahúsi Sambíóanna í Álfabakka hefur fengið yfirhalningu. Búið er að skipta út öllum 38 sætum salarins fyrir nýja hægindastóla sem hægt er að hita upp, ásamt því að þeir bjóða upp á fjórar nuddstillingar. Fá kvikmyndahús í heiminum hafa tekið slíka stóla í notkun en ætla má að hver og einn stóll kosti á þriðja hundrað þúsund eftir flutninginn frá Bandaríkjunum til landsins. Alfreð Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna, segir í samtali við Vísi að fulltrúar fyrirtækisins hafi komið auga á stólana á vörusýningu erlendis í upphafi árs. Til hafi staðið að endurnýja sætakost lúxussalarins og endingu ákveðið að velja umrædda stóla, sem Alfreð segir að séu „nýjasta nýtt“ í kvikmyndahúsafræðunum. Í erlendum kvikmyndasölum sé víða hægt að fá upphituð sæti - „en maður hafði aldrei séð nudd,“ segir Alfreð. Hver sá sem sest hefur í nuddsæti þekkir það af eigin raun að sætin kunna að gefa frá sér leiðinlegt suð þegar kveikt er á nuddstillingunni. Alfreð hefur þó ekki mikla trú á því að lágværa malið sem lúxussalssætin gefa frá sér muni trufla upplifun annarra gesta. Líklegt verði að teljast að kvikmyndin á skjánum muni yfirgnæfa hvers kyns nuddhljóð. Alfreð gerir ráð fyrir að stólarnir verði komnir í gagnið í vikunni. Hann segist sjálfur ætla að prófa sætin yfir kvikmyndinni Mortal Engines, sem skartar Heru Hilmarsdóttur í aðalhlutverki og tekin verður til sýninga fljótlega. View this post on Instagram VIP salurinn í Sambíóunum Álfabakka hefur verið uppfærður og er kominn með ný sæti. Sætin er það allra nýjasta og flottasta sem gerist í bíóum í dag og eru þau útbúin rafdrifnum fótskemlum og hægt að halla stólbakinu, en einnig hægt er að hita þau upp og fá nudd. Eins og áður eru númeruð sæti og ekkert hlé í VIP salnum, og ótakmarkað popp og gos fylgir miðanum meðan á sýningu stendur. A post shared by Sambíóin (@sambioin) on Dec 11, 2018 at 8:07am PST Bíó og sjónvarp Neytendur Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Hinn svokallaði lúxussalur í kvikmyndahúsi Sambíóanna í Álfabakka hefur fengið yfirhalningu. Búið er að skipta út öllum 38 sætum salarins fyrir nýja hægindastóla sem hægt er að hita upp, ásamt því að þeir bjóða upp á fjórar nuddstillingar. Fá kvikmyndahús í heiminum hafa tekið slíka stóla í notkun en ætla má að hver og einn stóll kosti á þriðja hundrað þúsund eftir flutninginn frá Bandaríkjunum til landsins. Alfreð Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna, segir í samtali við Vísi að fulltrúar fyrirtækisins hafi komið auga á stólana á vörusýningu erlendis í upphafi árs. Til hafi staðið að endurnýja sætakost lúxussalarins og endingu ákveðið að velja umrædda stóla, sem Alfreð segir að séu „nýjasta nýtt“ í kvikmyndahúsafræðunum. Í erlendum kvikmyndasölum sé víða hægt að fá upphituð sæti - „en maður hafði aldrei séð nudd,“ segir Alfreð. Hver sá sem sest hefur í nuddsæti þekkir það af eigin raun að sætin kunna að gefa frá sér leiðinlegt suð þegar kveikt er á nuddstillingunni. Alfreð hefur þó ekki mikla trú á því að lágværa malið sem lúxussalssætin gefa frá sér muni trufla upplifun annarra gesta. Líklegt verði að teljast að kvikmyndin á skjánum muni yfirgnæfa hvers kyns nuddhljóð. Alfreð gerir ráð fyrir að stólarnir verði komnir í gagnið í vikunni. Hann segist sjálfur ætla að prófa sætin yfir kvikmyndinni Mortal Engines, sem skartar Heru Hilmarsdóttur í aðalhlutverki og tekin verður til sýninga fljótlega. View this post on Instagram VIP salurinn í Sambíóunum Álfabakka hefur verið uppfærður og er kominn með ný sæti. Sætin er það allra nýjasta og flottasta sem gerist í bíóum í dag og eru þau útbúin rafdrifnum fótskemlum og hægt að halla stólbakinu, en einnig hægt er að hita þau upp og fá nudd. Eins og áður eru númeruð sæti og ekkert hlé í VIP salnum, og ótakmarkað popp og gos fylgir miðanum meðan á sýningu stendur. A post shared by Sambíóin (@sambioin) on Dec 11, 2018 at 8:07am PST
Bíó og sjónvarp Neytendur Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira