Umboðsmaður Alþingis segir Kópavogsbæ hafa brotið lög Jakob Bjarnar skrifar 13. desember 2018 14:56 Vísir hefur sagt af sérkennilegri og harðri deilu í Kópavogi, milli bæjaryfirvalda og hjónanna Guðmundar R Einarssonar og Lilju Katrínar Gunnarsdóttur. Umboðsmaður hefur nú úrskurðað hjónunum í vil. Umboðsmaður Alþingis hefur úrskurðað í stórfurðulegu deilumáli í Kópavogi hjónunum Lilju Katrínu og Guðmundi R. Einarssyni í vil: „Það er álit mitt að það fyrirkomulag Kópavogsbæjar að greiða konu, sem það taldi maka látins starfsmanns, „laun“ í skilningi kjarasamnings en skrá þau á dánarbú mannsins og gefa út launaseðla og launamiða á nafn þess látna, hafi ekki verið í samræmi við lög,“ segir í niðurstöðu ítarlegs álits sem umboðsmaður hefur sent frá sér. Með tilliti til atvika í þessu máli beinir umboðsmaður þeim tilmælum til Kópavogsbæjar að „leitað verði leiða til að rétta hlut A hafi hann orðið fyrir tjóni vegna þessa fyrirkomulags, komi fram beiðni þess efnis frá honum. Ég beini jafnframt þeim tilmælum til Kópavogsbæjar að taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem koma fram í álitinu.“Lilja Katrín og Guðmundur. Viðbrögð bæjaryfirvalda og svör bæjarstjóra ollu þeim miklum vonbrigðum.visir/vilhelmVísir hefur fjallað ítarlega um þetta sérkennilega mál en í grófum dráttum snýst það um að Kópavogsbær greiddi fyrrverandi konu föður Guðmundar R Einarssonar dánarbætur, sem svo voru skráðar á dánarbúið sem Guðmundur hafði á sinni könnu. Krafa vegna skattaskuldar af þeirri upphæð barst Guðmundi og konu hans Lilju Katrínar Gunnarsdóttur föstudagskvöld eitt í apríl á þessu ári. Fulltrúi með ábyrgðarbréf til þeirra þar sem þau voru krafin um eina og hálfa milljón, skuld sem þeim var gert að greiða vegna dánarbús föður Guðmundar. En, því búi var lokað árið 2013 og þau höfðu aldrei séð þessar greiðslur. Þá hófst þrautarganga Guðmundur og Lilju Katrínar um kerfið sem endaði með opinberum og hörðum deilum þeirra hjóna og bæjarstjórans Ármanns Kr. Ólasonar sem taldi eðlilega að málum staðið. Hann fór í viðtal um málið á Bylgjuna og var Lilja Katrín ekki par sátt við það hvernig málflutningur bæjarstjórans var þar. En sú saga er rakin ítarlega hér. Kópavogur Sveitarstjórnarmál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Segir bæjarstjóra Kópavogs afbaka orð sín Ármann Kr. Ólafsson segir Kópavog með allt sitt á hreinu í furðulegri deilu. 12. apríl 2018 12:00 Í stórfurðulegu stríði við Kópavogsbæ Gert að greiða skatt af dánarbótum sem fyrrverandi kona hins látna fékk. 11. apríl 2018 14:44 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur úrskurðað í stórfurðulegu deilumáli í Kópavogi hjónunum Lilju Katrínu og Guðmundi R. Einarssyni í vil: „Það er álit mitt að það fyrirkomulag Kópavogsbæjar að greiða konu, sem það taldi maka látins starfsmanns, „laun“ í skilningi kjarasamnings en skrá þau á dánarbú mannsins og gefa út launaseðla og launamiða á nafn þess látna, hafi ekki verið í samræmi við lög,“ segir í niðurstöðu ítarlegs álits sem umboðsmaður hefur sent frá sér. Með tilliti til atvika í þessu máli beinir umboðsmaður þeim tilmælum til Kópavogsbæjar að „leitað verði leiða til að rétta hlut A hafi hann orðið fyrir tjóni vegna þessa fyrirkomulags, komi fram beiðni þess efnis frá honum. Ég beini jafnframt þeim tilmælum til Kópavogsbæjar að taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem koma fram í álitinu.“Lilja Katrín og Guðmundur. Viðbrögð bæjaryfirvalda og svör bæjarstjóra ollu þeim miklum vonbrigðum.visir/vilhelmVísir hefur fjallað ítarlega um þetta sérkennilega mál en í grófum dráttum snýst það um að Kópavogsbær greiddi fyrrverandi konu föður Guðmundar R Einarssonar dánarbætur, sem svo voru skráðar á dánarbúið sem Guðmundur hafði á sinni könnu. Krafa vegna skattaskuldar af þeirri upphæð barst Guðmundi og konu hans Lilju Katrínar Gunnarsdóttur föstudagskvöld eitt í apríl á þessu ári. Fulltrúi með ábyrgðarbréf til þeirra þar sem þau voru krafin um eina og hálfa milljón, skuld sem þeim var gert að greiða vegna dánarbús föður Guðmundar. En, því búi var lokað árið 2013 og þau höfðu aldrei séð þessar greiðslur. Þá hófst þrautarganga Guðmundur og Lilju Katrínar um kerfið sem endaði með opinberum og hörðum deilum þeirra hjóna og bæjarstjórans Ármanns Kr. Ólasonar sem taldi eðlilega að málum staðið. Hann fór í viðtal um málið á Bylgjuna og var Lilja Katrín ekki par sátt við það hvernig málflutningur bæjarstjórans var þar. En sú saga er rakin ítarlega hér.
Kópavogur Sveitarstjórnarmál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Segir bæjarstjóra Kópavogs afbaka orð sín Ármann Kr. Ólafsson segir Kópavog með allt sitt á hreinu í furðulegri deilu. 12. apríl 2018 12:00 Í stórfurðulegu stríði við Kópavogsbæ Gert að greiða skatt af dánarbótum sem fyrrverandi kona hins látna fékk. 11. apríl 2018 14:44 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Segir bæjarstjóra Kópavogs afbaka orð sín Ármann Kr. Ólafsson segir Kópavog með allt sitt á hreinu í furðulegri deilu. 12. apríl 2018 12:00
Í stórfurðulegu stríði við Kópavogsbæ Gert að greiða skatt af dánarbótum sem fyrrverandi kona hins látna fékk. 11. apríl 2018 14:44