Björk tilnefnd til Grammy verðlauna í fimmtánda sinn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. desember 2018 13:00 Björk er tilnefnd fyrir plötuna Utopia en hún er ekki eini Íslendingurinn sem kemst á blað í ár. Getty/Santiago Felipe Björk Guðmundsdóttir er ein þeirra sem hlaut tilnefningu til Grammy verðlauna í síðustu viku. Björk er tilnefnd fyrir bestu plötuna í flokki framsækinnar tónlistar (e. Alternative music) fyrir plötuna Utopia. Þetta er í fimmtánda sinn sem Björk er tilnefnd til Grammy verðlauna, einna virtustu tónlistarverðlauna í heimi en hún hefur þó aldrei unnið. Síðast var hún tilnefnd í sama flokki árið 2016 fyrir plötuna Vulnicura. Plöturnar Biophilia, Volta, Medúlla og Vespertine hafa einnig verið tilnefndar í sama flokki. Þá hefur hún fjórum sinnum hlotið tilnefningu fyrir besta tónlistarmyndband fyrir Human Behaviour, It‘s Oh So Quiet, Bachelorette og All Is Full Of Love.Fyrir plöturnar Post og Homogenic var hún tilnefnd fyrir besta flutning í flokki framsækinnar tónlistar. Þá var hún tilnefnd fyrir besta poppflutning í kvennaflokki fyrir lagið Oceania og fyrir lögin Overture og I‘ve Seen It All var hún tilnefnd fyrir besta hljóðfæraleik í poppflokki. Björk er þó ekki eini Íslendingurinn sem kemst á blað hjá bandarísku tónlistar akademíunni þetta árið en Sara Nassim er tilnefnd fyrir besta tónlistarmyndbandið en hún framleiddi myndband við lagið Mumbo Jumbo með Tierra Whack. Björk Grammy Tónlist Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir er ein þeirra sem hlaut tilnefningu til Grammy verðlauna í síðustu viku. Björk er tilnefnd fyrir bestu plötuna í flokki framsækinnar tónlistar (e. Alternative music) fyrir plötuna Utopia. Þetta er í fimmtánda sinn sem Björk er tilnefnd til Grammy verðlauna, einna virtustu tónlistarverðlauna í heimi en hún hefur þó aldrei unnið. Síðast var hún tilnefnd í sama flokki árið 2016 fyrir plötuna Vulnicura. Plöturnar Biophilia, Volta, Medúlla og Vespertine hafa einnig verið tilnefndar í sama flokki. Þá hefur hún fjórum sinnum hlotið tilnefningu fyrir besta tónlistarmyndband fyrir Human Behaviour, It‘s Oh So Quiet, Bachelorette og All Is Full Of Love.Fyrir plöturnar Post og Homogenic var hún tilnefnd fyrir besta flutning í flokki framsækinnar tónlistar. Þá var hún tilnefnd fyrir besta poppflutning í kvennaflokki fyrir lagið Oceania og fyrir lögin Overture og I‘ve Seen It All var hún tilnefnd fyrir besta hljóðfæraleik í poppflokki. Björk er þó ekki eini Íslendingurinn sem kemst á blað hjá bandarísku tónlistar akademíunni þetta árið en Sara Nassim er tilnefnd fyrir besta tónlistarmyndbandið en hún framleiddi myndband við lagið Mumbo Jumbo með Tierra Whack.
Björk Grammy Tónlist Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“